Vikan


Vikan - 27.02.1986, Page 63

Vikan - 27.02.1986, Page 63
Krakkarnir á myndunum heita Pétur Alan Boucher og Kathy Boucher._____________________ Kókoskúlurnar, sem kokkur- inn er með á myndinni, eru alveg ægilega góðar. Það þarf ekki að baka þær og því geta krakkarnir útbúið þær sjálfír. Þau minnstu verða bara að fá smáhjálp við að vigta efnið sem fer í þær. Og hér kemur þá uppskriftin: 3/4 dlmjólk 75 g smjörlíki 185 g flórsykur 250gkókosmjöl 35gkakó Öllu þessu er hrært vel saman. Það er í lagi að nota hendurnar ef þið þvoið ykkur vel áður. Þegar allt hefur blandast vel saman á að búa til litlar kúlur sem síðan er velt upp úr kókosmjöli. Þá skuluð þið raða kókoskúlunum á disk og setja inn í ísskáp svo að þær stífni svolítið. Strákur- inn á myndinni hefur sett kókoskúlurnar í lítil pappírsform - þau fást í mörgum stórmörkuðum - en það er alls ekki nauð- synlegt, þið getið eins raðað þeim á falleg- an disk. Eftir Hólmfríði Benediktsdóttur Myndirnar tók Ragnar Th. Það er ekki mikill vandi fyrir litlar stelpur að útbúa sína eigin skartgripi. I föndur- verslunum og víðar fást plastperlur í mörgum litum. Til að búa til perlufesti, eins og er á myndinni, þarf tvo liti af plastperlum og tvær stærri trékúlur. Þræðið 35 perlur upp á band, trékúluna, 35 perlur, hina trékúl- una og' þá aftur 35 perlur. Nú takið þið hinn litinn af perlunum og þræðið í 35, svo í gegnum fyrri trékúluna, þá 35 perlur og í gegnum seinni trékúluna og síðast 35 perlur. Hnýtið bandið vel saman og þá er komin tvöföld perlufesti. Þið getið haft fleiri trékúlur en verðið að passa að hafa alltaf jafnmargar perlur á milli. Armbönd- in eru úr litlum trékúlum og tréhjörtum sem eru þrædd upp á teygjutvinna. Efnið í þessa skartgripi fékkst í versluninni Litir og föndur í Keykjavík. 1

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.