Vikan


Vikan - 17.09.1987, Page 49

Vikan - 17.09.1987, Page 49
Megrunarkúr Bo Derek Bo borðar mikið af nautakjöti sem sérfræðingar telja ekki heppilega fæðu fyrir þá sem þurfa að halda sér grönn- um en Bo segist ekki trúa að nautakjöt sé óhollt. „Ég er mjög vinnusöm manneskja og þarf mikið af próteinum og þau fæ ég úr nautakjöti. Dagsdaglega borða ég mikið af ávöxtum oggrænmeti. Þegar ég þarfað léttast finnst mér miklu betra að setja saman mína eigin kúra en fylgja megrunarkúrum sem byggjast á því að borða einhæfa fæðu. Ég fylgi þeirri meginreglu að forðast fitu eins og heitan eld. A yngri árum var ég vön að hakka i mig súkkulaði. Ég fitnaði náttúrlega og varð að velja á milli þess að verða með tímanum að spikhlussu eða láta af súkkulaðiátinu. Ég lærði líka að matbúa og las mér til um næringarefnafræði. Öll hreyfing er afhinu góða, sjálf hef ég verið í lyftingum og leikfimi. Það nýjasta hjá mér er að læra ballett. Mér frnnst ballett alveg ofsalega skemmtilegur og hann styrkir og fegrar líkamann. Að endingu ætla ég að gefa ykkur uppskrift að nýjasta megrunarkúrnum mínum. Það á náttúrlega ekki að borða allt sem er á seðlinum í hvert mál heldur á að velja sér einn rétt.“ Morgunverður: Grapesafi og músli með mjólk eða egg og beikon. Ef svengd gerir vart við sig, þegar líða tekur á morguninn, skal eitt af þessu þrennu snætt: gulrót, sellerí eða hálfur bolli af hnetum. Hádegi: Túnfísksalat, kjúklingasalat eða heit tortilla með brædd- um osti, græmetissalat eða tærar kjúklinga- og kjötsúpur með grænmeti og bræddum osti. Um miðjan daginn er svo gott að fá sér gulrót, sellerí eða nautakjötsflís. Kvöldverður: Ofnsteikt eða grillað nautakjöt, bakaðar kartöflur, salat, ávaxtasafi, pasta með tómatsósu og osti, pitsa með græn- um pipar, tómötum, sveppum, pepperoni og osti, fiskur með grænmeti, köld nautatunga með grænmeti og sósu úr sýrðum rjóma og tómatsósu. 38. TBL VIKAN 49

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.