Vikan


Vikan - 24.03.1988, Qupperneq 11

Vikan - 24.03.1988, Qupperneq 11
Luxemborgarar fullyrða að höfuðborgln þeirra sé fallegasta borg í heimi. Erfitt er að draga þá fullyrðingu í efa þegar maður lítur augum yfir borgina. en, sem er hollenskur að uppruna, tók fagnandi á móti gestunum í anddyrinu og undirstrikaði að öll þjónusta hótelsins stæði þeim til boða að kostnaðarlausu og hvatti hann eindregið til að gestirnir frá íslandi brögðuðu á sem flestum veitingum hótelsins og nýttu sér alla þá þjónustu og afþreyingu sem Hotel Pullman hefur upp á að bjóða. „En fyrst skuluð þið koma ykkur fyrir uppi í herbergjum ykkar og síðan ger- um við eitthvað skemmtilegt," sagði Hilk- huysen hótelstjóri. Magnús Guðmundsson hefur ferðast víða um heim, bæði sem blaðamaður og venjulegur ferðamaður. Um leið og hann kom inn í herbergi sitt á Hotel Pullman sá hann að allt var eins og best var á kosið svo jafnvel kröfuhörðustu ferðamenn gætu ekki fundið ástæðu til að kvarta. Her- bergið var óvenju rúmgott og vel búið miðað við önnur hótelherbergi sem hann hefur gist víða um heim. „Ferðafélagar mínir ættu að vera ánægð- ir með svona þægilegt herbergi,“ hugsaði hann ánægður. Þegar Magnús hafði komið farangri sínum fyrir ákvað hann að líta inn hjá Guðrúnu og Páli og heyra hvernig þeim líkaði aðbúnaðurinn. Ekki aldeilis af verri endanum „Ég bjóst nú svo sem ekki við að þau hefðu yflr neinu að kvarta," segir Magnús. „En ég verð að viðurkenna að ég átti hreint ekki von á þeim lúxus sem ég sá í híbýlum þeirra hjóna. Þau höfðu verið sett í fínustu svítu Hotel Pullman og þau stóðu bara þarna á gólfinu með lotningarsvip á andlitinu og þorðu varla að hreyfa sig þeg- ar ég kom inn. Á borði stóð ísfata með kampavíni og ávaxtaskál ásamt fallegum blómvendi, með kveðju frá hótelstjóran- um. Þetta var hreint stórglæsilegt." „Þetta er nú bara það flottasta sem ég hef séð,“ sagði Páll Sigurðsson þar sem hann stóð á gólfinu og horfði yfir híbýlin sem þau hjónin áttu að hafa til ráðstöfunar næstu fimm dagana og Guðrún tók undir það. Þegar ferðalangarnir komu aftur niður í afgreiðslu hótelsins afhenti Irene Wolter Magnúsi Guðmundssyni lyklana að Benz- inum glæsilega og kom ferðalöngunum þægilega á óvart er hún tilkynnti að Lux Rent-a-Car bílaleigan ætlaðist til að hópur- inn hefði glæsikerruna endurgjaldslaust til afnota á meðan á dvölinni stæði. Það er óhætt að fúllyrða að Benzinn stóð fyllilega fyrir sínu í þessari ferð. Lúxemborg er veisla fyrir augað Irene Wolter var leiðsögumaður ís- lensku gestanna um Lúxemborg og fyrsta daginn var haldið inn í gamla miðbæinn sem einkennist af gömlum byggingum, sumum meira en 1000 ára gömlum. Feg- urð borgarinnar og borgarstæðisins er slík að ferðamaðurinn verður auðveldlega gagntekinn og tíminn líður fljótt í skoðun- arferð sem reynist verða hrein veisla fyrir augað. Guðrún og Páll heimsóttu meðal annars þjóðminjasafn þeirra Lúxemborg- ara, þar sem sjá má margra alda merka sögu þessa litla ríkis og borgar. Lúxemborg er fyrst skráð á spjöld sög- unnar árið 963 sem Luxilinburhuc virkið á klettunum ofan við Alzette dalinn. Það var Sigfrid greifi sem gaf virkinu nafn en hann hafði eignast það í skiptum fyrir St. Maximin klaustrið í Trier sem nú er innan landamæra V-Þýskalands. Sigfrid þessi stækkaði virkið og skapaði það borgríki sem síðar fékk nafnið Luxemburg. Rómverjar höfðu löngu áður gert sér grein fyrir hernaðarlegu mikilvægi þessa staðar í alfaraleið Mið-Evrópu því minjar rómverskrar búsetu er víða að finna í Lúxemborg. í aldir var borgin talin ósigrandi virki. Franskur herstjórnandi, Lazare Carnot, sem stofnaði hina fjórtán landheri franska lýðveldisins á 18. öld, sagði á franska þjóð- þinginu 1795: „Virkið er hið öflugasta í heiminum ef undan er skilið Gíbraltar." Carnot átti þá við borgvirkið Luxemburg sem hafði þá staðið af sér sjö mánaða herkví og árásir Frakka. Að lokum urðu Lúxemborgarar þó að gefast upp vegna hungurs. í dag þarf enginn sem heimsækir borgina að óttast að svelta því fáir staðir í Evrópu geta státað af jafn fjölbreyttu úr- vali matsölustaða sem bjóða upp á ffamúr- skarandi veitingar. Ferðalangar Vikunnar voru þeirrar ánægju aðnjótandi að heim- sækja nokkra af þessum stöðum og bragða á úrvali veitinga, sem eru tvímælalaust með því besta sem gerist í heiminum. VIKAN 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.