Vikan


Vikan - 12.11.1987, Side 56

Vikan - 12.11.1987, Side 56
Hamagangur á Borginni Á sunnudagseftirmiðdögum er Stjarnan með beina útsendingu frá Hótel Borg þar sem skemmtikrafturinn góðkunni, Jörundur Guð- mundsson, stjórnar skemmtiþætti. Mikið er um að vera í þessum þáttum hans Jörundar og er óhætt að fullyrða að engum ætti að leið- ast yfir þeim. Góðir gestir eru fengnir til að ræða í gamni og alvöru og hinir fjölmörgu áhorfendur eru óspart virkjaðir til að ná upp fjörinu. Þá sér hljómsveitin um að skemmta á milli atriða. Vikan brá sér niður á Borgina einn sunnu- daginn og tók þá þessar myndir sem sýna vel að það er ekki deyfðinni fyrir að fara i þessum þáttum. Meðal gesta þáttarins i þetta sinn voru Kristinn Hallsson, spaugarinn Magnús Ólafsson og Helgi Seljan- Stjarnan býður alla velkomna niður á Hótel Borg á sunnudögum til að njóta kaffiveitinga og skemmtiatriða á meðan húsrúm leyfir. Það er handa- gangur í öskjunni þegar áhorfendur eru virkjaðir í spurningakeppni. Jörundur forðar sér þegar kapparn- ir reyna að ná bjöllunni, enda reynslunni ríkari eftir að einn þátttakandinn hljóp hann niður í fvrsta þættinum. 56 VIKAN J

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.