Vikan


Vikan - 23.05.1985, Blaðsíða 54

Vikan - 23.05.1985, Blaðsíða 54
Litla stelpan sem varð frægur kvikmyndaleikari Einu sinni var lítil stelpa í Amer- íku sem hét Shiríey Tempíe. Hún var með liðað hár og brosti oft svo djúpir spékoppar komu í kinnarnar á henni. Þegar Shirley litla var bara fjögurra ára var hún í dansskóla og þá kom þangað maður sem var að leita að barni til þess að leika í kvik- mynd. Hann vildi fá Shirley til þess að leika en pabbi hennar og mamma sögðu fyrst alveg nei. En síðan sam- þykktu þau að leyfa dóttur sinni að reyna. Fyrst lék hún í stuttum kvik- myndum sem voru allar fremur vit- lausar. En þegar Shirley var sex ára fór hún að leika í löngum bíómynd- um og henni gekk mjög vel. Fljót- lega þekktu allir litlu stúlkuna með krullumar og spékoppana sem kom þeim til að hlæja með uppátækjum sínum og skemmti þeim með leik, dansi og söng. Allir sem unnu við að búa til kvik- myndimar skemmtu sér vel þegar Shirley var á staðnum. Fólkið fór í feluleik við hana eða settist á gólfið oglékviðhana. Það var skemmtilegt að vera fræg kvikmyndastjama en það var líka erfitt stundum. Allir þekktu Shirley hvert sem hún fór. Fólk vildi fá að sjá hana, koma við hana, og stund- um gleymdi fólk því að hún var bara lifandi lítil stelpa. Shirley gat ekki gengið í skóla með öðrum bömum því hún var svo oft að leika í kvik- myndum og hún gat sjaldan leikið sér við önnur böm. Þegar hún átti frí frá kvikmyndunum komu kennarar til hennar og kenndu henni. Það voru búnar til Shirley Temple dúkkur, Shirley Temple Utabækur og dúkkulísur. Shirley Temple fékk bréf frá fólki út um allan heim og margir sendu henni leikföng. Hún fékk svo margar dúkkur að mamma hennar og pabbi gátu ekki komið þeim fyrir inni í húsinu sínu. Shirley fékk mikið kaup fyrir vinn- una sína í kvikmyndunum. Þeir voru allir settir í banka og svo fékk hún dálitla vasapeninga einu sinni á viku. Hún var óspör á að kaupa sæl- gæti og gosdrykki handa öðrum bömum sem unnu með henni og stundum dugðu vasapeningarnir hennar skammt. Shirley litla hafði mjög gaman af dýrum og átti margar kanínur í leik- herberginu sínu í kvikmyndaverinu þar sem kvikmyndimar voru búnar til. Þegar Shirley Temple stækkaði hætti hún að leika í kvikmyndum. Hún gifti sig og átti þrjú böm og gerðist stjómmálamaður. Nú er litla stelpan með spékoppana orðin 57 ára gömul og löngu orðin amma. 54 Vikan 21. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.