Vikan


Vikan - 12.11.1987, Page 48

Vikan - 12.11.1987, Page 48
100% álagning Kæri Póstur. Ég sá í síðasta blaði að Póstur Vikunnar virðist ekki lengur einskorðast við gelgjubólur og unglingaástir, svo ég læt mig hafa það að senda þér nokkrar línur, þar sem ég er kominn af fyrrnefhdu aldursskeiði. Mig langar til að vekja athygli ykkar á okri. Það er hugsanlegt að ný og breytt Vika geti kannað þessi mál ofán í kjölinn og birt greinar um íslenska okrara. Þegar ég segi okrara á ég ekki við þessa kappa sem lána fé með okurvöxtum heldur á ég við hina „heiðvirðu" íslensku kaup- menn. Þessar heilögu kýr, sem ekki virðist mega hrófla við. Ef maður ætlar að kaupa sér fataleppa og vill hafa þá svona nokkurn veginn í takt við nú- tímann er lítill möguleiki á að það sé hægt nema riðla heimilis- fjárhagnum svo gjörsamlega að fjölskyldan verður nánast að svelta sig til að komast hjá að ganga um nakin. Þetta gegndarlausa okur á fatnaði verður að taka enda. Hvar sem maður kemur erlend- is eru föt allt að þrisvar sinnum ódýrari en hér á landi. Fræg tískumerki eru meir en helm- ingi ódýrari í verslunum í t.d. Þýskalandi en hér á íslandi. í þýsku búðunum er líka drjúg álagning, þar sem Þjóðverjarnir eru varla í þessum viðskiptum án þess að ætla að græða eitt- hvað á þeim. íslenskir fatasölu- menn lifa flestir hverjir í vellyst- ingum og fara mikinn, en það er vegna þess að þeir komast upp með það að okra á náunganum. Enginn segir neitt við þessa menn, sem virðast geta farið sínu fram óáreittir. Manneskja sem ég þekki og hefur góða þekkingu á þessum fatabúða- rekstri sagði mér að dæmi væru um að tískuverslanir legðu allt að 1000 prósent á vörur sem þær flytja inn til Iandsins. Ljótt er ef satt er. Gunnar Sveinsson Utanáskriftin er: VTKAN, Pósturinn Háaleitisbraut 1 105 Reykjavík Innlendar fréttaskýringar Herra ritstjóri. Ég vil byrja á að óska ykkur til hamingju með breytingarnar á Vikunni. Þær voru tímabærar og ég efast ekki um að þær mælist vel fyrir hjá lesendum blaðsins. Alla vega er blaðið lesið spjald- anna á milli á mínu heimili og er það nokkurt nýmæli, þegar Vik- an er annars vegar. Ég er afskaplega ánægður með þá nýbreytni, að fá frétta- efiti frá hinum Norðurlöndun- um, en það er frekar sjaldséð í öðrum blöðum og vona ég að þið haldið áffam á þessari braut. Hins vegar sakna ég góðra inn- lendra fféttaskýringa í blaðinu. Þið megið gjarnan taka það til athugunar, þar sem ég veit að margir lesendur kynnu vel að meta slíkt effii. Ó.S. Hvar er smásagan? Kæri Póstur. Ég hef verið áskrifandi Vik- unnar í áratugi og hef því mátt þola tímana tvenna í sambandi við gæði blaðsins. Nýja ritstjórn- in er vafalaust hið mesta dáindis fólk, sem veit hvað gengur best t lesendur nýrra tíma, en ég sakna þó smásögunnar minnar í blaðinu. Framhaldssögurnar máttu svo sem missa sig, þar sem ég var alveg hætt að nenna að lesa þær. Þegar maður hefúr sjónvarp og mikið af öðru les- efhi nennir maður varla að bíða mánuðum saman effir sögulok- um. Svona er ég nú orðin smit- uð af þessu harðsoðna þjóðfé- lagi okkar. Nú má ekki taka þetta bréf- korn sem svo, að ég sé ekki ánægð með endurbæturnar á Vikunni. Ég er hæstánægð. Blað- PÓSTURINN / ið er miklu fjölbreyttara og læsi- legra en áður. Með kveðju, Sólveig Helgadóttir Svar: Það er stefna ritstjórnar að hafa smásögur í blaðinu, en hins vegar er ætlunin að hafa fjölbreytni og sveigjanleika í efhisvali blaðsins, svo smásagan mun annað slagið þurfa að víkja fýrir öðru efni. ritstj. Hægri eða vinstri? Ágætu ritstjórar. Mér finnst stefha blaðsins ykkar dálítið óljós. Þið virðist vera að breyta Vikunni í eitt- hvert sambland af þjóðmála- og fréttablaði og fjölskyldublaði af gamla stílnum. Undanfarnar vik- ur hafa dálkahöfundar blaðsins skrifað gagnrýnar greinar um stjórnmálamenn á bæði hægri og vinstri kantinum. Þótt sumar af þessum greinum séu skrifaðar í léttum dúr er þó greinilega ákveðinn broddur í þeim, en mér finnst vanta einhverja heildarstefhu, sem hægt er að festa hendur á. Er Vikan hægri eða vinstrisinnað blað? Helgi Svar: Vikan er ekki pólitískt blað. Blaðið fjallar um þjóðmál eftir efhi og ástæðum hverju sinni, en tekur ekki beina póli- tíska afstöðu til einstakra mála. Dálkahöfúndar og fastastarfs- menn blaðsins eru ekki ráðnir eftir pólitískri litgreiningu, svo þeir hafa vafalaust mismunandi skoðanir á þjóðmálunum. Það er ágætt að þér finnst erfitt að binda Vikuna við einhverja ákveðna pólitíska línu, þá er til- gangi hennar náð. ritstj. 48 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.