Vikan


Vikan - 23.05.1985, Blaðsíða 39

Vikan - 23.05.1985, Blaðsíða 39
| Umsjón: Geir R. Andersen Sagan af Frances Farmer Framleiðandi: Jonathan Sanger. Handrit: Eric Bergen. Tónlist: John Barry. Leikstjóri: Graeme Clifford. Aðalleikarar: Jesslca Lange, Sam Shepard, Kim Stanley, Bart Bums. islenskur texti. Enginn sagði nokkru sinni viö mig: „Þú ert fífl. Það er enginn guð til. Einhver hefur verið að ljúga í þig.” Þaö var ekki morð. Eg held bara að guð hafi dáið af elli. Þegar ég skildi aö hann var úr sögunni brá mér ekki. — Það virðist eðlilegt og rétt. Kannski hafði ég aldrei fræðst nóg um trúarbrögð. Ég var í sunnudaga- skóla og kunni vel við sögur um Krist og jólastjömuna. Þær voru fagrar. — En ég trúði þeim ekki. Hann var tiL— ég fann hann ... Þetta er eins konar eintal Frances Farmer í byrjun myndarinnar. Sag- an hefst árið 1931. Við erum stödd í skólanum hennar, þar sem hún er að lesa upp ritgerð eftir sig. Hún er þá þrettán ára. Hún er að ígrunda tilgang lifsins í ritgerðinni. Guð, er hann tilgangs- laus? Hún hélt að hún hefði fundið sannleikann sjálf! Áheyrendumir urðu ein augu og eyru. — Hvað var bamið að fara? Fólk tók aö ganga út. Móöir hennar klappaði en þaö vó þyngra aö önnur kona stóð upp og kallaði: „Þú ferð beint til helvítis, Frances Farmer.” Þetta var á þeim tímum þegar upplausn og kreppueinkenni tóku að gera vart við sig i Bandaríkjunum, einnig i Seattle þar sem Frances ólst upp. Seztán ára var Frances frábær nemandi. Hún vann til verðlauna — þrátt fyrir afneitun sína á guði. Tutt- ugu og þriggja ára var hún þokkafuU stjama á sviði og hvita tjaldinu, dáð fyrir fegurð og hæfileika. Er hún var tuttugu og sjö ára gerð- ust fremur ómerkilegir atburðir sem leiddu til handtöku hennar og síöan þvingaðrar vistar á geðveikrahæli. Þetta er stórmynd fyrir allra hluta sakir, en ekki síst fyrir leik Jessicu Lange — og Sam Shepard. — Sam þessi er orðinn vel þekktur nú. Við minnumst hans fyrir leikinn í mynd- inni The Right Stuff sem við kynnt- um hér í VÍDEO-VIKUNNI. — Þessi mynd er leyfð til sýninga fyrir alla aldurshópa. Ævintýramaðurinn Tom Horn Framleiðandi: Robert L. Jacks. Handrit: William Goldman. Leikstjóri: Jack Starrett. Aðalleikarar: David Darradine, Richard Widmark, Karen Black. Sýningartlmi: 13S minútur. Islenskur texti. Sagan af Tom Hom er vestri af bestu gerð og með úrvalsleikurum. Hún er byggð á raunverulegri sögu, um ævintýramanninn Tom Hom. Hann hafði reynt flest og fórst það betur úr hendi en öðrum mönnum. Hann var leiðsögumaður herja þeirra er sendir voru til höfuðs Ger- onimo, þeim mikla indiánahöföingja. Hann lifði af ótal bardaga og launsát- ur, árásir Mexikana ... en gerðist síðan vemdari laga og réttar ... Þetta var þó aðeins upphaf ferils hans. I byrjun myndar eru það Mr. Hom og Seabur sem eru á ferö saman. Þeir em í þann veginn að verða þátt- takendur í „bardaganum mikla” sem framundan er viö indiánahöfð- ingjann Geronimo. Og bardaginn sá er vel sviðsettur í fyllstu merkingu þess orös. Þetta er eins konar undirbúningur að þvi sem siðar skeöur. Við erum nú stödd í Fort Bowie (virkinu) í Ari- zona, árið 1885. Þar er þeim félögun- um, Hom og Seabur, falið aö færa indíánahöfðingjann til virkisins. Þetta er fyrirskipun Miles hershöfð- ingja. Og það er lagt upp í leiðangur. Hom, nýliðinn, er enn í fylgd með Seabur og þeir ræðast við á leiðinni. En það er hinn aldni Seabur sem hef- ur þekkinguna og reynsluna af sam- skiptum sínum við indíánahöfðingj- ann. Honum er þvi falið að fara frá aðalliðinu ásamt Mr. Hom og þriðja manni til áð grennslast frekar fyrir um hinn mikla höföingja. Þeir koma þar að þar sem fámenn- ur ættflokkur indiána stendur yfir brennandi rústum þorps síns. Ekki var Geronimo þar að finna. Og þeir halda til baka til aöalhópsins. Þegar þeir em á meðal hinna her- teknu, sem em flest böm og gamal- menni, og allt virðist friðsælt — í bili — kveður allt í einu viö skothvellur. — Þar em komnir hermenn frá Mex&ó og era þeir ekki sáttir við ferðir hins ameríska liðs, meö indí- ána í eftirdragi sem „tálbeitu”. Liöinu er tvístraö. Og áfram er haldiö viö að koma Geronimo undir manna hendur. En tilraunir Miles hershöföingja falla ekki Seabur í geö og hann lætur ekki undir höfuö leggj- ast að koma þeim hugmyndum sín- um á framfæri að hershöfðingjar og raunar hermenn, allir meö tölu, séu asnar og margir verri en það. öll er þessi mynd nokkuð marg- slungin og maður verður að gefa sér tíma til aö fylgjast vel með henni því atburðarásin er svo samtvinnuð að engu má úr sleppa. 21. tbl. ViKan 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.