Vikan


Vikan - 12.11.1987, Page 20

Vikan - 12.11.1987, Page 20
Beatleslöghi á geisladiskum H a z r - skipa efstu sæti vinsældalista yfir geisladiska ■ Undanfarna mánuði hafa Bítlaplötumar verið að koma út á geisladiskum, hver á fætur annarri, og hafa þessir diskar selst mjög vel. Strax í fyrstu viku hafa diskarnir skipað efstu sæti vinsældalista yfir geisladiska. Núna eru síðustu plötur þessar- ar sívinsælu hljómsveitar að líta dagsins ljós á diskum. Það eru Abbey Road og Let It Be, þannig að nú geta bítlaaðdáendur feng- ið allar bítlaplöturnar á diskum. bítiil hefur hljóðritað nýja breiðskífu sem búið er að bíða lengi eftir. Fyrsta smáskífulagið heitir Got My Mind Set On You og siglir það hratt upp listana bæði í Bretlandi og í Bandaríkj- unum. ■ Stórhljómsveitin Super- tramp hefúr nú sent frá sér nýja plötu sem ber nafnið Free As A Bird. Fyrsta smáskífúlagið heitir I’m Beggin You. ■ Hljómsveitin ABC sendi nýverið frá sér plötuna Alpha- bet City sem inniheldur m.a. lögin When Smokey Sings og The Night You Murderd Love. Platan hefur fengið mjög góðar viðtökur og segja menn að hljómsveitin sé nú að endur- heimta þær vinsældir sem hún öðlaðist með útgáfu fyrstu plötu sinnar The Lexicon Of Love. Það má svo geta þess fyrir þá sem hafa gaman af 12 tommu útsetningum að áðurnefnd lög eru í breyttum útgáfum á geisla- diskum og þá sem viðbót. ■ Það kannast örugglega margir við söng- og leikkonuna Cher af hvíta tjaldinu en hún leikur t.d. eitt aðalhlutverkið í kvikmyndinni Witches of East- wick. Hún hefur nú sent ffá sér lag á smáskífu sem heitir I Fo- und Someone. ■ Billy Joel hefur nú gefið út hljómleikaplötu eftir förina til Sovétríkjanna. Þar er að finna mörg af bestu lögum kappans. lagið sem valið hefur verið á smáskífu til að fylgja plötunni eftir er þó ekki eftir hann sjálfan heldur er það gamla Lennon og McCartney lagið Back In The USSR. íslenskar hljómplötur streyma á markaðinn ■ Þegar jólin nálgast þá streyma íslenskar hljómplötur á markaðinn og hafa nú þegar nokkrar litið dagsins ljós og enn fleiri eru á leiðinni. ■ Bergþóra Ámadóttir hef- ur nýlokið við gerð plötunnar í seinna lagi og er hún væntanleg í verslanir eftir 3 til 4 vikur. ■ Kvöld við lækinn heitir plata sem kemur út núna seinni hluta nóvember mánaðar en þar er að finna lög eftir Jóhann 20 VIKAN Helgason. Þau sem koma fram á plötunni auk Jóhanns eru þau Halla Margrét Árnadóttir og Kristinn Sigmundsson. ■ Ríó Tríó ætlar að vera á þjóðlegu nótunum um jólin en nýja platan þeirra ber einmitt nafúið á þjóðlegu nótunum og ætti landinn að geta tekið vel undir með þeim félögum. ■ Bjartmar Guðlaugsson hefur lokið við plötuna í fýlgd með fullorðnum og ættu út- ■ George Michael hefur lok- ið við sólóplötu sína Faith. Titil- lagið kom nýlega út á smáskífu og hefur fengið frábærar viðtök- ur og má búast við að platan eigi eftir að seljast í milljónum ein- taka um heim allan. ■ Fyrirliði Roxy Music í gegn- um árin, Brian Ferry.hefúr gef- ið út nýja breiðskífu sem heitir A Bete Noire. Lagið sem valið hefur verið á fyrstu smáskífuna ber nafnið The Right Stuff og er þegar farið að setja mark sitt á erlenda vinsældarlista. ■ Hljómsveitin Men With- out Hats sem gerði allt vitlaust fyrir nokkrum árum með laginu Safety Dance hefur nú sent frá sér nýja breiðskífú sem heitir Pop Goes The World. Titillag plötunnar á að þykja nokkuð smellinn söngur. ■ Að lokum nokkur lög sem komin eru út eða eru að koma út á smáskífum. Whitney Houston og lagið So Emotional. Bob Dyl- an og lag úr kvikmyndinni He- arts Of Fire. lagið heitir The Usual. Pseudo Echo og Living In A Dream. Suzanne Vega og Gypsy. L.L. Cool J og lagið Go Cut Creator Go. Jonathan Butl- er og Holding On. The Style Co- uncil og lagið Wanted. Earth Wind And Fire og glænýtt lag sem heitir System Of Survival. Errol Brown og Body Rockin. Jesus And Mary Chain og lagið Parklands. varpshlustendur að kannast við lagið um Járnkarlinn hann Árna þar sem Eiríkur Fjalar syngur hástöfum með Bjartmari. ■ Dúbl í horn heitir nýja plata Greifanna sem kemur út seinnipart nóvember mánaðar. Það má svo geta þess að Dúbl í horn ásamt flestum öðrum ís- lenskum plötum verður gefin út á geisladiski. ■ Gunnar Þórðarson ætlar að senda frá sér nýja plötu upp- úr mánaðamótum og hefur hann valið henni nafnið í loft- inu. ■ Laddi er á leiðinni með nýja plötu sem ætti aö koma í verslanir í byrjun desember og um svipað leyti kemur út ný plata frá Model flokknum sem flutti okkur lagið Lífið er lag. ■ Að lokum skal nefna tvær jólaplötur sem hafa að geyma flesta af okkar bestu poppurum. Önnur heitir Jólastund og eru flytjendur m.a. Ríó Tríóið, Eirík- ur Hauksson, Bjartmar Guð- laugsson, Eyjólfur Kristjánsson, Stuðkompaníið og fleiri. Hin heitir Jólagestir og er úrval lista- mannanna ekki síðra en á þeirri fyrrnefndu. Þar koma fram Björgvin Halldórsson, Egill Ólafsson, Halla Margrét Árna- dóttir, Ellý Vilhjálms og margir fleiri. Helgi Rúnar Óskarsson

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.