Vikan - 12.11.1987, Side 46
Eru það samantekín rói hjá körium
að viija/geta ekld lært heimilisstörfin?
Hvemig stendur á því að
það er ekki maðurinn sem
gerir húsverkin og hún sem
hjálpar honum við þau, en
ekki öfugt? Og hvernig
stendur á því að það er ekki
hún sem segirvið hann:
-Á ég að hjálpa þér með
matinn?
Þrátt íyrir margra ára jafn-
réttisbaráttu sem hefiir m.a. leitt
til þess að konur eru komnar í
æðstu stöður, sem eigin-
mennirnir eru hreyknir af, þá er
það samt þannig ennþá að á
heimilinu er það konan sem tín-
ir upp sokkana sem liggja upp-
rúllaðir á gólflnu við rúmið og
þetta eru sokkarnir hans. Margir
segja að þeir geti bara alls ekki
lært heimilisstörfin, en ætli það
geti verið að þetta séu saman-
tekin ráð hjá þeim? Hvað önnur
skýring er á því að nærri allar
konur, hvar sem þær búa í heim-
inum, þekkja dæmi úr heimilis-
lífinu eins og þessi sem við rák-
umst á í erlendu blaði. -BK.
Þegar MAÐURINN
ákveður að þrlfa
Fyrsta stig
- undirbúningur:
Hann: Ég finn ekkert þvotta-
efni í uppþvottavélina; er í lagi
að nota þvottaefni fyrir þvotta-
vélina í staðin?
Þú: NEI!
Hann: Kannski ég byrji þá á
því að þvo eldhúsgólfið. Látum
okkur sjá... með hverju á ég að
þrífa það?
Þú: Tusku.
Hann: Auðvitað. Tusku.
Veistu hvar tuskan er?
Þú: Undir vaskinum, hjá föt-
unni, eins og venjufega.
Hann: Ég sé enga tusku.
Þú: Hún er beint fyrir framan
þig, ofan á fötunni.
Hann: Hvað er nærbolurinn
minn að gera hérna? Það er ekk-
ert að þessum bol og engin
ástæða til að nota hann í tusku!
Þegar svo langt er komið að
þessi elska er búinn að bjarga
slitnum, teygðum, gulum og
blettóttum nærbolnum og bú-
inn að Ijúka undirbúningnum að
hreingerningunum, þá ert þú
orðin þreyttari heldur en ef þú
46 VIKAN
hefðir þrifið allt húsið sjálf — og
það sem meira er; klukkan er
orðin mjög margt. Þá er komið
að
Öðru stígi
— hreingerningunni sjálfri:
Eins og hvítur stormsveipur
þeytist hann um allt húsið 10
mínútum áður en gestirnir
koma og treður öllu inn í skápa.
Þannig að þú ákveður að halda
þig í framtíðinni við ...
Þriðja stíg
- og þrífur sjálf.
Matartilbúningur
Það er komið að kvöldmatar-
tíma og maðurinn í lífi þínu hef-
ur ekki sýnt nein merki þess að
hann ætli að gera neitt í málinu.
Þú ert svöng svo þú byrjar að
undirbúa máltíðina.
Hann: Er eitthvað að?
Þú: Nei.
Hann: Þú lætur eins og eitt-
hvað sé að.
Þú: Hvað hafðir þú hugsað
þér að gera í sambandi við
kvöldmatinn?
Hann: Ó. Vildurðu að ég
hjálpaði þér með matinn?
Þú: Rétt til getið.
Hann: Ef þú vildir að ég hjálp-
aðir þér, af hverju sagðirðu það
ekki?
Þú: Ef ég þarf að biðja, hvers
konar samvinna er það?
Hann: Heyrðu, ég vil alveg
búa til matinn.
Þú: Jæja, það er gott.
Hann: Ég byrja þá strax.
Þú: Fínt.
Hann: Heyrðu ... hm... hvað
ætlum við að hafa í matinn?
Barnaumönnun
Einnig hér muntu gefast upp
að lokum:
Þú: Viltu skipta á barninu,
elskan?
Hann: Ha?
Þú: Það þarf að skipta á barn-
inu, mundir þú vera svo góður
að gera það?
Hann: Viltu að ég skipti um
bleyju?
Þú: Það var það sem ég sagði,
já.
Hann: Eru til einhverjar bleyj-
ur?
Þú: Auðvitað eru til bleyjur.
Hann: Hvar eru þær?
Þú: Undir skiptiborðinu.
Hann: Skiptiborðinu?
Þú: SKIPTIBORÐINU, sem er
við hliðina á barnarúminu.
Hann: Og bleyjurnar eru und-
ir því?
Þú: Já.
Hann: Til vinstri eða hægri?
Þú: Heyrðu. Ég vildi gjarnan
að það væri búið að skipta á
barninu áður en það verður
þrítugt!
Að ræða vandamálið
Hvernig er hægt að ræða
þetta við makann? Hvernig get-
urðu sagt honum að þér finnist
þú vera að kafha undan álaginu
við að vinna úti, halda heimilinu
gangandi og bera einnig ábyrgð
á uppeldi barnanna. Einfalt mál.
Þið ræðið saman um vandamál-
ið, eins og tvær fúllþroska
manneskjur.
Þú: Þú verður að taka þátt í
húsverkunum. Þetta getur ekki
gengið svona lengur — ég er að
verða brjáluð.
Hann: Nú.
Þú: Heyrðirðu ekki hvað ég
sagði? Ég er að verða vitlaus á
þessu.
Hann: Víst hjálpa ég til á
heimilinu.
Þú: Ég átti ekki við hjálp. Ég
átti við að þú verður líka að
bera ábyrgð á heimilinu. Ég var
búin að segja þér að ég er búin
að standa í vorhreingerningum
alla helgina og að ég væri allt of
þreytt til að elda matinn í kvöld.
Hann: Við höfúm ekki efni á
því að fara út að borða.
Þú: Þú gætir eldað matinn
fyrir mig.
Hann: Ég kann ekki að elda.
Þú: Hefúr þér nokkurn tíma
dottið í hug að vankunnátta þarf
ekki að vera varanlegt ástand?
Hann: Þegar þú vinnur fyrir
jafn miklu og ég, þá skal ég elda.
Þú: Hvað koma mínar tekjur
matseldinni við?
Hann: Ja ... hm. . . til hvers
ertu eiginlega að þrífa svona
mikið. Húsið verður hvort sem
er óhreint afitur.
Það sem sumar konur
þurfa að leggja á sig
Konur hafa reynt margs konar
kerfi til að reyna að fá manninn
til að taka þátt í húsverkunum.
Ein gaf manninum sínum nám-
skeið í austurlenskri matargerð í
afmælisgjöf. Hann neitaði að
nota afmælisgjöfina og hún end-
aði með því að fá kennarann
heim í staðinn og sjá um veislu
fyrir þau hjónin.
Önnur sagði frá sumarbústað-
arferð þar sem hún og maður
hennar höfðu tekið bústað á
leigu ásamt öðrum hjónum.
„Þarna voru fjórir fúllorðnir og
fimm börn, og ég og Jóhanna
vinkona mín vorum orðnar
þreyttar á að vaska alltaf upp.
Jóhanna þvoði allt upp og setti
síðan glas við vaskinn og sagði:
— Ef einhver skilur eftir óhreint
matarílát í vaskinum þá verður
sá hinn sami að setja 10 krónur
í glasið. Maðurinn minn fór
strax út í búð og skipti dágóðri
summu í 10 krónu peninga."
Önnur kona sem sagði frá
sinni reynslu hafði þetta að
segja: „Ég hélt alltaf að Sigurður
væri vestfirskur prins. Þegar
hann sagði: — Hvar er smjörið?
þá þýddi það í rauninni: — Réttu
mér smjörið. Síðan sneri ég spil-
inu við og fór að segja honum
nákvæmlega hvar allt var.
Hluturinn var alltaf nákvæmlega
þar sem ég sagði, en það var
eins og hann gæti ekki séð hann.
Að lokum gerði ég mér grein
fyrir því að þetta er viss fötlun,
það eru vissir hlutir sem þeir
hvorki sjá né geta gert.
Þegar kraftaverkið
gerist
Daginn sem maðurinn tekur
loksins eftir fjallháa staflanum af
diskum sem þú hefur skilið eftir
í vaskinum í mótmælaskyni og
hann þvær án þess að vera beð-
inn um það.
Hann: Ég þvoði upp.
Þú: Ó.
Hann: Ég þvoði upp og þreif
eldavélina.
Þú: Hmmm.
Hann: Svo þurrkaði ég upp og
gekk frá.
Þú: Jæja.
Hann: Tókstu eftir því.
Þú: Já. Þetta var fínt.
Hann: Fínt. Er það allt og
sumt sem þú hefúr að segja?
Fínt.