Vikan

Útgáva

Vikan - 05.06.1986, Síða 50

Vikan - 05.06.1986, Síða 50
D H A U M A R VAKNAÐi GRÁTANDI Kæri draumráöandi. Ég sendi þér hér enn einu sinni draum til ráðningar. Ég var í vinn- unni, það voru allir að hætta og ég átti eftir að þrífa eitt og hálft borð. Ég hugsaði að ég yrði að flýta mér svo ég yrði ekki langt á eftir öllum hinum. Þá sé ég stelpu labba um og litast um eftir ein- hverjum. Ég hugsaði: Er þetta A? Nei, það getur ekki verið, en jú, þetta er hún. Ég labbaði til hennar og heilsaði. Hún var að leita að mér. Hún sagði að hún væri kannski að flytja hingað en hún býr núna í Reykjavík. Mér fannst í draumnum eins og mamma hennar og pabbi væru hér að hugsa um búgarð fyrir einhvern. Hún sagði að hún og kærastinn hennar tækju hugsanlega við bú- garðinum því pabbi hennar og mamma þyrftu að fara. Ég hugsaði með mér að vonandi væri hún með strákana sína með sér, ég gæti vel hugsað mér að passa þann yngri og sá mig fyrir mér með barnið í fanginu úti í búð. Jæja, svo fór hún í símann, mér fannst vera símaborð þarna upp við vegginn. Ég stóð hjá henni í vinnugallanum og hugsaði ekkert um vinnuna sem beið. Hún ætlaði að hringja norður í U að spyrja um syni sína en þeir voru þar i pössun hjá föðurömmu sinni. Hún hringdi og sagði svo: Ingunn (ég veit ekki um neina Ingunni þar) - en svo sagði hún: Nú, já, og lagði á. Svo leit hún á mig og sagði: Mér var sagt að leggja á því það er áríðandi simtal til X. Ég tók upp tólið og sagði halló. Það var mamma mín, hún sagði: X, búðu þig undir slæmar fréttir. Hvað? sagði ég hálfskelkuð. Pabbi þinn er dáinn, sagði hún, læknarnir vita ekki úr hverju hann dó, hann var ekkert veikur, en þeir vita nú hvernig hann hefur verið. Ég fór strax að gráta og sagði: Pabbi minn. A fann strax hvað hafði skeð og tók í höndina á mér. Svo sagði mamma: Það gæti hafa verið kvef í lungunum eða. . . Ég man ekki hvað hún nefndi. En hann á að standa uppi í tvær vikur meðan læknarnir finna út úr hverju hann dó. Við þetta vaknaði ég svo grát- andi. Svo er hér einn stuttur: Ég var nýbúin að eignast barn og ég var viss um að það væri stelpa. Barnið lá á borði og ég stóð upp og fór að gá. Þá lá þarna strákur. Ég sagði: Nei, þetta er strákur! Þetta átti að vera stelpa! Sjáið tippið! Með fyrirfram þökk. 71552 Fyrri draumurinn, sem eðlilega hefur komið róti á huga þinn, er einn af algengustu og sígildustu draumum sem fólk dreymir. Meg- ininntak hans er dauði föður þíns og ekki er hasgt að útiloka að hann sé laus við táknrænt gildi og lýsi einfaldlega áhyggjum þínum af heilsufari hans, en ekki kemur fram hvort þú hefur ástæðu til að hafa þær. Dauði manns i draumi þykir venjulega fyrirboði langlífis hans og eins og margoft hefur komið fram i draumaþættinum er það mikið gæfumerki að gráta i draumi og vakna grátandi. Ing- unnarnafnið er eina táknræna nafnið í draumnum og skiptar skoðanir á hvernig það nafn er túlkað í draumi, en i samhengi við önnur draumatákn erþetta happa- boði i þessu samhengi. Á draumn- um má skilja að þú hafir átt i erfiðleikum og úr þeim sé að ræt- ast um sinn. Seinni draumurinn gæti gefið frekari skýringu á hinum fyrri. í honum kemur fram að þú væntir hins versta og trúir ekki þínum eigin augum þegar þú verður vör við að mál fara á annan og betri veg en þú býst við. Þú kannast ef til vill við máltækið: Böl er þá barn þig dreymir nema sveinbarn sé og sjálfur eigi. GIFTING OG HRÍSGRJÓN Kæri draumráðandi! Fyrir nokkru dreymdi mig draum sem ég man allvel og mér þætti gott að fá ráðningu á. Hann byrj- aði þannig að ég átti að fara að giftast strák sem er bróðursonur pabba míns en allt i einu, þegar átti að fara að gifta okkur, var hann dáinn, ég vissi ekki hvernig en ég hugsaði ekki meira um hann. Síðan ætlaði ég að giftást strák sem er með mér í bekk. Við skulum kalla hann X. Hinn strákur- inn á heima í þorpi rétt hjá þar sem ég bý. X er fjórum mánuðum yngri en ég. Þegar ég átti að giftast X var enginn prestur til staðar svo ég veit ekki hvernig við áttum að giftast. Þá langaði X ekki til þess, enda engin furða því við erum bara 14 ára. Ég tók það ekkert nærri mér. Síðan vorum við (ég og X) stödd úti í sjoppu (við kom- um ekki þangað saman). Þá spurði hann mig hvort við gætum ekki byrjað saman þó við værum ekki gift. Ég hélt það nú. Síðan vorum við komin heim til mín. Við áttum að fara að borða. Áður en við borðuðum skipti ég um föt en hann sat frammi á gangi á meðan. Það var hrísgrjónagrautur I mat- inn. Ég spurði hann hvort hann vildi kakó en hann sagðist vilja grautinn. Ég vildi kakó. Þannig endaði þessi draumur. Ég vona að þú viljir ráða hann fyrir mig. Ég hef aldrei sent þér draum áður, samt dreymir mig næstum því á hverri nóttu. Þess vegna þætti mér vænt um að þú gæfir mér ráðlegg- ingu fyrir þennan draum. Bæ. Ein dreymin. Draumurinn bendir til þess að eitthvað slettist upp á vinskapinn milli þin og þessa bekkjarbróður þíns um skeið. Þessi leiðindi verða þó skammvinn og sennilega á misskilningi byggð. Síðan þróast mál svo að með ykkur tekst mikil og góð vinátta. Ekki er þó líklegt að það verði samband eins og i draumnum. Upphaf þessarar end- urheimtu vináttu má, að því er virðist, rekja tii einhverrar frekar leiðinlegrar heimsóknar hans til þín en síðan ákveðið þið bæði að stíga skref til sátta, þó með sitt- hvorum hættinum verði. Hvað frænda þinn varðar þarftu ekki að hafa miklar áhyggjur af honum, hann kemur ekki draumnum við nema ef til vill á þann hátt að dauði hans er farsælt tákn fyrir hann, sígilt fyrir langlíf/ þess sem deyr i draumi. TVEIR GULLHRINGIR Kæri draumráðandi! Mig dreymdi fyrir nokkru mjög skýran draum sem ég hef mikinn hug á að þú ráðir fyrir mig. Ég var stödd í veislu. Þetta var afmælis- veisla, haldin I skíðaþorpi, að mér fannst, samt var þarna mikill íburður og efnaó fólk. Afmælis- barnið fékk gjöf, það var lítil askja. Þegar hún var opnuð var í henni hringur úr gulli, frekar stór og með bláum steini. Ég dáðist að hringn- um úr fjarlægð. Stuttu síðar fór ég út aó ganga um fjallshlíðarnar þarna I kring. Ég kom að moldar- haug og I honum sá ég að var pakki vafinn inn í brúnan, slitinn umbúðapappír. Ég tók hann upp og tók utan af honum. i honum var lítil askja, svipuð og afmælis- barnið fékk. Áður en ég opnaði hana leit ég yfir fjörðinn og fjalls- hlíðarnar. Þá sá ég afmælisbarnið, unga, dökkhærða stúlku. Hún var að renna sér á skónum niður sprungu með fæturna hvorn sin- um megin við hana. Mér fannst þetta glæfralegt en fór samt að hugsa betur um pakkann. Ég opn- aði öskjuna og I henni voru tveir dásamlegir hringir, annar stór gullhringur, sams konar þeim sem afmælisbarnið fékk nema I mínum augum var hann miklu fallegri. Hann var stór og grafið I hann munstur en í miðjunni var stór glitrandi steinn, Ijósblár og dá- samlega fallegur að mér fannst. Hinn hringurinn var steinlaus og minni, til þess að hafa á litlaputta. Hann var einnig úr gulli og grafið munstur allan hringinn. Mér fannst sem ég yrði að halda þessum fundi mínum leyndum en setti hringana samt á fingurna. Mér fannst ég vera komin inn í bíl nokkru seinna og var með hringinn. Þetta var stór bíll, að mér fannst. Mér fannst einnig að þetta væri bill fyrrverandi vinnu- veitenda minna. Ég sat aftur I og það var ryk og drulla út um allt og bíllinn hossaðist svo mikið að ég missti hringana, mér til mikillar skelfingar. Ég fór að leita, bograði við það, og eftir mikla leit fann ég þann stóra og að mig minnir þann minni líka, en aðallega var ég hrif- in af þvi að finna þann stóra nema hvað hann var allur orðinn ryðg- aður og Ijótur. Ég varð sár og fór að skoða hann betur en við nán- ari athugun fannst mér að ég gæti pússað hann og þá yrði hann eins fallegur aftur. Þá setti ég hann bara á mig og andvarpaði af fegin- leik. H.K. Þessi draumur er fyrirboði tveggja ástarsambanda i framtíð- inni og annað þeirra skiptir þig miklu meira máli en hitt. Bæði eru traust og jafnvel hugsanlegt að þú standir á svipuðum tima i þeim báðum þannig að það valdi þér hugarangri, þó þú takir annað sambandið augljóslega fram yfir hitt. Vera má að einhver sam- keppni verði i þessum ástamálum þínum. En þú munt einhverra hluta vegna ekki rækta þessi sam- bönd sem skyldi og eftil vill vegna þess að þú ert óörugg með sjálfa þig og áhuga hins aðilans. Svo þegar þú gerir þér grein fyrir að það er fyrst og fremst þinu eigin tómlæti að kenna að upp úr er að slitna muntu leggja meira á þig til að halda samböndunum góðum, öðru sennilega sem vinasambandi en hinu sem ástarsambandi, en þú þarft að leggja talsvert á þig til að allt verði jafngott og áður. Þú verður víst að búa við óvissuna um niðurstöðu málsins enn um sinn en það skýrist seinna. 50 VIKAN 23. TBL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.