Vikan


Vikan - 17.09.1987, Page 46

Vikan - 17.09.1987, Page 46
Vikan — böm Einu sinni voru konungur og drottning í ríki sínu... Hér kemurframhaldið af sögunni í síðasta blaði. Sagan er um tvœr postulínsbrúður, kóng og drottningu, sem lifna við á nœturnar og lendaþá íýmsum œvintýrum. í Lækjargötunni var töluvert af fólki. Margir voru að koma úr ellefubíó og aðrir voru á heilsubótargöngu fyrir svefninn. Litlu skötuhjúin skutust á milli fólks- ins og komu sér í öruggt skjól upp við hús. Það var gaman að horfa á mann- fólkið. Þeir sem voru að koma úr bíóinu voru ennþá að japla á poppkorni. Marg- ir þeirra voru líka hálfskrítnir í framan, hafa líklega verið að horfa á hryllings- mynd. Það er nú ekki gott, svona rétt fyrirsvefninn. Þarna kom ógurlega ástfangið par gangandi. Þau tóku nokkur skref í einu, staðnæmdust og kysstust, nokkur skref og kysstust meira og svo framvegis. Kóngurinn nennti ekki að horfa á þetta kossastand og dró drottninguna sína af stað. Búðargluggarnir voru al- deilis spennandi. Skólarnir voru nýbyrj- aðir og í gluggum ritfangaverslunarinn- ar var allt fullt af fallegum skólavörum, pennaveskjum, skólatöskum, bókum og skrítnu og skemmtilegu smádóti. „Þetta þætti Gullu gaman að fá,“ sagði drottn- ingin og benti á stóran litakassa. í næsta búðarglugga voru undirföt og magabelti og þar við hliðina var stór gluggi á leikfangaverslun. Kóngur og drottning námu staðar og störðu hug- fangin inn um gluggann. Mikið var allt fallegt þarna inni, yndislega fallegar brúður, bangsar, bílar og heilu dúkku- húsin með húsgögnum. Þarna voru Barbídúkkur með ótrúleg- ustu þægindi, sundlaug hvað þá heldur ÉÉÍÉíSlH Baðtími. 46 VIKAN 36 TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.