Vikan


Vikan - 12.11.1987, Page 35

Vikan - 12.11.1987, Page 35
Meðferð bregst Ef lyfið heíur aukaverkanir, einkennin hverfa ekki, gifsið meiðir þig eða eitthvað álíka hendir þig, skaltu hafa samband við lækninn þinn. Læknislistin er ekki hrein raungrein. Engir tveir sjúklingar eru eins. Það, sem einum reynist gott, getur öðrum reynst gagnslítið eða þaðan af verra. Hver lækningar- aðferð miðast við meðalsjúkl- inginn og þú ert kannski enginn meðalmaður í vissu tilliti. Lækn- um verða líka á mistök. Gruni þig slíkt skaltu hafa samband við hann, en mundu að hann er mannlegur og aðgát skal höfð í nærveru sálar. Sé ráðist á mann, snýst hann oft öndverður við, ekki satt? Byrjaðu ekki á því að klaga hann. Fáðu heldur leið- réttingu frá honum. Nokkrir punktar úr rannsóknum á sambandi sjúklings og læknis • Langflestir sjúklingar vilja gjarnan ræða persónulegar að- stæður í víðu samhengi. • Þunglyndi fer ótrúlega oft fram hjá heimilislækni í viðtali. • Það fer einna mest í taug- arnar á sjúklingum ef þeir þurfa að bíða lengi á biðstofum lækna. • Nálægt helmingur sjúkl- inga hefur engin tilfinnanleg teikn um sjúkdóm þegar læknir- inn skoðar. Margir koma ein- faldlega til að tala við einhvern sem þeir treysta og getur veitt þeim huggun. • Flestir þeirra sem leita til læknis vegna fjölskyldu- og sam- búðarerfiðleika vilja halda sambandi við heimilislækninn í gegn um meðferðina fremur en að fara alfarið til sérfræðinga. • Læknar geta haft veruleg áhrif til breytinga á lífsstíl sjúklinga sinna. • Læknar ættu að hafa fjöl- skyldu sjúklings með í viðtölum þegar banvænn eða örkumlandi sjúkdómur er annars vegar. • Sjúkrahússlæknar gefa oft- ar en heimilislæknar ófúllnægj- andi upplýsingar um sjúkdóma. • Sjúklingar kvarta yfirleitt um að þeir fái of litlar upplýs- ingar, sjaldan hið gagnstæða. • Sjúklingar gleyma iðulega því sem sagt er við þá á lækna- stofú. • Þriðjungur sjúklinga fer al- gerlega að læknisráði, þriðjung- urinn gerir það að hluta og þriðjungur gerir það alls ekki. Gikli hreyf inqar fyrir líkamlegt heílbrigði Kristín Erna Guðmundsdóttir sjúkra- og íþróttaþjálfari hjá Sjálfsbjörg, flutti fyrir nokkru er- indi um gildi hreyfingar fyrir lík- amlegt heilbrigði, á almennum fræðslufundi hjá Manneldisfé- lagi íslands. Úrdráttur úr erind- inu, eftir Dóru S. Gunnarsdóttur birtist í fféttabréfi Manneldis- félagsins, sem kemur út þessa dagana. Vikan hefúr fengið leyfi Kristínar og Dóru til birtingar úrdráttarins. Bein: Líkaminn er samsettur úr yfir 200 beinum, sem eru sett sam- an í liðamótum. Hreyfing er mikilvæg fýrir liðamót. í liðamótum er liðbrjósk, hart og þjált. Við þjálfún eykst nær- ingartilfærslan til liðbrjósksins, sem helst sterkt og liðurinn heldur liðleika sínum. Liðbrjósk í kyrrsetufólki mýkist (fúnar) mun fýrr en hjá fólki sem er í góðri þjálfún. Skynjarar á hreyfingum eru í sjálfum liðnum. Við kyrrsetu detta skynjarar út og við bregð- umst seint við. Við þjálfún vekj- um við skynjara upp og árangur- inn verður sá að við bregðumst fljótar við. Við skyndilega aukn- ingu í þjálfun er hætta á álags- einkennum, það er því mikil- vægt að fara varlega af stað. Vöðvar: Vöðvar framkvæma hreyfingu við samdrátt vöðvafruma. Við þjálfun eykst átaksstyrkur í vöðvanum, ítaugun eykst, þ.e. vöðvabúntum sem fýlgja hverri ítaugunareiningu fækkar, mýkt líkamans verður meiri og þétt- leiki háræðanetsins eykst. Hjartað: Auðvelt er að hafa áhrif á hjartavöðva. Við finnum fljótt fýrir því þegar hjartavöðvinn fer að slappast. Við þjálfún stækkar hjarta- vöðvinn, háræðanet þéttist, hann styrkist og verður úthalds- betri, slagmagn hjartans eykst við þjálfún, þ.e.a.s. hjarta í þjálf- uðum manni getur dælt sama magni af blóði í mun færri slög- um en hjarta í óþjálfúðum manni. Hjartsláttur hjá óþjálfuð- um eykst við litla áreynslu. Blóðrásakerfi: Æðaveggir eru úr sléttum vöðvum. Það eru skiptar skoðanir um það hvort hægt sé að hafa áhrif á slétta vöðva við þjálfún. Kristín álítur að það sé hægt að hafa áhrif á slétta vöðva í æðaveggjunum. Við þjálfún kemst hreyfing á æðaveggina. Lungu: Við notum lítinn hluta af lungunum dags daglega. Við hreyfingar sem krefjast aukins súrefnismagns eru lungun í þjálfun. Þjálfún á stórum vöðva- hópum krefst aukins súrefnis og notkunar á stærri hluta lungans. Það er gott fyrir hjarta og lungu að þjálfa stóra vöðvahópa og auka álag það mikið, að það krefst aukins súrefnis og hjart- sláttar. Almennt um gildi hreyflng- ar fýrir líkamlegt heilbrigði: Stoðvefjakerfi líkamans er gert fýrir hreyfingu. Það er viðurkennd staðreynd að börn þurfi að hreyfa sig. Hvenær hættum við að þurfa að hreyfa okkur? Aldrei. Líkaminn þarfú- ast hreyfingar allt lífið. Það er mikilvægt að vera í góðri þjálfun um tvítugt. Líkam- inn á auðveldara með að ná upp góðri líkamlegri þjálfún ef vaxtahormón eru til staðar í lík- amanum, en um tvítugt eru þau oftast uppurin. Það er mikilvægt að halda sér liðugum til að viðhalda líkam- legu heilbrigði. Við stirðnun færist álag á viðkvæma staði, sem gefa sig við mikla aukningu á álagi. Besta aðferð til að losna við streitu er líkamleg hreyfing. Við streitu safhast adrenalín upp í blóði. Besta hvíld eftir vinnu sem veldur mikilli streitu er líkamleg hreyfing. Streituefúin í blóðinu eyðast við hreyfingu. Þjálfun (líkamleg hreyfing) er vinna, sem líkaminn þarfnast til að viðhalda líkamlegu heilbrigði og er því afar mikilvæg. VIKAN 35

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.