Vikan


Vikan - 24.03.1988, Qupperneq 22

Vikan - 24.03.1988, Qupperneq 22
„Fyrst finnum við módel, fáum síðan hugmynd og svo er að byrja“ - segja þátttakendur frá hárgreiðslustofunni Guðrún Hrönn TEXTI: BRYNDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR MYNDIR: PÁLL KJARTANSSON Frá hárgreiðslustofu Guðrúnar Hrannar komu þrír keppendur, enda keppnisandi ríkjandi þar innandyra því Guðrún Hrönn sjálf er mikil keppnismanneskja og hefur tekið þátt í fjölmörg- um keppnum. Stúlkurnar hennar sem tóku þátt heita Þórunn Sigurðardóttir sveinn, Emelía Blöndal nemi og Steinunn Bragadóttir nemi. Ljósmyndarinn okkar mætti á stof- una einn laugardagseftirmiðdag þegar þær voru að æfa sig fyrir keppnina. Þórunn, eða Systa eins og hún er oft- ast kölluð, sagði okkur frá því sem þær voru að gera. „Við byrjum að undirbúa okkur svona tveim mánuðum til sex vik- um fyrir keppni. Við byrjuðum á því að finna okkur módel - síðan er að finna hugmynd. Sumir fara öfugt að og fá hugmyndina fyrst og fara síðan að leita að módeli sem passar. Hugmyndin breytist síðan oftast í meðförum og verður kannski allt öðru- vísi að lokum en í upphafi. Hér æfðum við okkur fyrst bara um helgar, en síð- ustu dagana fyrir keppni æfum við okk- ur öll kvöld. Þegar komiö er að keppni þá erum við búnar að útfæra greiðsl- una eins og við viljum hafa hana. Einn- ig ákveða háraliti og sumar nota hár- toppa með og þá þarf að lita þá eins eða í mótlit. Föstudaginn fyrir keppni þá erum viö tilbúnar til að fara að máta saman greiðsluna, fötin og farðann. Á keppnina megum við mæta með greiðslurnar 75% unnar og Ijúkum við þær á sviðinu." Því það er ekki nóg með að þátttak- endur greiði eða klippi hár. Þeir þurfa einnig að farða módelin og útbúa fatn- aðinn á þau þannig að heildarsvipur myndist og allt fari vel saman; hár, förð- un og fatnaður. Dómararnir hafa allt þetta í huga þegar stigin eru gefin. í keppni í frjálsri greiðslu verður að reyna að koma með listrænar, hug- myndaríkar og fyndnar greiðslur fremur en greiðslur sem notaðar eru daglega. Hárgreiðslu- og hárskerameistarar og -sveinar kepptu saman og síðan kepptu saman nemar í báðum grein- um. Fern verðlaun - sem eru utan- landsferð á námskeið í faginu - eru veitt, en eins og fyrr segir er keppnin haldin á vegum tímaritsins Hárs og fe- gurðar og í næsta hefti þess verður keppninni gerð veglegri skil en við gát- um gert hér - og þar verða birtar mynd- ir af verðlaunagreiðslunum. □ Emelia Blöndal þurrkar hárið á sínu módeli sem er með mjög sitt hár. Emelía túperaði hárið síðan mjög stíft og greiddi hátt upp frá höfðinu. Hárið var litað koparlitt og eins konar „skrúfulokkar" féllu niður eftir greiðslunni, en árangurinn sést hér á næstu mynd. 22 VIKAN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.