Vikan


Vikan - 23.05.1985, Side 39

Vikan - 23.05.1985, Side 39
| Umsjón: Geir R. Andersen Sagan af Frances Farmer Framleiðandi: Jonathan Sanger. Handrit: Eric Bergen. Tónlist: John Barry. Leikstjóri: Graeme Clifford. Aðalleikarar: Jesslca Lange, Sam Shepard, Kim Stanley, Bart Bums. islenskur texti. Enginn sagði nokkru sinni viö mig: „Þú ert fífl. Það er enginn guð til. Einhver hefur verið að ljúga í þig.” Þaö var ekki morð. Eg held bara að guð hafi dáið af elli. Þegar ég skildi aö hann var úr sögunni brá mér ekki. — Það virðist eðlilegt og rétt. Kannski hafði ég aldrei fræðst nóg um trúarbrögð. Ég var í sunnudaga- skóla og kunni vel við sögur um Krist og jólastjömuna. Þær voru fagrar. — En ég trúði þeim ekki. Hann var tiL— ég fann hann ... Þetta er eins konar eintal Frances Farmer í byrjun myndarinnar. Sag- an hefst árið 1931. Við erum stödd í skólanum hennar, þar sem hún er að lesa upp ritgerð eftir sig. Hún er þá þrettán ára. Hún er að ígrunda tilgang lifsins í ritgerðinni. Guð, er hann tilgangs- laus? Hún hélt að hún hefði fundið sannleikann sjálf! Áheyrendumir urðu ein augu og eyru. — Hvað var bamið að fara? Fólk tók aö ganga út. Móöir hennar klappaði en þaö vó þyngra aö önnur kona stóð upp og kallaði: „Þú ferð beint til helvítis, Frances Farmer.” Þetta var á þeim tímum þegar upplausn og kreppueinkenni tóku að gera vart við sig i Bandaríkjunum, einnig i Seattle þar sem Frances ólst upp. Seztán ára var Frances frábær nemandi. Hún vann til verðlauna — þrátt fyrir afneitun sína á guði. Tutt- ugu og þriggja ára var hún þokkafuU stjama á sviði og hvita tjaldinu, dáð fyrir fegurð og hæfileika. Er hún var tuttugu og sjö ára gerð- ust fremur ómerkilegir atburðir sem leiddu til handtöku hennar og síöan þvingaðrar vistar á geðveikrahæli. Þetta er stórmynd fyrir allra hluta sakir, en ekki síst fyrir leik Jessicu Lange — og Sam Shepard. — Sam þessi er orðinn vel þekktur nú. Við minnumst hans fyrir leikinn í mynd- inni The Right Stuff sem við kynnt- um hér í VÍDEO-VIKUNNI. — Þessi mynd er leyfð til sýninga fyrir alla aldurshópa. Ævintýramaðurinn Tom Horn Framleiðandi: Robert L. Jacks. Handrit: William Goldman. Leikstjóri: Jack Starrett. Aðalleikarar: David Darradine, Richard Widmark, Karen Black. Sýningartlmi: 13S minútur. Islenskur texti. Sagan af Tom Hom er vestri af bestu gerð og með úrvalsleikurum. Hún er byggð á raunverulegri sögu, um ævintýramanninn Tom Hom. Hann hafði reynt flest og fórst það betur úr hendi en öðrum mönnum. Hann var leiðsögumaður herja þeirra er sendir voru til höfuðs Ger- onimo, þeim mikla indiánahöföingja. Hann lifði af ótal bardaga og launsát- ur, árásir Mexikana ... en gerðist síðan vemdari laga og réttar ... Þetta var þó aðeins upphaf ferils hans. I byrjun myndar eru það Mr. Hom og Seabur sem eru á ferö saman. Þeir em í þann veginn að verða þátt- takendur í „bardaganum mikla” sem framundan er viö indiánahöfð- ingjann Geronimo. Og bardaginn sá er vel sviðsettur í fyllstu merkingu þess orös. Þetta er eins konar undirbúningur að þvi sem siðar skeöur. Við erum nú stödd í Fort Bowie (virkinu) í Ari- zona, árið 1885. Þar er þeim félögun- um, Hom og Seabur, falið aö færa indíánahöfðingjann til virkisins. Þetta er fyrirskipun Miles hershöfð- ingja. Og það er lagt upp í leiðangur. Hom, nýliðinn, er enn í fylgd með Seabur og þeir ræðast við á leiðinni. En það er hinn aldni Seabur sem hef- ur þekkinguna og reynsluna af sam- skiptum sínum við indíánahöfðingj- ann. Honum er þvi falið að fara frá aðalliðinu ásamt Mr. Hom og þriðja manni til áð grennslast frekar fyrir um hinn mikla höföingja. Þeir koma þar að þar sem fámenn- ur ættflokkur indiána stendur yfir brennandi rústum þorps síns. Ekki var Geronimo þar að finna. Og þeir halda til baka til aöalhópsins. Þegar þeir em á meðal hinna her- teknu, sem em flest böm og gamal- menni, og allt virðist friðsælt — í bili — kveður allt í einu viö skothvellur. — Þar em komnir hermenn frá Mex&ó og era þeir ekki sáttir við ferðir hins ameríska liðs, meö indí- ána í eftirdragi sem „tálbeitu”. Liöinu er tvístraö. Og áfram er haldiö viö að koma Geronimo undir manna hendur. En tilraunir Miles hershöföingja falla ekki Seabur í geö og hann lætur ekki undir höfuö leggj- ast að koma þeim hugmyndum sín- um á framfæri að hershöfðingjar og raunar hermenn, allir meö tölu, séu asnar og margir verri en það. öll er þessi mynd nokkuð marg- slungin og maður verður að gefa sér tíma til aö fylgjast vel með henni því atburðarásin er svo samtvinnuð að engu má úr sleppa. 21. tbl. ViKan 39

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.