Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 30.01.1986, Qupperneq 56

Vikan - 30.01.1986, Qupperneq 56
Pennavina- klúbbar Elsku Póstur. Mig langar svo til að biðja þig að hjálpa mér að eignast pennavini frá Eng- landi, Bandaríkjunum, Kanada og Ástralíu, en ég veit ekki hvert ég á að skrifa. Elsku Póstur, viltu vera svo vœnn að hjálpa mér því mig langar svo mikið til að eignast penna- vini í útlöndum. Svo er eitt annað. Mig langar svo til að biðja um grein um þá Andg, John, Roger, Nic og Simon en þeir eru allir í Duran Dur- an. Ég veit að það hefur verið grein um þá áður en hún var svo lítil. Hvernig vœri að koma með stóra grein um þá, einn og einn í einu, hafa greinarnar í fimm Vikum og svo má koma ein stór um Duran Duran? En ég vil þakka Vikunni kœrlega fgrir greinarnar sem voru um Power Station og Arcadia. Elsku Póstur, viltu gera þetta fgrir mig. Ein að norðan. Pósturinn skal með ánægju reyna að hjálpa þér meö penna- vinaklúbbana. Reyndu eftirfar- andi: Heimurinn ’82, Deildarási 18, 110 Reykjavík. Pen Friend League Inter- national, 74 Bayswater Road, Perry Barr, Birmingham B20 3 AJ, England. Pen Pals Unlimited, P.O. Box 6545 Station ,,J”, Ottawa, Ontario, K2A3Y6, Canada. Pen Pal Editor, c/o Honululu Advertise, 605 Kaichari B.V.D., Honululu, Hawaii 96813, U.S.A. Því miður fannst enginn klúbbur í Ástralíu. Sendu tvö alþjóðleg svarmerki með í bréf- inu til þessara klúbba. Varðandi seinni hluta bréfs- ins: Er nokkuð það til sem aðdá- endur Duran Duran vita ekki og hægt er að skrifa um? Það hefur ekki verið skrifað eins mikið um nokkra popptónlistar- menn eins og Duran Duran í Vik- unni. Það eru til svo miklu fleiri og þeir þurfa líka að komast að. En sjálfsagt verður skrifað um Duran Duran ef eitthvað merki- legt fréttist af þeim félögum. Fúll stjúpi Hæ, hæ, elsku Póstur! Nú verður þú að hjálpa mér því ég er alveg að þrotum komin. Þannig er mál með vexti að mamma og pabbi skildu fgrir nokkrum árum og við mamma fluttum norður í land. Svo trúlofaðist hún öðrum manni en mér finnst hann svo leiðinlegur að ég er alveg að verða brjáluð. Hann er svo latur og lœtur mömmu gera allt, hjálpar henni aldrei við neitt. Ég regni að gera allt sem ég get til að láta eins og hann sé alvörupabbi minn. Þegar ég er að djóka við hann segir hann mér bara að hœtta þessu og verður fúll eins og vanalega. Hann talar aldrei við mig og þegar ég regni að tala við hann þá segir hann bara já eða nei eftir því hvað ég segi. Hann talar llka sjaldan við mömmu. Ég á einn gngri hálf- bróður og við erum stund- um að rífast. Þá verður hann alveg brjálaður og hendir okkur inn í herbergi þó við séum bara að leika okkur og hlœja eitthvað smávegis. Svo er hann líka svo tillitslaus og dekrar alveg hræðilega við bróður minn, þannig að hann er orðinn alveg ofsalega frek- ur og gerir allt á móti mér, níðist á mömmu og hlgðir ekki nema einstaka sinn- um. Maður verður að tala við hann eins og kóng. Ég er ekki nema 13 ára og get því ekki flutt að heiman, en elsku góði Póstur, viltu hjálpa mér því annars verð ég vitlaus. Gerðu það, viltu birtaþetta fgrir mig. Bless. S. fgrir norðan. P.S. Stundum þgkir mér líka vœnt um hann og hann er mjög góður við mig (stundum). Ekki segja að þetta sé einhver unglinga- vitlegsa og lagist með tím- anumþvíþað er ekki satt. Það getur oft verið erfitt að vera til og mörg vandamálin sem koma upp. Unglingar eiga oft í útistöðum við foreldra sína og þá bætir sjaldnast úr skák að vera stjúpbarn. Þá fer oft svo að bæði barnið og stjúpforeldriö fara að kenna því um hvemig ástandið er að ekki er um raun- verulegan skyldleika að ræða. Pósturinn er ekki að afgreiða vandamál þitt sem bara hvert annað unglingavandamál heldur aðeins að benda á að það er ekki víst að ástandið væri neitt öðru- vísi þó aö stjúpfaðir þinn væri raunverulegur faðir þinn og að vandamál þitt er áreiðanlega nokkuð sem fjölmargir ungl- ingar kannast við, jafnvel þótt þeir alist upp hjá báðum for- eldrum sínum. Eins er með yngri systkini. Þeim eldri þykir þau oft fordekruð og frek. Þú segir að þér þyki stundum vænt um stjúppabba þinn og vafalaust þykir þér það alltaf þó hann fari oft í taugarnar á þér. Og Pósturinn efar ekki að honum þykir líka vænt um þig þó hann sé oft að hnýta í þig. Það hjálpar oft að tala hrein- skilnislega og æsingalaust um málið. Hvernig væri að þú og foreldrar þínir settust niður í goöu tomi og rædduö astandið? Þú segir þeim hvað þér finnst leiðinlegt að búa viö þetta. Þú hlustar síðan á hvað þau hafa að segja og síðan reynið þiö í sam- einingu að finna einhverja lausn. Það er ekki víst aö það verði auðvelt að fá pabba þinn til að tala. Reyndu að fá mömmu þína í lið með þér. Undirbúðu þetta vel meö sjálfri þér. En það er ekki víst að þetta beri fullkom- inn árangur. Þú verður hvernig sem allt fer að reyna að vera dugleg stúlka, gera það sem í þínu valdi stendur til að bæta ástandið og umbera það sem ekki verður breytt. 56 Vikan 5. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.