Vikan


Vikan - 23.05.1985, Blaðsíða 30

Vikan - 23.05.1985, Blaðsíða 30
af ávöxtunum skuluð þér þekkja þau hefur aö baki nokkra reynslu í vín- rækt, hefur gott lyktnæmi, bragö- næmi og heilbrigða dómgreind getur oröið hinn eini rétti víndóm- ari. Til þess aö öðlast örugga dóm- greind þessu viövíkjandi gerir vín- prófdómarinn sér far um aö bragöa sem flest vín úr öllum hér- uöum, heldur sig frá reykingum og venur sig ekki á neyslu sér- stakrar víntegundar, svo sem al- gengra vína úr heimahéruðunum, né sterkra drykkja. Allt þetta myndi deyfa bragðnæmið. Góö heilsa er einnig nauðsynleg. Eftir aö hafa neytt ríflegrar mál- tíöar eða of kryddaðrar er vín- smökkun eöa prófun einskis nýt. Hentugasti tíminn til vínsmökk- unar er morgunninn, allt til hádegis. Foröast veröur að smakka of mörg vín sama daginn. Herbergið, sem prófunin á aö eiga sér stað í, á að vera bjart og loft- gott, oftast best undir berum himni ef hægt er að koma því við. — Ef prófa á fleiri en eina tegund eöa margar tegundir vína er eftir- farandi rööfylgt: Hvít vin é undan raufium; létt vin é undan þungum; ung vin (ný) é undan gömlum; þurr vin é undan sœtum; ólgandi vin é undan kyrrum. Hentugasta hitastigiö við vín- prófun er: rauövín viö 15—17 stig — hvítvín og rósavín viö 10—12 stig — kampavín og freyöivín viö 7—9 stig. Efnafrœflileg greining getur aldrei komifl i atafl vfnprófunarinn- ar sjálfrar. ANDIDAÐ YKKUR Við vínsmökkun þarf margt aö athuga. „Þegar vín er bragðað horfum viö á það, lyktum, hreyf- um og smökkum. Síðan ræðum við um þaö,” segir Jean Rabourdin. Hann telur aö viö smökkun vína verði að gæta sérstaklega aö inn- réttingu og rakastigi herbergisins, að lit dúksins á borðinu, aö lit og lögun glasanna, að ljósinu. .. aö þögninni. . . Allir þessir þættir þykja jafn- mikilvægir sökum þess aö við boröum og drekkum einnig með augunum. Og Jean Rabourdin heldur áfram: „Fyllið glasið aö einum þriðja. Andið að ykkur, án þess að hreyfa glasið, til þess að átta ykk- ur á tegund vínplöntunnar. Hreyfið síðan, til að uppgötva hið sanna „nef” vínsins, og bragðið það að síöustu með því að ..tyggja” — eða smjatta hægt til þess að fylgja víninu eftir yfir bragðlauka tungunnar sem gera okkiur kleift að þekkja sætt, salt, rammt og súrt.” SEXTIL SEXTÁN STIG Eftir að þátttakendur hafa verið fræddir um að innrétting herberg- isins, þar sem vín er prófað, getur verið mikilvægt atriði, svo og litur borðdúks, ásamt góðum anda þátttakenda, er vikið aö hitastigi vínsins. „Vín undir sex gráðum gerir drykkju þess ókleifa, þar eð tung- an dofnar af kuldanum og viö skynjum bragðið ekki lengur,” staðhæfir Jean Rabourdin. „Sex tU átta stig hæfa kampa- víni og þurrum hvítvínum. Sæt vín eru veitt frá tólf tU fimmtán gráða heit, þaö er aö segja jafnt hita vín- kjaUarans. Eftir því sem vínið er sætara því heitara er hægt að drekka það — aUt að sextán gráð- um. Um þetta atriði finnst að vísu engin algUd regla. Vín er tU dæmis ekki drukkiö á sama máta á norðurhveli og við miðbaug. Því meir sem lofthiti hækkar því minna telst nauðsynlegt að kæla vínið.” BRAGÐIÐ VINNUR VÍNINU ÁLIT Nauðsynlegt er að vita að bragð- efni vínsins eru mjög viðkvæm. Frumbragðefnin eru loftnæm og hverfa fljótt. Gömul vín geta búið yfir fleiri en einni bragðtegund sem koma ekki í ljós nema við nokkuð háan hita. Þetta þykja bestu bragðefnin og þaö eru þau sem vinna víninu álit. Rauðvín verður bragðmeira ef það er opnað tveimur tímum fyrir notkun. Sé vínið ungt ráðleggur Rabourdin að það sé tekið úr flösk- unni svo að súrefnið komist betur að og tU þess að það hitni. Sé vínið yfir þrjátíu ára gamalt telur hann betra að drekka það strax, án þess að tæma áður úr flöskunni, tU þess að raska ekki jafnvægi vínsins. Aldrei skyldi þurrka ryk af gamalli flösku svo vínið komist ekki á hreyfingu og botnfaU þyrlist upp. LOFT, UÓS - OG ÞÖGNI Ilmefni berast með uppgufun, eins og flestir vita, og gæta ber að rakastigi herbergis þegar vín er prófað. Mjög þurrt loft eykur um of á ilminn. Ef rakinn verður hins vegar of mikUl minnkar hæfni skynjunar. Því verður að fara bU beggja. Dauft ijós, tU dæmis kertaljós, vingjamlegt og hlýtt, þykir heppi- legasta’ lýsingin. Komið hefur í ljós aö vín, sem veitt eru á stórum stöðum viö flöktandi flúr- eða neonljós, verða fyrir efnabreyt- ingu er vissar sýrur brotna niður. Prófessor við háskólann í Reims hefur rannsakaö þetta fyrirbæri og flöskuframleiðendur (til dæmis fyrir kampavín) hafa neyðst tU að breyta samsetningu glerdeigsins og bæta blýi í það tU að koma í veg fyrir áhrif þessarar bylgjulengdar ljóssins. Hávaða telur sérfræðingurinn draga úr hæfni mannsins tU að greina vín. Þögnin hjálpar tU við einbeitingu. Fari hávaöi yfir fjörutíu desíbel truflast melting og bragðskynjun. „Við erum algjör- lega ófær um að skynja hin ágætu bragðefni vínsins undir diskótón- list. Á mörgum veitingastöðum er því truflun af tónlist. Ef nauðsyn- legt þykir að hafa tónlist á þessum stööum ber að velja hana með tU- Uti tU þess að hún auki ánægju matargesta en ónáði þá ekki,” segir sérfræðingurinn. STÓRA REGLAN: „FYRIR HVERN OG EINN" Þær skipta hundruðum, ábend- ingamar sem Jean Rabourdin gefur áheyrendum sínum. Hann kemur víða við í máli sínu og tekur dæmi héðan og þaöan úr þessum mikUvæga atvinnuvegi í Evrópu. Hann minnist á vínsölumennina sem verða að gjörþekkja aUa kosti og lesti hverrar víntegundar sem þeir bjóða. Þeir verða að geta sagt tU um hvaðan vínin koma og hvaða vín séu heppUegust við hvert tækifæri. Það er tU dæmis ekki sama hvort um er að ræða af- mæli (ekki einu sinni sama hvaða aldri verið er að fagna), brúðkaup eöa árshátíð. Sérstakt vín getur hæft ákveðnu tUefni. Fyrir giftingarveislu býður vín- sölumaöur tU dæmis aldrei vín sem framleitt er úr vínberjum ræktuðum á flatlendi, að ekki sé talað um þau er koma frá hér- uðum í næsta nágrenni fljóta, þar sem jarðvegur er ríkur af stein- efnum og öðrum mismunandi jarðefnum úr framburði árinnar. Vín framleidd úr berjum hlíða- slakkanna eru mun hentugri í slík samkvæmi. Þau eru léttari og Vinifl er ekki sopifl þótt i glösin sé komifll A þafl þarf afl horfa, af þvi afl lykta, hreyfa og rœða um þafl. — Siflan afl smakka. 30 Vikan zi. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.