Vikan


Vikan - 12.11.1987, Page 11

Vikan - 12.11.1987, Page 11
TEXTI: MAGNÚS GUÐMUNDSSON Ríkismat sjávarafurða þorir ekki að birta úttektar- skýrslur opinber- lega af ótta við að setja hagsmuni fiskútflytjenda 1 stórhættu, ef keppinautar Islendinga erlendis kæmu höndum yfir þær Gegndariaus soðaskapur og kæruleysi Niðurstöður skýrslu Ríkismats sjávarafurða: Meirihluti frystihúsa óhæfur til matvælaframleiðslu! Ástand fiskvinnslunnar á íslandi er svo hörmulegt, að meirihluti hraðfrystihúsa í landinu er tæpast hæfur til að framleiða matvæli! Sóðaskapurinn og kæruleysið í meðferð dýrra hráefna er víða svo gegndar- laust að það stefnir undirstöðu þjóðarbús- ins í alvarlega hættu. Þetta má lesa út úr skýrslu, sem unnin hefur verið af Ríkismati sjávarafurða undan- farið. Skýrslan sýnir ótvírætt að fjöldi fisk- framleiðenda ætti að snúa sér snarlega að öððrum störfum, þar sem minni hætta er á að þeir valdi þjóðarbúinu skaða. Lýsingar matsmanna ríkisins á ástandinu i fjölda frystihúsa eru svo mergjaðar að enginn sem sæi þær á prenti léti sér detta í hug að kaupa framar íslenskan frystihúsa- fisk til matseldar! Þau hraðfrystihús sem verst komu út úr rannsókninni hafa fengið alvarlegt tiltal frá Ríkismatinu, sem hefur einnig boðað tii fundar með fiskfram- leiðendum í næstu viku vegna málsins. Þótt starfsfólk Ríkismats sjávarafurða tali tæpitungulaust um ástandið í þröngum hópi þorir það ekki að birta úttektarskýrslur matsmannanna opinberlega, af ótta við að hagsmunir fiskútflytjenda yrðu í stórhættu ef keppinautar erlendis kæmu höndum yfir þær, upplýsa heimildir Vikunnar. Ríkismat sjávarafurða hefur hins vegar gefið út aðra skýrlslu, þar sem reynt er að fara mildari orðum um ástandið og línurit- um hefur verið fagmannlega breytt, svo ekki beri jafnmikið á hinum neikvæðu þáttum út- tektarinnar. Nafngift hinnar fegruðu skýrslu á forsíðu bendir heldur ekki til að mikið sé að, þar sem hún er hreint öfugmæli við inni- haldið. Skýrslan nefnist Fiskvinnsla til fyrír- myndar! VIKAN 11

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.