Vikan


Vikan - 12.11.1987, Síða 34

Vikan - 12.11.1987, Síða 34
Sambcmd sjúldings oglælmis í læknisfræöinni eykst stöðugt fjöldi námsgreina og umfang þeirra sem fyrir eru eykst aö sama skapi. Eðlilega eru því takmörk sett hve mikið námsefni menn geta numið á sex árum. Fræðilega séð mætti segja að læknisfræðinámið hér á landi, að minnsta kosti hið bóklega, sé tæknilegt. Siðfræði er ekki kennd sérstaklega i læknadeild HÍ. Ýmislegt það, sem hverjum útskrifuðum læknakandídat er nauðsynlegt vegarnesti, verður hann að læra af sjálfum sér. Þar á ég við að þekkja sjálfan sig, þekkja sjúklinginn og samspilið þarna á milli. Björn Logi Björnsson læknir HEILSA fslenskir læknanemar eru þó svo vel settir, að í náminu hér á landi fást þeir allnokkuð við sjúklinga upp á sínar eigin spýt- ur og kemur það sér vel í þessu sambandi. Eftir nám í lækna- deild hef ég unnið í fimm ár sem læknir og er sumt það, sem ég hér rita, fengið af þeirri reynslu. Aðrar heimildir eru fræðigrein- ar úr læknaritum, sem byggjast á rannsóknum. Sjúklingur ákveður að fara til læknis Yflrleitt hugsar maður sig vel um áður en maður ákveður loks að fara til læknis. Við lítum á okkur sem heilbrigðar verur og finnst það svo sjálfsagt, að við hugsum ekki einu sinni um það. Það eru því töluverð umskipti að líta allt í einu á sig sem sjúk- an einstakling. Ein algengasta ástæðan er verkur. Önnur ástæða er brostin aðlögun að vinnu, fjölskyldulífi, íþróttum o.s.frv. Nú á síðari tímum er þekking á vissum sjúkdómum, t.d. krabbameini, stóraukin. Mönnum bregður í brún og fyllast ótta við að frnna hjá sér hugsanleg byrjunareinkenni þess. Svo er að manna sig upp, fara yfir það í huganum hvernig maður ber upp umkvörtunar- efnið og ímynda sér hverjar af- leiðingar það getur haft. Margir hætta við og fresta því að fara til læknis. Ástæðan getur verið sú, að slíkt myndi særa sjálfstæðis- og hreystiímyndina. aðrir kvíða fyrir því að heyra úrskurð læknisins. Valið stendur fyrst á milli heimilislæknis og sérfræðings. Það virðist eðlilegt að álykta, að sérfræðingur hljóti að vita mest um málið. Vitanlega er það rétt, að sérfræðingur í tilteknu líf- færakerfi heftir, í gegn um sína menntun og daglegu þjálfun, meiri þekkingu á því heldur en heimilislæknirinn. Sjúklingurinn getur, með því að leita beint til sérfræðings, komist í bestu hendur. En stundum er val sjúklings- ins óheppilegt. Tökum dæmi um verk í ofanverðum kviði. Hann getur átt uppruna sinn í lungum, hjarta, nýrum, hrygg, mænu, meltingarfærum og víðar. Er það ekki svolítið undir hælinn lagt hvort sjúklingurinn ratar á „rétta“ sérfræðinginn undir þessum kringumstæðum? Því má ekki gleyma að heimilis- læknirinn er sérfræðingur í að greina þarna á milli og að sjálf- sögðu er honum það ljúft, geti hann ekki leyst málið sjálfúr og um það semst, að vísa sjúklingn- um til sérfræðings í viðkomandi sjúkdómi. Þar að auki er hagstætt, jafnvel nauðsynlegt, að einn og sami læknirinn hafi yfirsýn yflr öll heilsuvandamál sjúklingsins. t sumum löndum tíðkast að sérfræðingar eru ein- ungis ráðgefandi aðilar en heim- ilislæknirinn tekur í samráði við sjúklinginn allar ákvarðanir. Að panta tíma Til að þú, lesandi góður, fáir sem besta læknisþjónustu skaltu panta tíma hjá lækninum frekar en ræða við hann í síma. Góða læknisfræðilega ráðgjöf er tæp- lega hægt að veita á hlaupum á spítalagangi, í síma, á götu eða í veislu, svo eitthvað sé nefnt. Læknirinn þarf að gefa sér tíma til að fara í gegnum öll gögn varðandi heilsu þína og sjúkra- sögu áður en hann tekur ákvörðun. Ef læknaritarinn „treður þér inn á milli“ sjúklinga á stofúna er heldur ekki von á góðu, því læknirinn getur þá átt það til að vera önugur, draga fljótfærnislegar ályktanir og gefa þér minna af sér en þú átt skilið. Þetta Iögmál er ótrúlega seigt, þótt læknirinn sé allur af vilja gerður og forðist í lengstu lög að gera nokkuð sem kynni að draga úr góðu trúnaðarsam- bandi. Viðtalið Til að greiða fyrir árangurs- ríkri ráðgjöf og lækningu skaltu áður gera þér grein fý'rir ein- kennum sem þú hefur og öðr- um atriðum sem máli skipta. „Ég er með kvef.“ Þögn. Þetta er dæmi um Iélega nýt- ingu á tíma þínum og læknisins. Segðu frá því hvenær kvefið byrjaði, hvar þú finnur fýrir því (í nefi, andliti, háisi, bak við bringubeinið), hvernig slímið er á litinn, hvort þú hetúr hita. 80—85% af sjúkdómsgreining- um fást í viðtalinu sjálfu, ekki í skoðuninni eða með rannsókn- um. Skoðunin Slakaðu alveg á, vertu eðli- leg(ur) og láttu lækninn segja hvað þú þarft að gera til að auð- velda skoðun. Árangurinn veltur á því hvort þú skilur hvað læknirinn er að fara. Gættu þess að fá að heyra um álit hans og fý'rirætlanir varðandi rannsóknir, greiningu og meðferð. Hann vill gjarnan ræða um þessa hluti og er annt um að vel fari á með ykkur. Ef tímaáætlunin er að fara úr bönd- unum (þú ert búin(n) að kynna þér hversu langur tími þér er ætlaður) skaltu bjóðast til að koma seinna. 34 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.