Vikan


Vikan - 12.11.1987, Síða 39

Vikan - 12.11.1987, Síða 39
Geiri Selvogs, á tröppunum heima ásamt hundinum Spora. aftur og hélt hendinni svona fyrir augun. Ég hugsaði með mér að mikið lifandis skelflng væri gaman að fá að sjá þessa konu. það skipti engum togum að mér fannst ég vera kominn til útlanda og ég sé margt af fólki og svo bíla á ferðinni. Og ég fer að gá að húsinu og finnst það vera hornhús á móti mér. Ég geng yfir götuna og fer inn í húsið þar sem konan var að syngja. Þá var breitt yfir sætin í salnum og bara einn maður að hlusta. En ég sá konuna, hún var dökkhærð, ósköp falleg kona og hún er að syngja þetta lag. Og svo þegar lagið var búið þá var ég kominn til baka. — Segðu mér, Geiri, eru sjó- menn hjátrúarfullir? — Nei, það held ég ekki. Það er alveg búið að vera. Það er ekki eins og það var áður, þá máttu menn ekki mæta kven- manni á leið til skips. Það gat boðað illt. Og nú orðið byrja menn alveg eins vertíð á mánu- dögum sem áður var talið alveg ófert. Ég spái að minnsta kosti ekkert í þetta. — Hefirðu lent í honum kröppum? - Já, það hefi ég gert. Ég man eftir því að við vorum einu sinni á færum vestur undir Jökli og það var bilað útvarpið svo ég heyrði ekki veðurfréttir. Þó veðrið væri gott í fyrstu þá ákv- að ég að fara heim. Strákurinn minn, hann Haraldur var þá 8 ára og hann var með mér. Hann svaf í koju við hliðina á vélinni. En svo rauk upp með Suð-Aust- an átt 9 vindstig og það gerði svo mikinn sjó að ég varð alltaf að vera að kúpla frá. Það and- æfði þarna eftirlitsskip G.O.Sars. Svo lægði undir morgunninn og ég ákvað að fara í Garðinn. Ég fann það og sá á botninum að ég er alltof norðarlega og tók því stefnuna beint í suður. Það gerði svo svartaþoku. Svo sé ég allt í einu eins og fjall í þokunni en það var þá bara bryggjan í Garðinum. Maður veit aldrei hvenær maður er hætt kominn en þarna hitti maður beint á bryggju. Svo lenti ég í svona brælu hérna á Selvogsbankanum og í blind-þoku. En ég lenti hérna upp að nesinu og þekkti klett sem ég áttaði mig á svo ég vissi hvar ég var. Ég sigldi hérna inn í Grindavíkurhöfn og það var varla stætt á bryggjunni. Bátur- inn varðist bara vel í innsigling- unni en það var brot við brot. En báturinn var heldur stuttur og vildi snúast. Maður veit jú aldrei hvenær mest er hættan. Kominn tími til að hætta — Ætlarðu ekki sjálfúr á ver- tíðina í vetur að venju? — Nei, ætli það. það er líklega nóg komið og ég er farinn að þreytast og það er nóg til af ungum mönnum til að taka við. Nú blandar sér í viðtalið hundurinn hans Geira, hefúr líklega þótt ég vera búinn að vera nógu lengi. — Þetta er skynsamasti hund- ur sem ég hefi átt eða verið með. Hann heitir eftir fjárhundi sem bróðir minn átti, feiknar- lega góðum. Hann hét Spori. Og Geir sýnir mér hvernig Spori hlýðir umsvifalaust. Geiri talar við Spora og sendir hann sitt á hvað um íbúðina. Spori endasendist í kringum stofú- borðið og sest síðan fyrir framan Geira og bíður eftir klappi og hrósi. — Einu sinni gleymdi ég úlp- unni minni í húsi og ég sendi Spora til að sækja hana með plastpoka í kjaftinum. Það var gaman að sjá hann þegar hann kom til baka með úlpuna í kjaft- inum. Hann Iyfti upp hausnum til að hann drægi hana ekki of mikió eftir götunni. Heyrðu, mig langar til að segja þér eina sögu að lokum frá því fyrir mína tíð en sem pabbi sagði mér úr Selvoginum. Enskur togari, Washington hét hann, strandaði beint fyrir neðan Bjarnastaði í Selvogi. Þetta var á aðfangadagsmorg- un, líklega 1911, eða Iöngu áður en ég fæddist. Það var búið að vera mikið óþurrka- haust, alltaf rigning, og það hafði ekki verið hægt að þurrka neinn eldivið, en þá var eldað á hlóðum. Pabbi var alltaf kominn ofan klukkan sex á morgnana. Svo var það þarna um morguninn að þá kom Guðmundur í Þórð- arkoti og var miklð niðri fýrir: — Ég held að það sé strandaður togari. — Já, það held ég bara, sagði pabbi og hætti að láta í laupana. Þeir heyrðu að það var flaut- að svo mikið. Þeir fóru niður á klappir og sjá grilla í ljós í kóf- inu. Nú komust þeir ekki út í togarann því það var svo smá- streymt en komust út í lítinn hólma og kalla. Og þá svöruðu margar raddir. Svo var ekkert annað en það, þá var kominn sími. Pabbi hringdi og býður í togarann af tryggingunum fýr- ir 2 krónur því hann gat ekki séð að hann fengi nokkra spýtu öðru vísi. Svo fóru kariarnir á bát og komu út taug frá hólmanum og út í togarann. Þeir drógu svo mennina til sín og gekk allt vel þangað til að það kom að skip- stjóranum. Þá var línan of stutt en hún var föst í togarnum. All- ir voru ósyndir svo þeir tóku á það ráð að vaða út og héldust í hendur og pabbi sem var ystur gat skorið á línuna fyrir aftan skipstjórann og þá gátu þeir líka dregið hann til sín. Svo þetta gekk vel og fýrir þessa björgun fékk hver maður 52 shillinga. Svo fór skipið að brotna og kolin að reka. Þetta var alveg flunkunýr togari og var í fýrsta túr. í honum voru um 150 tonn af kolum. Kolin hélt áfram að reka og það var nóg eldsneyti fýrir alla sveitina í mörg ár. Svo gerði stafalogn og eitt sinn þeg- ar pabbi leit yfir víkina og horfði lengi. Hann sá að vogur- inn var bara svartur af kolum og þá sagðist hann ekkert hafa getað gert að því að hann bara grét af gleði. Allir höfðu nóg að brenna og það stóð svartur reykurinn upp af hverju einasta húsi í sveitinni. í þessu strandi fórust samt einn eð tveir. Allavega rak eitt lík sem þeir höfðu verið búnir að binda við mastrið. Sá hafði látist við nöggið þegar togarinn strandaði. En svo hafði hann losnað og rak upp í fjöruna. Um leið og likið rak fundu karlarnir hálfa flösku af víni. Þeir báru fýrst upp líkið að grjótgarði sem þarna var og ætluðu svo með það upp í skemmu hjá pabba. En þeir fóru svo að smakka á víninu áður en lengra væri haldið. Fyrsti sopinn var varla kominn niður kverkarnar þegfar þeir byrjuðu að taka lagið. Það var alltaf svoleiðis. Þeir kláruðu vínið og sungu, og komu svo skjögrandi og syngjandi með líkið upp í skemmu. — Þeir kvöddu mig báðir á hlaðinu Geiri Selvogs og hund- urinn Spori að gömlum og góð- um bændasið þegar ég ók á brott. VIKAN 39

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.