Vikan - 12.11.1987, Side 27
sig við færiböndin í sláturhúsun-
um eða við traktora í sveitum til
að mótmæla ofiframleiðslu og
háu verði á kindakjöti eða jafn-
vel hana Bryndísi til að mót-
mæla sköttunum hans Jóns
Baldvins. Hætt er við að soðið
gæti þá upp úr og það yrði eng-
um til góðs. Enginn myndi
hagnast nema kannski fjölmiðl-
arnir.
Meira að segja íþróttamenn
og unnendur þeirra eru ekki
stikkfrí í friðsamlcgum sam-
skiptum. Tvö íslensk íþrótta-
félög fengu sektir vegna ærsla-
fullrar framkomu. Áhorfandi
ætlaði að hafa í frammi friðsam-
leg mótmæli og fleygði öldós,
vonandi tómri, í höfúðið á er-
lendum leikmanni. Petta þótti
ekki friðsamlegt.
Líklega telja margir að frið-
samleg mótmæli af öllu tagi séu
hluti af lýðræðislegum rétti.
Vandinn er hins vegar sá að
halda öUum hasar og þvargi inn-
an hóflegra marka. Það er sitt-
hvað að vera frumlegur eða
ffumstæður í þeim efinum. í því
felst reyndar allur vandinn.
Við skulum hins vegar ekki
vanmeta þvargið í friðsamlegum
tilgangi. Líklega myndu hinir
mörgu fjölmiðlar ekki þrífast ef
menn hefðu ekki lag á að þvarga
svolítið fyrir sínum rétti og
málstað, því að auðvitað hafa all-
ir rétt fyrir sér að einhverju
leyti. Hnefasteytingar án kjafts-
högga eru auðvitað nauðsynleg-
ur táknrænn tjáningarmáti sem
ekki má missa sig í hita leiksins.
Þó að við íslendingar séum
heldur þrasgjarnir og óffiðsamir
í orði kveðnu, þá erum við lík-
lega, þegar allt kemur tU alls,
skömminni skárri að mörgu
leyti en flestar aðrar þjóðir.
í stað þess að menn áður fyrr
skoruðu andstæðinga sína á
hólm og útkljáðu deUur sínar
með sverðum, þá hafa menn
með tilkomu nýrrar tækni tekið
upp þrætubókarlist. Hugarfarið
hefúr líklega ekki breyst mikið
en nýja tæknin er hreinlegri og
án blóðs. Hins vegar má sterk-
lega hafa í huga að ærumeiðing-
ar og sálartjón verður ekki rakið
til ofbeldismanna og er það
miður.
Þrátt fyrir allt er þó mest af
þvarginu eins og útsynningur-
inn sem getur svo sem verið
nógu slæmur þó hann valdi,
einn sér, sjaldnast miklu tjóni.
Augasteinar
foreldra sinna
Rajiv Gandhi, forsætisráð-
herra Indlands, á ekki sjö
dagana sæla. Síðustu vancla-
mál hans eru vegna afskipta
Indverja af innanlandsóeirð-
um á Sri Lanka. Gandhi þarf
að berjast á tveim vígstöðv-
um í þvi máli, í byssustríði á
Sri Lanka og í áróðursstríði
heima fyrir. Hann mun
þurfa á öllu sínu að halda. 1
vaxandi mæli spyrja menn
sig hvort hann valdi embætt-
inu.
Þegar Gandhi tók við tigninni
hafði hann ekki sýnt aðra hæfi-
leika til embættisins en þá að
vera sonur móður sinnar. Ind-
verjar eru hlynntir ættarveldi.
Þeir reikna með að afkvæmin
beri eiginleika forfeðra sinna.
Þeir trúðu því að sonur Indiru
og barnabarn Nehrus gæti ekki
brugðist í forsætisráðherra-
embættinu. Vonandi verður
þeim að þeim óskum sínum.
Rajiv Gandhi er af þjóð sinni
álitinn góður maður. Það var
yngri bróðir hans Sanjoy hins
vegar ekki. Hann var hataður
jafnt af háum og lágum. Kring-
um hann þreifst spilling og of-
beldi. Förunautar hans voru
þjófar og illmenni. En hann var
sonur móður sinnar og í hennar
skjóli gekk hann ffarn í grimmd.
Hann var fáum harmdauði þegar
hann fórst í flugslysi í Nýju
Delhi árið 1980.
Börn indverskra stjórnmála-
manna eru gerð að umtalsefhi í
grein í nýlegu hefti tímaritsins
South. Þar segir að fjöldi
indverskra stjórnmálamanna
safini nægum auði í embætti til
að halda fjölskyldum sínum
uppi í marga ættliði. Indverjar
segja sjálfir: „Spillingu stjórn-
málamannsins má sjá af ríki-
dæmi barna hans.“
Illa fengnir peningar væru sök
sér ef þeir væru aðeins notaðir
til að kaupa hús og hraðskreiða
bíla. En peningunum fylgja völd
og völdunum fylgir misferli.
Stjórnmálamennirnir geta orðið
slæmir, en þeir bera þó ábyrgð
gagnvart yfirvöldum og kjós-
endum.
Börn þeirra hafa hins vegar
Þegar Rajv
Gandhi tók vlð
forsætisráðherra-
stólnum á
Indlandi hafði
hann ekki sýnt
aðra hæfileika
en þá að vera
sonur fyrrver-
andi forsætisráð-
herra, Indiru.
völdin án ábyrgðarinnar og
virðast ofit utan laga og réttar.
Þau hafa verið staðin að morð-
um og ránum án þess að þurfa
að standa reikningsskil gerða
sinna. Sonur ráðherra nauðgaði
skólastúlku í Delhi. Stúdentar í
háskóla þar efindu til verkfalls
því þeim þótti einsýnt að piltur-
inn slyppi við refeingu vegna
stöðu förður síns.
í Suður-Indlandi stöðvaði
þjóðgarðsvörður bifreið, sem
ók þar í óleyfi um miðja nótt.
Ökumaðurinn, sem var sonur
ráðherra, barði vörðinn og lim-
lesti með aðstoð félaga sinna.
Þeir voru aldrei látnir svara til
saka.
Ættarveldið er þungbært
þessari merku þjóð. Án peninga
og valda kemst enginn neitt.
Greindur og duglegur sonur,
sem fæðist í valdaleysi og fátækt,
deyr valdalaus og fátækur, án
þess að hæfileikar hans nýtist
honum sjálfum eða þjóð hans.
Heimskur og illgjarn sonur
valdamannsins getur hins vegar
komist til æðstu metorða.
Cuðmundur
Einarsson
ÚTLÖND
Greininni í South lýkur með
þeim orðum að efitirlæti, auður
og metnaður stjórnmálamanna
fyrir hönd sona sinna geti af sér
skrímsli, sem nærist á völdum
þeirra en láti aldrei að stjórn
þeirra.
Undantekningarnar séu Rajiv
Gandhi og börn Shastris, sem
var forstætisráðherra 1964—66.
Ljótt er að heyra.
VIKAN 27