Vikan - 12.11.1987, Page 36
Gengið á vit
Geira Seivogs
Þorgeir Þórarinsson heitir
hann en er oft kenndur
viö bernskustöövarnar og
kalaður Ceiri Selvogs.
Þrátt fyrir síiía löngu
starfsævi á sjónum ber
hann aldurinn vel og er
enn keikur og hress. Geiri
er nú búsettur í Grindavík
og gerir baðan út bátinn
Farsæl.
— Já, ég er fæddur í Selvogi 4.
nóvember 1922. Ég byrjaði að
stunda sjóinn 14 ára á litlum
báti sem ég smíðaði sjálfur, og
réri á honum eftir því sem ég
gat. En lendingin í Selvogi var
„Ertu dauður eða hvað?
Geturðu ekki svarað?
Ertu dauður eða lifandi?
Ég passaði mig á að segja
ekki eitt einasta orð og
ég held bara að þeir hafi
verið farnir að skjálfa."
slæm og það átti sinn þátt í því
að byggðarlaginu hnignaði. Ég
man tii dæmis eftir því að
Sveinn á Bjargi gerði út 8 tonna
mótorbát og hann varð að liggja
út á legunni fyrir föstu og svo
varð að róa á milli. Þá var mikill
fiskur á vertíðinni. Ég man eftir
því að pabbi réri á léttbátnum
og hann kom oft með hann fúll-
an af fiski, og oít með eina eða
tvær lúður. Það var svo mikið af
lúðu þá og skötu.
Það var einu sinni að það var
karl þarna sem bað pabba að
koma með sér að róa að sumar-
lagi. Þeir fóru með skötulóð, 80
króka, og það var fiskur á hverj-
um krók, keila, skata og lúða.
Oft voru lúðurnar fjórar eða
fimm. Og það var oft mikil skata.
Þetta var örskammt frá landi. Nú
er þetta allt búið.
— Svo hefúrðu snemma farið
að heiman?
— Já, fyrst til Þorlákshafnar og
og svo til Grindavíkur. Þá var ég
mest á trillum. Hér í Grindavík
réri ég úr Austurhverfinu. Það
varð alltaf að setja bátana og það
var mikil vinna. Einu sinni man
ég að við rérum samfleytt í 22
daga. Það var norðan rok allan
tímann og frost, aldrei undir 14
stigum. Síðasta daginn rérum
við svo ekki því þá var frostið
komið í 22 stig. Þá var fiskur
sendur til Englands en stundum
söltuðum við sjálfir. Þetta var
mikil vinna og við vorurn aldrei
búnir fyrr en klukkan ellefu eða
tólf, og svo var farið út aftur
klukkan tvö á nóttunni. Þá vor-
um við með línu en svo koniu
netin til sögunnar og þá vorum
við með tvær tíu neta trossur.
Oft var svo mikill fiskur að við
fórum inn að landa og svo út
aftur. Þá var iðulega kominn svo
mikill fiskur í netinu aftur að
það sást ekki hvar við höfðum
hætt við að draga áður. Það
þótti ekki borga sig að vera á
netunum ef það var minna en
45 fiskar í neti. Þá var skipt yfir
á línuna afitur.
- Voru þetta stórar trillur?
—Svona 6 tonna trillur og við
vorum 6 eða 7 karlar á þessu. En
svo fór ég til Hafnarfjarðar og
vann fyrst við uppskipunar-
vinnu en fór svo á togarann Óla
Garðar og var á honum í 7 ár.
Það var á stríðsárunum. Það var
oft mikil vinna. Þá voru vaktirn-
ar 12 og 6, það er að segja, það
var unnið í 12 tíma og svo sofið
í 6 tíma. f fiskiríi var oft staðið
miklu meira. Það var talsvert
siglt með aflann. Eftir stríðið var
ég svo 3 ár á Bjarna riddara, ný-
sköpunartogaranum. Það var oft
lítið stoppað í landi. Eitt árið tók
ég saman að við höfðum verið í
landi 24 daga. Það var stundum
komið úr fiskitúr og gert kiárt í
2—4 tíma fyrir siglingu. Við
fengum rétt að skjótast heim og
svo var farið af stað aftur. Maður
sá aldrei græn grös. En þetta er
breytt sem betur fer og það er
betra að vera á togurunum
núna.
Héldu að við hefðum
skotið niður flugvél
— Þú hefúr sagt mér áður að
þú hafi siglt talsvert í stríðinu.
Þá hefur ríkt spenna. Var það
ekki?
— Já, það var sko spenna. Ég
man eftir því einu sinni í stríð-
inu að það stöðvaði okkur
enskt herskip og tilkynnti að
það væri þýskur kafbátur undir
okkur. Þegar við stoppuðum þá
stoppaði líka kafbáturinn svo
að herskipið gat ekki varpað
djúpsprengjum á hann. Við
urðum oft varir við kafbáta sem
komu upp tii að taka loft. Ég var
oftast fyrstur að sjá þá því ég sá
svo vel. Ég var oft hafður á út-
kikk þess vegna.
Ég var oft að hugsa um kaf-
bátana og einu sinni vorum við
að borða og þar var Ioftskeyta-
maðurinn og ég sagði svona: —
Við hvað eruð þið hræddir? Það
er sko alveg klárt að þýsku kaf-
bátarnir skjóta ekki niður ís-
36 VIKAN
lensku skipin. Ef þeir skjóta
niður eitt íslenskt sldp þá missa
þeir þrjá kafbáta. Við erum eins
og skjól fýrir þá. Þeir hafa um
sama hraða og við um 9 mílur
þegar þeir eru í kafi. Þeir fylgja
okkur eftir og liggja svo fýrir
skipalestunum og þá skjóta þeir
niður flutningaskipin þegar við
mætum þeim.
Eftir matinn kallaði loft-
skeytamaðurinn á mig og spyr
mig hvaðan ég hafi þessa vit-
neskju. Ég benti bara á kollinn á
mér og segi honum að ég sé
bara búinn að sjá þetta út. Þetta
sé í rauninni bölvuð vitleysa
hjá Englindingunum, þeir ættu
ekkert að vera að láta okkur
sigla því þeir bara tapi á því.
það brá svo við að það var eng-
inn hræddur eftir þetta. Við
höfðum alltaf sofið í björgunar-
beltunum en við bara hættum
því.
Svo man ég eftir öðru atviki.
Við vorum að sigla til Fleet-