Vikan


Vikan - 12.11.1987, Page 58

Vikan - 12.11.1987, Page 58
KYNÞOKKAFYLLSTU 7 Don Johnson 2 Tom Cruise Bandaríska tímaritið US gekkst fyrir lesendakönnun þar sem valdar voru kynþokka- fyllstu stjörnurnar í dag. Fleiri þúsund manns tóku þátt í könnuninni og niðurstöðurnar komu að ýmsu ieyti á óvart. Sú kona sem þótti hafa mestan kynþokka til að bera var Cybill Shepherd, og kom það á óvart vegna þess hve kuldaleg hún er. Kynþokkafyllsti karlmaðurinn var hmsvegar kyntröllið Don Johnson. í öðru sæti urðu Linda Evans og Tom Cruise. Það verð- ur að teljast heiður fyrir Lindu að komst i annað sæti þrátt fyrir aldurinn. Ekki er heldur afleitt fyrir 3 Tom Selleck ---I--------------- 3 Jacklyn Smith ungan leikara eins og Tom Cruise að ná þessu sæti. í þriðja sæti urðu Jacklyn Smith (ein af engl- unum hans Kalla) og Tom Selleck sem íslenskir sjónvarpsáhorfend- ur þekkja úr Magnum. í fjórða sæti kemur svo áhugaverður dúett. Kathleen Turner sem er efst á lista þeirra sem hafa ekki orðið frægir í sjónvarpi og ær- inginn Bruce Willis. (Ætli honum hafi ekki sviðið að verða neðar en Cybill Shepherd?) í fimmta sæti urðu sápuleikkonan Donna Mills og Mark Harmon. í sjötta sæti urðu tvær stjörnur sem aldurinn virðist engin áhrif hafa á, þau Joan Collins og Robert Redford. i 4 Kathleen Turner sjöunda sæti varð parið Heather Locklear úr Dynasty og ástralski leikarinn Mel Gibson. í áttunda sæti varð mjög skemmtilegur dúett. Þar er mætt engin önnur en drottningin sjálf, Elizabeth Taylor, orðin grönn og fegurri en nokkru sinni. Á móti henni er svo kyn- táknið sem „floppaði", Richard Gere. Níunda sætið var hvorki skipað leikara í karlaflokki né kvennaflokki. Þar trónuðu þau Christie Brinkley fyrirsæta (kona Billy Joels) og Bossinn sjálfur, Bruce Springsteen. í tíunda sæti urðu svo Madonna og sjóvarps- leikarinn Pierce Brosnan. -AE. 58 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.