Vikan - 12.11.1987, Qupperneq 61
I
Kaldir
karlar
Full Metal Jacket
Leikstjóri Stanley Kubrik
Handrit Stanley Kubrik o.fl.
Aöalhlutverk: Matthew Modine,
Adam Baldwin, Lee Ermey.
Þetta er fyrsta mynd Stan-
ley Kubrik í sjö ár og það að
hann ákvað að gera mynd
um Víetnam-stríðið eftir
þetta hlé sýnir hve óþrjót-
andi náma efhis þetta stríð
ætlar að verða kvikmynda-
gerðarmönnum, þótt það
hafi verið bannorð á fyrstu
árunum eftir að því lauk, því
Bandaríkjamenn töpuðu jú
þessu stríði og var lengi illa
við að vera minntir á það.
Friörik
Indriðason
KVIKMYNDIR/
ísinn var brotinn með gerð
myndarinnar The Deer Hunter
og síðan hafa misgóðar myndir
siglt í kjölfarið, allt frá Rambó-
dellunni til stórbrotinna verka á
borð við Apocalypse Now og
Platoon.
Kubrik sem á að baki verk á
borð við 2001, Dr. Strangelove
og A Clockwork Orange byggir
þessa mynd sína upp á mjög
hefðbundinn hátt. Við fylgjumst
með nýliðum í landgönguliði
Bandaríkjahers, ffá því að þjálf-
un þeirra hefet og þar til þeir
taka þátt í bardögum Tet-sókn-
inni miklu í Víetnam. Það sem
skilur myndina að frá öðrum
hefðbundnum stríðsmyndum er
meðferð Kubriks á þessu efni og
stórkostlegt handrit hans sem
skrifað var í samvinnu við þá
Michael Herr og Gustav Hasford
en myndin er byggð á sögu Has-
ford „The Short Timers".
Fyrstan til sögunnar má telja
liðþjálfann sem þjálfar nýliðana,
leikinn af Lee Ermey. Maður
hefur séð marga harðhausa í
svona hlutverkum en þessi slær
þá alla út, hann raunverulega
bryður nagla í morgunverð eða
eitthvað álíka geggjað og orða-
forði hans til að lítillækka undir-
menn sína er með ólíkindum.
í fyrrihluta myndarinnar
byggir Kubrik lítið á persónu-
sköpun þeirra er myndin fjallar
um, hann einbeitir sér meir að
því að sýna hvernig þeir eru
gerðir að hugsanalausum dráps-
vélum á skipulagðan hátt, er
breytt í hvert annað morðvopn
eins og rifflana sem þeir bera.
í seinnihlutanum er atburða-
rásin færist yfir á vígstöðvarnar
sjáum við svo hvernig þessar
„drápsvélar" bregðast á mis-
munandi hátt váð álagi stríðsins
og hinu framandi umhverfi.
Svipmynd úr Full Metal Jacket.
Segja má að Full metal Jacket
sé öðrum þræði ekta karlrembu-
mynd. Aðeins þrjár kvenpersón-
ur koma frarn í henni, tvær
þeirra eru hórur sem bjóða ffam
þjónustu sína og sú þriðja er
leyniskytta Viet Cong sem kem-
ur við sögu í hinu áhrifamikla
lokaatriði mynarinnar.
Telja verður þessa mynd til
betri verka Kubriks, frábært
handrit hennar veitir nýja inn-
sýn í tilgangsleysi þessa stríðs
og einskisverðar fórnir þeirra
manna sem háðu það og hugs-
uðu ekki um annað, hvert kvöld
hve gott það var að hafa komist
lífc af yflr daginn
VIKAN 61