Vikan


Vikan - 12.11.1987, Page 47

Vikan - 12.11.1987, Page 47
Hver nennir aö eyða tíma í aö útskýra (einu sinni enn) hvernig setja á ryksuguna saman? Þú: Um hvað snýst málið. Átt- irðu von á að vera tekinn í dýrl- inga tölu? Á ég að hringja í páfann? Hann: Ég er búinn að vera að þrífa í allan dag og þú sýnir ekki nokkurn þakklætisvott. Þú: Þakklæti? Við skulum tala um þakklæti. Ég vaska upp og þríf eldavélina á hverjum degi. Þú segir aldrei neitt. Þegar þú gerir það í eitt skipti þá ætlastu til að ég eyði klukkutíma í að hrósa þér fýrir það hvað þú hef- ur verið duglegur strákur. Hann: Ef það er svona sem þú hugsar, þá ætla ég ekki að hjálpa þér næst! Vonin Reyndar luma ég á tveim góð- um ráðum sem ég ætla að gefa ykkur. Það er algjörlega undir ykkur sjálfum komið hvort þau virka. Fyrsta hjálparmeðalið kallast Ég veit það ekki. Hér er dæmi sem sýnir hvern- ig á að nota það: Hann: Hvar er íþróttataskan? Þú: Ég veit það ekki. Hann: En þú veist alltaf hvar hún er. Þú: Ég veit bara ekki hvar hún er. Mér þykir það leitt, elskan. Hann: Hvar sástu hana sein- ast? Þú: Ég veit það ekki. Hann: í hverju á ég þá að vera á æfingu? Þú: Ég veit það ekki. Þú verður að leika vel þegar þú segir: Ég veit það ekki. Þú mátt ekki láta bera á iðrun, hæðni, eða reiði í röddinni. Né máttu sýna neinn áhuga á því í hverju hann ætlar að vera á æfingunni. Slappaðu vel af og segðu: „Ég veit það ekki“. Seinna hjálparmeðalið kallast „Hættu". Virkjaðu með þér varn- armerki sem klingir þegar þú ætlar að fara að vinna eitthvað verk sem gerir þig um leið reiða út í manninn þinn, HÆTTU þá samstundis við verkið. Til dæm- is ef þú ert reið yfir því að þurfa að elda mat,í stað þess að vinna að heimaverkefhinu þínu, og maðurinn þinn situr á meðan og les uppáhaldssöguna sína, eða blaðið, eða horfir á sjónvarp. Settu varnarmerkið í gang og HÆTTU. Þú getur alltaf fengið þér brauðsneið ef þú ert svöng. Þegar maturinn birtist ekki á borðinu þá kemur hann vafa- laust og spyr hvað sé í matinn. Þá notarðu aftur hjálparmeðal númer eitt: Hann: Hvað er í matinn, elskan? Þú: Ég veit það ekki! Karlmenn og húsverk í framhaldi af greininni um menn og húsverk þá væri gaman að vita hvernig ástandið er á heimilum lesenda Vikunnar. Þeir sem hafa áhuga svari skoðana- könnuninni og sendi til okkar um hæl. Við birtum niðurstöðuna þegar við höfum unnið úr svörunum. IFinnst þér þátttaka maka þfns í húsverkunum: Jöfn þinni? Næg? Alls ekki næg? 4 5 6 Rædduð þið verkaskiptingu á heimilinu áður en þið fóruð að búa saman? 2 3 Gerir hann húsverkin óbeðinn? Hversu oft eru húsverkin orsök rifrildis: Einu sinni á ári? Einu sinni í viku? Einu sinni á dag? Aldrei? Ef svarið er nei, hafið þið þá síðan ákveðið með ykkur verkaskiptingu? Hefur maki þinn einhvern tíma spurt í alvöru hvar eftirfarandi hlutir eru geymdir? Ryksugan? Kústur og fægiskófla? Uppþvottalögur? Kaffi? Eru einhver eftirfarandi verka álitin kvenmannsverk - karlmannsverk? Þvo þvott? Strauja? Hreinsa ofninn? Hreinsa klósettið? Þvo bílinn? Slá blettinn? Ef svarið er já, hver borgar? v|j e|j Ef svarið er nei, fyrir 8 Hvenær framkvæmdi maki þinn síðast eftirfarandi verk: (Dæmi um svar: Nýlega, langt síðan, aldrei.) Vaskaði upp? Eldaði matinn? Skipti um peru? Hreinsaði ofninn? Affrysti (sskápinn? Þreif klósettið? Borgarðu einhverjum fyrir að þrífa hjá þér? 13 14 hvaða verk myndirðu helst vilja borga ein- hverjum? Ef þú hefur hætt að vinna úti til þess að eignast barn, hefur maðurinn þinn þá hjálpað meira eða minna við húsverkin síðan? Ef þú átt son, heldurðu þá að hann komi til með að hjálpa meira eða minna til á heimil- inu en faðir hans? Vinnurðu heimilisverk- in af ánægju eða vegna þess að þér finnst það þitt verk? VIKAN 47

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.