Vikan - 17.09.1987, Blaðsíða 39
menn eru helst taldir fullþroska til páfadóms
í kaþólsku kirkjunni. Ásmundur var einhver
allra merkasti maður í stéttinni sem ég hef
kynnst. Hann var bæði stórvel gefinn og vel
menntaður en fyrst og síðast mjög vandaður
maður, öðlingur. Og þótt það væru deilur
um hann áður en hann varð biskup þá hjöðn-
uðu þær fljótt því hann var mannasættir og
varð mjög vinsæll. En sjáiði, nú er Jökullinn
að verða albjartur!"
Rögnvaldi hefur orðið tíðlitið út um
gluggann meðan á viðtalinu stendur og er
greinilega stoltur af útsýni sínu og umhverfi.
Hann er líka fróður um sögu sveitarinnar og
sagnir henni tengdar og í beinu framhaldi af
upplýsingum um Jökulinn segir hann sögu
af tjörn og garði sem þarna eru í túnfætinum.
„Tjörnin hér bak við húsið heitir Líkatjörn
og herma sagnir að þegar komið var með lík
til greftrunar, meðan svartidauði geisaði, hafi
enginn maður verið uppistandandi til að taka
gröf svo þrautalendingin var að setja líkin i
tjörnina. Þegar pestinni linnti og átti að flytja
líkin í kirkjugarðinn fundust þau ekki svo þá
var blessað yfir tjörnina. Ég trúi öllum svona
sögum en sumir vilja alltaf búa til skýringar
og eyðileggja með því gamla, góða sagnahefð.
Við Langavatnið, sem er hér ögn vestan við
heimreiðina, eru enn leifar af geysilega mikl-
um garði sem gengur alveg niður í sjó á
Geldinganesi. Þessi garður á að vera kenndur
við Grana nokkurn sem byggði garðinn og
bjó hér á söguöld. Þá lá þjóðvegurinn vestur
nesið eftir ölduhryggnum við vatnið og þar
mun hlið hafa verið á Granagarði hvar Grani
hirti vegtoll af öllum sem um nesið fóru. Þar
kom að einhverjir urðu leiðir á þessu og
hengdu Grana i hliðinu. Síðan var hann husl-
aður þarna undir grjótdys sem siður var að
fleygja í grjóti og flestir hér, sem komnir eru
yfir miðjan aldur, muna eftir Granavörðu.
En þegar þeir fengu jarðýtuna hingað var það
sama uppi á teningnum og annars staðar,
þeir þurftu að sýna mátt sinn og megin og
ryðja vörðunni burt. Þeir sem hafa aðrar skýr-
ingar á sögu þessari segja að Granagarður
hafi átt að vera grannagarður og það á að
þýða að garður er granna sættir. En mér
finnst hin sagan nú betri.
Stundum hef ég verið spurður hvort ekki
sé reimt hér á þessum forna stað sem hefur
verið í byggð alla tíð síðan á söguöld. En hér
mun Ari fróði hafa búið og þeir feðgar Þórð-
ur Sturluson, bróðir Snorra, og Sturla
Þórðarson, fyrir utan fjölda annarra merkra
manna. Ég hef nú gjarnan svarað því til að
hér sé allt morandi af draugum. Við áttum
raunar skyggnan hund sem gélti stundum
ógnlega um nætur að einhverjum hulduverum,
hörfaði undan þeim og réðst að þeim aftur.
Við vissum ekkert hvað þetta var fyrr en okk-
ur var sagt að hér gengi aftur gömul og grá
meri... En auðvitað hef ég heyrt nokkrar
krassandi draugasögur sem sagt er að hafi átt
sér stað hér áður fyrr, en ég held að svoleiðis
sögur fari ekki sérlega vel á prenti. Komum
frekar út og skoðum kirkjuna."
Kirkjan, sem byggð var á árunum 1942-45,
er falleg og vel við haldið. Þar hangir skip í
loftinu sem Rögnvaldi var gefið og honum
„Ég hef oft spurt Guð
minn aðþvíhvers vegna
hann hafi gert mig að
presti,þennan skelfilega
mann. “
fannst myndi prýða kirkjuna - sem það og
gerir.
„Þessi predikunarstóll er frá því öðru hvor-
um megin við 1700 og er nýuppgerður af
Frank Ponzi. Altaristaflan er gerð árið 1983
og er eftir sænskan listamann, Lars Hofsjö.
Hún sýnir víðáttumikið haf, einmana mann
á litlum árabáti, óveður í aðsigi, og lýsir þann-
ig smæð mannsins gagnvart höfuðskepnunum
en hefur einnig breiðari merkingu. Svo er hér
legsteinn frá 1690 sem var í gömlu kirkjunni
en varð eftir í garðinum þegar nýja kirkjan
var byggð. Og þegar við fluttum hann inn
aftur fyrir tíu árum lá hann undir skemmdum.
í hornunum eru myndir af guðspjallamönn-
unum og svo er hann settur latínuletri í
minningu Sigurðar Sigurðssonar, prófasts hér
á Staðastað. Og hér fyrir utan kirkjuna er
minnisvarði um Ara fróða sem er talinn fyrsti
prestur á Staðastað og hefur sennilega skrifað
Islendingabók hér. Minnisvarðann teiknaði
Ragnar Kjartansson, fyrrum prestssonur hér
á staðnum.“
Yfir seinna kaffinu hjá þeim prestshjónum,
Rögnvaldi og Kristínu, hraut fram á varirnar
spurning um hvað sveitaprestur hefði svo fyr-
ir stafni þegar ekki er verið að sinna kirkjuleg-
um embættisverkum eða búskapnum.
„Það er alltaf nóg hægt að hafa fyrir stafni.
Búskapurinn tekur auðvitað sinn tíma á sumr-
in. Við höfum um sextíu ær, hund og kött.
En þá er ekki allt talið því höfuðstofninn er
eftir - æðarkollurnar í Gamla hólma. Það er
sá hluti búskaparins sem við erum hrifnust
af og veitir öllu meiri ánægju en flest annað.
Það getur orðið mjög gestkvæmt yfir sumarið
þegar fólk kemur hingað gjarnan í stærri og
smærri hópum til að skoða kirkjuna. Svo er
veiði í Staðará og Vatnsflóanum sem gaman
er að dunda við á björtum sumardögum. Á
veturna gefst möguleiki á að sýsla við ýmis-
legt, fyrir utan prestsstörfin og annað sem upp
á kemur, ég hef til dæmis þýtt nokkrar bækur
og svo er alltaf hægt að lesa eitthvað eða
skrifa. Nú, svo hef ég fengist við kennslu í
líklega yfir tuttugu ár þegar allt er talið. Kon-
an mín er annars aðalþýðandinn og aðalkenn-
arinn í Ijölskyldunni. Ætli hún hafi ekki þýtt
einar átján eða tuttugu bækur og verið með
fulla kennslu hér á Lýsuhóli frá því við kom-
um hingað, fyrir utan það að vera húsfreyja
og oddviti sveitarinnar.
En nú fer sjálfsagt að líða að því að maður
flytji burt og setjist í helgan stein eins og ég
sagði. Vissulega verður erfitt að mörgu leyti
að fara héðan en við erum orðin fá eftir á
heimilinu, bara yngsti drengurinn eftir af sjö
börnum okkar Kristínar. Raunar á ég níu
börn i allt, tvö af fyrra hjónabandi. Mér finnst
ótrúlegt að ég sé búinn að vera prestur öll
þessi ár, ég sem hafði geig af þessu starfi og
gat hreint ekki hugsað mér að standa yfir
moldum manna og taldi mig á flestan hátt
vanbúinn til prestsstarfsins þegar ég var vígð-
ur. En enginn má sköpum renna. Það hafa
greinilega átt að vera örlög mín að verða
prestur. Ég hef oft spurt Guð minn að því
hvers vegna hann hafi gert mig að presti,
þennan skelfilega mann. Hann hefur nú litlu
svarað. En kannski er að renna upp fyrir mér
nú í elli minni að það þarf líka menn eins og
mig í þetta starf,“ segir þessi ágæti prestur á
Staðastað, sá 46. í röðinni frá Ara fróða.
Rögnvaldur Gauti í heimsókn hjá afa og nafna.
38. TBL VIK A N 39