Vikan - 12.11.1987, Blaðsíða 37
1
I
wood og sá sem var skipstjóri í
þessum túr, hann var búinn að
vera svolítið í því. Honum þótti
gott að smakka það. Við sigld-
um í gegnum æfingasvæðið og
þar var flugvél á ferðinni og við
vorum að fylgjast með henni.
Þetta var skammt frá Isle of
Man en þar var þá æfingaflug-
völlur. Þá segir skiptstjórinn
allt í einu: — Hún er bara að
hrapa.
Bölvuð vitleysa, segi ég, hún
er ekkert að hrapa. Ég hélt
þetta væri bara tremmi í karlin-
um. En það skipti bara engum
togum, flugvélin hrapaði í
sjóinn. Við snérum strax í átt-
ina og náðum þremur líkum og
settum þau undir hvalbakinn.
Hann hét Guðmundur fyrsti
stýrimaðurinn og hann biður
annan stýrimann að fara ffam í
lúkar og slökkva ljósin. Hann
sagði eftir á annar stýrimaður-
inn að hann hefði tekið þetta
svo nærri sér að hann var lengi
að jafna sig eftir þetta. Hann
varð svo hræddur að hann gat
aldrei litið Guðmund réttu
auga eftir þetta.
Síðar sendi Guðmundur
annan, Siggi hét hann, til að fara
fram í og athuga hvort það væri
kominn sjór í keðjukassann.
Siggi fór fram í en var í augna-
blikinu búinn að gleyma líkun-
um. í myrkrinu rak hann sig á
eitthvað sem ekki átti að vera
þarna og dettur. Hann ber fýrir
sig hendina og lendir á magan-
um á einu líkinu og þá kom
heldur betur hljóð því líkið
ropaði alveg ógurlega. Siggi
verður svona ægilega hræddur
en hleypur þó af skyldurækni
niður stigann. En þar varð hann
að sitja í 20 mínútur því hann
fékk stífkrampa og gat ekki
hreyft sig. Við fórum að leita að
honum en hann var þá að losa
hendina svo hann gæti lyft
löppinni. Hann var bara alveg
ósjálfbjarga og gat ekki hreyft
sig. Siggi var í heil tvö ár að
jafna sig á þessu.
Þegar við komum til Fleet-
wood þá máttum við ekki fara
upp því það átti að rannsaka
hvort við hefðum bara ekki
skotið niður flugvélina. Við
vorum nefnilega með hríð-
skotariffil og við höfðum verið
búnir að sjá tóma tunnu á reki
og stýrimaðurinn hafði verið að
æfa sig með því að skjóta á
tunnuna. En hann hitti auðvitað
ekki í einu einasta skoti. Svo
vorum við með minni riffil líka.
En þá grunaði virkilega að við
hefðum skotið niður flugvelina.
Ertu dauður maður
— Þú varst fluttur til Hafnar-
fjarðar á þessum árum?
- Já, og svo fór ég stuttu síð-
ar að búa. Ég var sko ógiftur á
stríðsárunum og það var oftast
svo að þeir voru látnir sigla
sem voru ógiftir. Við fengum
Málverk af Geira Selvogs, eft-
ir Eirík Smith listmálara.
Þessi frábæra mynd er
táknræn. Hún sýnir Geira
með línubauju á öxlinnl og
með hundinn Spora í bak-
sýn.
dálitla áhættuþóknun en kaup-
ið var svo sem ekki hátt.
— Svo tók bátatíminn við
aftur?
— Já, ég var til dæmis á Fram
frá Hafharfirði. Það var alveg
listaskip. Þó það væru 12 vind-
stig og þegar maður hallaði sér
þá var það alveg sama og að
vera heima í rúmi. Hann hagg-
aðist varla og var öruggt skip.
Þarna var ég mótoristi í 3 ár
með Valtý ísleifssyni skipstjóra
og það var alveg ágætt. Svo
hætti hann. Þá tók við Fram
annar skipstjóri, ég man bara
ekki hvað hann heitir. Ég held
hann hafi veirð einhvers staðar
VIKAN 37