Vikan - 12.11.1987, Side 52
íslendingar eru huldufólk
„Lítill fugl sem
slæddist hingaö ný-
verið utan úr heimi
meö austanstormin-
um, hvíslaöi því aö
mér, fullur lotningar,
að fótanuddshöfö-
ingjar þar handan viö
höf, hafi þegar hann-
að forláta græju,
sem sé hiö huggu-
legasta stofugagn
og sérstaklega ætluö
fyrir íslenskar fjöl-
fætlur...."
Tvær vikur eru liðnar síð-
an ég hafði uppi nokkrar
hugrenningar um hvert allt
þetta fólk væri farið, sem
hefur sagt upp störfum sín-
um undanfarin misseri, án
þess að það láti sjá sig annars
staðar á mannfáum vinnu-
markaðnum.
Eftir að hafa flögrað víða um
lönd, hef ég loks komist að hinu
sanna í málinu. Einhverjir vafa-
gemlingar í kerfinu hafa í ára-
raðir reynt að dylja okkur þeirr-
ar staðreyndar, að íslendingar
eru miklu fleiri en manntals-
skýrslur gefa upp. Samkvæmt
minni eigin talningu, sem ég
framkvæmdi með dyggri aðstoð
nokkurra þúsunda fiðraðra vina
minna, þá losar mannfjöldinn á
tslandi aðra milljónina. Ná-
kvæmlega 2.134.036.00 eða
tværmilljónireitthundraðþrjá-
tíuogfjögurþúsundþrjátíuogsex!
Eins og það myndi líta út á víxil-
eyðublaði.
Þessi uppgötvun okkar smá-
fúglanna útskýrir réttilega, af
hverju Kringlan er alltaf pakk-
fúll af fólki í búðarrápi, þegar
ekki er vitað betur opinberlega,
en að fólkið sé í vinnunni. Mér
létti nú nokkuð við þessa upp-
götvun, þar sem hún skýrir líka
hvernig íslendingar fara að því
að éta meiri sykur og feitmeti
en aðrar þjóðir og eiga fleiri bíla
og aðrar græjur en aðrir.
Þegar þessar tölur birtast
opinberlega úti í heimi munu
allar grunsemdir um að íslend-
ingar séu fjölfetlur, hverfa eins
og skot. Ég hef það fýrir satt, að
útlendir framleiðendur ein-
hvers forláta fótanuddtækis hafi
haldið því staðfastlega fram, að
íslendingar væru fjölfætlur, eftir
að fótanuddsbrjálæði greip um
sig hér fýrir nokkrum árum og
þessir ágætu menn seldu fleiri
tæki til íslands, en opinber
höfðatala íbúanna hljóðaði
uppá.
Lítill fúgl sem slæddist hingað
nýverið með austanstorminum
utan úr heimi, hvíslaði því að
mér fullur lotningar, að fóta-
nuddshöfðingjar þar handan við
höf, hafi þegar hannað forláta
græju, sem sé hið huggulegasta
stofúgagn og sérstaklega ætluð
fýrir íslenskar fjölfætur. Ein-
hvern ávæning hafði hann líka
heyrt af fýrirhugaðri framleiðslu
á stólpípu fyrir fjölrassafólk, án
þess að hann þyrði að fúllyrða
nánar um það.
Þessir hugvitsmenn verða án
efa fýrir vonbrigðum, þegar þeir
fá manntalsskýrslur Páfans og
hans fiðurfélaga. íslendingar eru
nefnilega rétt skapaðir í öllum
aðalatriðum, en þeir eru hins
vegar fleiri en af er látið, eins og
manntalið okkar fúglanna sýnir
tvímælalaust.
Hver er skýringin? Jaáá, það
er ekki fúrða að menn velti því
fýrir sér.
Hún er ósköp einföld í sjálfri
sér, og hún varpar huliðshjálm-
inum af mörgum gömlum
leyndardóminum.
Þetta er eins og með margar
vel gerðar felumyndir, að lausn-
in er augljós þegar maður hefur
komið auga á hana einu sinni.
Haldið ykkur nú: fslendingar
eru upp til hópa huldufólk!
Það er engin önnur raunhæf
skýring til á fýrirbrigðinu.
Hvernig má það vera öðruvísi,
þegar þúsndir manna hverfa úr
atvinnulífinu og enginn veit
hvar allur hópurinn er niður
kominn. Við, fiðurfénaðurinn
vitum þetta, því við höfúm góð
sambönd í hulduheimum. Það
sem gerist, er að þegar álfarnir
eru orðnir leiðir á þrældómnum
í fiskinum, eða að skeina gamal-
mennum og börnum á opinber-
um stofnunum, þá leita þeir ein-
faldlega aftur heim til sín í klett-
ana. Þeir flýja bara yfir í huldu-
heima, þar sem er ekkert vesen
og karp um kaup og kjör, þar
sem allir vita að álfar þurfa ekk-
ert að éta.
Á leiðinni heim í klettaborg-
irnar hafa nokkrar þúsundir
þeirra villst af leið og komið við
í Kringlunni, þar sem þeir hafa
vandrað um í reiðileysi, dregnir
þangað af öllu glysinu. Hins veg-
ar eru þeir nú óðum að finna aft-
ur veginn heim, enda kvarta
kaupmenn í þessari borg
Mammons, að heimsækjendum
þangað fari fekkandi.
Það lagast kannski þegar nær
dregur jólum, því þá koma hinir
huldumennirnir ofan af fjöllun-
um til að gægjast í glugga fjöl-
vörubúðanna. Hvort þeir kaupa
nokkuð, er svo önnur saga.
Páfinn.
52 VIKAN