Vikan


Vikan - 12.11.1987, Page 49

Vikan - 12.11.1987, Page 49
SMASAGA ÓÞEKKT TEGUND EFTIR HLYN HALLDORSSON Byrstu sólargeisl- arnir tóku að ;egnum óhreina ílana, og birtan imkallaði útlínur tsvartra og grút- ítugra námu- mna. Þeir pírðu ipin og þreytuleg þökkuðu Guði líta dagsins birtu Taktfast urgið í lyftuvindunni og titringurinn, fékk Hermann Raucher til að líta upp og sjá hvernig lyftan færði hann nær yfirborðinu. Hann beið með eftirvæntingu, næstum spenn- ingi. Hermann Raucher, jarð- fræðingur, sérhæfður í kolajarð- lögum og námuuppgreftri J. P. Stern námufélagsins, var úrvinda af þreytu. Hann leit í kringum sig á samferðamenn sína upp á yfirborðið, verkamenn með stór- ar skrápkenndar hendur og húfu- kolla, sem horfðu á lyftugólfið. Ekki fundu þeir fyrir þeim fagn- aði sem fyllti Hermann, þetta var þeirra venjulega líf, og þeir mundu halda því áfram þar til hinn almáttugi tæki þá til sín. Á svipstundu varð birtan blindandi og Hermann greip fyrir augun. Lyftuvindan stoppaði með smelli og högg skók lyftuna. Tveimur rimlahurðum var svift frá. Þær ískruðu svo Hermann tók fyrir eyrun og gleymdi birt- unni. Fótatak marraði í trégólf- inu við lyftudyrnar og mennirnir umluðu eitthvað á milli sín með næstum ómennskum daufleika. Hermann steig síðastur út úr lyftunni, þungum hægum skrefum. Hann þurrkaði framan úr sér mesta sótið, hóstaði þangað til að hann næstum kúgaðist, spýtti út úr sér svörtu munnvatni og dró andann að sér til að fylla lungu sín af hreinu lofti. Þetta hafði verið hans erfiðasta rann- sóknarferð niður í námu síðan hann hafði byrjað hjá fyrirtæk- inu. Hermann hafði af röggsemi unnið sig upp og innan tíðan mundi hann ekki þurfa að fara niður meir, heldur mundi hann senda undirmenn sína... Her- mann gat ekki annað en brosað við tilhugsunina. Hann hafði farið niður kl. 5.30, unnið sleitulaust og engan matartíma tekið, því hann vildi fyrir alla muni ljúka þessum störfum. Hann vildi komast burtu úr þessum menningar- snauða útkjálkabæ. Lífandi bæjarins var svipaður kirkju- garði, Hermann átti auk þess lít- ið vantalað við menn sem lifðu aðeins frá degi til dags. Þegar hann hafði verið að fara niður í morgunsárið var sólin að skipa nóttunni að hafa sig á brott, lýsti myrkrið upp í ekkert og eyddi því eins og ekkert væri, en nú var sólin þrotin kröftum og myrkrið skreið aftur úr felum. Hann elskaði fallegt sólsetur, því honum fannst sólin geyma sinn fallegasta skrúða þangað til hún settist, og fátt fannst Hermanni Raucher jafnast á við það að setjast niður og horfa í endalausa fegurð, lita og ljóss. Síðan kom myrkrið bara si sona og fékk í laun hatur sólgeislaaðdáenda fyrir að eyðileggja alla dýrðina, en reyndi að sefa þá með því að spreða stjörnum hér og þar, og með því að vekja kallinn í Tungl- inu og biðja hann að kveikja á sér. Hermann settist dáleiddur nið- ur og horfði á litatónverkið í brekkuhalla skammt frá nám- unni, sleit sér strá og nagaði. Þægilegur vindur strauk kinn hans og nokkur hár stigu dans í lygnri kvöldgolunni. Þá náði eyrum hans þessi tónn, þetta soghljóð ... lífvana gnauð, grátt, svo fölgrátt. Her- mann hætti að tyggja stráið og ósjálfrátt, hélt niðri andanum og hlustaði. Það var næstum eins og tónninn væri andardráttur, sem aldrei hætti, þvældist upp og nið- ur sama tóninn með svo ótrúlega lífvana röddu að Hermann fékk næstum þungt fyrir lungun. Þetta var eitthvað svo hræðilega kalt, illt og þó svo lifandi í dauðleika sínum ... Hugsanir hans klæddist fíngerðri frosthúð við að heyra gnauðið. Hann leit í átt til hljóðsins og barði augum þennan andlausa hljóðfæraleikara og hljóðfæri hans: náma ... gömul náma og vindur. Eitthvað ís ískalt gróf sér leið inn í hugsun Hermanns; hestakerra á hvolfi og spýtnabrak liggjandi um allt í dökkbrúnni forinni, allt klætt í ryðlitaðan búning sólargeisla og náttdöggin sem nú tók að myndast, slæddist um allt, virtist súr, illa lyktandi og drepandi ásýndum. Hugur hans varð myrkur á því einu að horfa á staðinn og skuggarnir af mann- virkjunum voru undarlega svart- ir og djúpir. Hermann hafði heyrt þennan dauðasöng fyrst í fýrra þegar hann var á sinni venjulegu eftir- litsferð um eignir J. P. Stern fé- lagsins. Honum lék forvitni á að vita hvers vegna náman væri ekki notuð lengur og talaði því við svæðisstjórn félagsins, en enginn vildi segja svo mikið sem orð um námuna. En Hermann þóttist vita að eitthvað hefði komið fyrir. Það var svo seinna að sann- leikurinn birtist honum í möppu sem fyrir mistök endaði á skrif- borði hans. Slys, gasleki hafði orsakað gassprengingu. Þó að fáir námuverkamannanna hafði látist af sprengingunni sjálfri flæddi gas um námuna alla. Og á þessari örlagastundu hafði lyftu- búnaður gefið sig: lyftan var á leiðinni upp með særða menn eftir sprenginguna og var ofhlað- in. Hún slitnaði og hrapaði niður á námubotninn. Eina von um björgun var því slokknuð. Allir 29 verkamennirnir sem höfðu farið niður um morguninn létust, smá saman kæfðir til dauða á kvalafullan hátt. Þeir sem uppi voru gátu heyrt örvæntingarfull hjálparköll, óp, öskur, æðisgeng- in örvænting um lífsvon uns dauðinn tók þá kverkataki og kæfði þá alla til dauða, ekkert var hægt að gera, þetta skeði svo ótrúlega hratt ... síðan kom dauðaþögn, alger dauðaþögn. Hermann minntist með hryll- ingi, með hvílíku tilfinningaleysi skýrslan hafði meðhöndlað málið, næstum ómannlegu, að- eins var harmað fjárhagslegt tap sem af slysinu hlaust. Þegar talið var óhætt að fara niður til að sækja lík hinna látnu fór flokkur manna niður. Þá fóru furðulegir hlutir að gerast. Aðeins einn snéri upp, og hafði hann látist á leiðinni upp í lyftunni, en það sem undarlega: hann hafði ekki látist af gaseitr- un, heldur var líkið alsett sárum, líkustu risastórum bitsárum. Sendur var annar flokkur, vopnaður ... enginn snéri upp. Nú hafði tala látinna komist upp í 55 og enginn var fáanlegur til að fara niður. Hermann Raucher minntist skýrslunnar: „Vegna undarlegra atvika verður greftri ekki haldið áfram í námunni. Telur slysarannsóknar- nefnd líklegast að hér sé um gas- leka að rœða ..." Hermann vissi vel að aldrei hafði fengist skýring á því af hverju slysið henti né af hverju björgunarsveitirnar snéru ekki upp á lífi. J. P. Stern hafði kosið að þegja málið í hel. Og sjónar- mið bæjarbúa, hvers voru þau megnug gegn auðhring? íbúarnir kölluðu gnauðið sem Hermann heyrði „andardrátt helvítis", aðrir sögðust heyra raddir úr námunni og aðrir sögðu að ro ... Hermann Raucher tók aftur til við að tyggja stráið, gleymdi þessum hugsunum og dáleiddist enn einu sinni af sólarlaginu: hvernig gátu svona hræðilegir hlutir verið til á svona fallegum sumarkvöldum? Hann lygndi aftur augunum og lagðist flatur í brekkuna. Þá fann hann til þreytunnar, hann var svo ógurlega þreyttur. Augnlok- in breyttust í blýlóð og þau sigu niður eins og leiktjald að sýningu lokinni. „Einfalt, eins og að slökkva á VIKAN 49

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.