Vikan


Vikan - 12.11.1987, Blaðsíða 25

Vikan - 12.11.1987, Blaðsíða 25
Gorbatsjoff veriur ríkur GorbatsjofiF er kominn í hóp metsöluhöfunda heimsins. Bók hans, Perestrojka, kemur út í mörgum löndum þann 18. nóvember nk. Sá útgáfudag- ur var ákveðinn fyrir nokkru og gildir alls staðar þar sem Perestrojkan kemur út. Bókaútgáfan Iðunn gefur bókina út hér á landi. Vikan fór fram á að fá að gægjast í innihaldið og birta nokkur vísdómsorð hins sovéska flokksformanns í þessu tölublaði. En — nei! Af og ffá, sagði Gorbatsjoff, enginn fær að frétta af hinnihaldi bókarinnar fyrr en þann 18. Hvers vegna? spurðum við. Bara, sögðu Rússarnir, og þar við sat. Staðreyndin var hins vegar sú, að í mörgum löndum eru dagblöð farin að birta langa úrdrætti úr Perestrojkunni — en hafa þá keypt birtingarréttinn dýrum dómum. Rússar eru engir apakettir þegar viðskipti eru annars vegar. Við skulum bara vona að þessi harða sölumennska þegar hugleiðing- ar leiðtogans eru annars vegar, rugli þá ekki í glasnostinu. Dagens Nyheter í Svíþjóð keypti birtingarrétt á úrdrætti úr Perestrojku. Þar kemur margt fróðlegt fram og greinilegt að þegar fjölmiðlar uppgötvuðu að sovéski foringinn hafði ekki sést á ferli í margar vikur í sumar, þá hefur hann setið með hönd undir kinn og skrifað með vísifingri hægri handar á sína rússnesku ritvél — skrifað margt skemmtilegt. — Eftir að glasnost (= opnara samfélag, opnari umræða) okkar hófst, hefur ástandið í Sovétríkjunum um margt farið að minna á andann sem Gorbatsjoflf á einum stað. Fólkið fínnur að breyt- ingar eru í aðsigi og að tekinn hafa verið upp ný vinnubrögð. Sovésk nýbyltingin eða menningarbyltingin á fátt sameiginlegt með byltingunni 1917. Hún er raunar sérstök meðal byltinga, vegna þess að hún byrjar í sölum valdhafa, byrjar í kremlarmúrnum en ekki á götunni eða út til sveita. - Við viljum lesa og heyra álit verkamanna, listamanna, kennara og vísindamanna, segir Gorbatsjoflf. - Lesendabréfin í dagblöðunum eru miklu meira virði heldur en löng grein eftir atvinnuskríbent. Gorbatsjoflf birtir svo í bók sinni fjöldann allan af bréfum sem honum hafa borist víðs vegar að úr Sovétríkjunum þar sem fólk ræðir við hann um pólitík og trúmál. — Ég er trúaður kaþóliki, skrifar nafngreindur maður í Tallin, — ég biðst fyrir í kirkjunni minni á hverjum sunnudegi frá klukkan átta til þrettán. Ég bið fyrir þér, Mikhael Sergeivitsj. Gorbatsjoflf mun væntanlega eiga von á álitlegri fúlgu í höfundarlaun. Spurningin er hvort forlög á Vesturlöndunum senda honum ávísanir austur í Kreml. Eða hvort hann verður að sækja sín laun hingað út. Rússar eru ekki aðilar að alþjóðasamþykktum um höftindarlaun. Þannig verða þeir vestrænu höfundar sem bækur eru geflnar út eftir Sovétríkjunum, að fara austur eigin persónu og eyða sínum launum innan landamæra glasnost-landsins. Þeir mega taka rúblurnar með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.