Vikan


Vikan - 24.03.1988, Side 49

Vikan - 24.03.1988, Side 49
eftir Björn Preger k þessum stað þoldi fólkið ekki hvert annað. Það getur verið erfitt -Z. JL að segja til um hver hafi farið mest í taugarnar á hverjum, en hitt er víst, að stemmningin var fyrir neðan all- ar hellur. Maturinn var það besta, — enda var Háfjallahótelið í Noregi frægt fyrir góðan mat. En það var ekki nóg til að gera páskagestina glaða. Veðrið var held- ur ekki gott, annað hvort var þoka og stormur, eða það snjóaði þessi lifandis ósköp. Inniveran hafði skapað leiðinlegt and- rúmsloft, og samskipti og samkomulag gestanna voru hræðileg. Til dæmis vissu allir að Bredesen tryggingaforstjóri var vanur að eyða deginum fyrir hádegi hjá konu verkfræðingsins, en á þeim tíma var verkfræðingurinn að klífa fjöll að eig- in sögn. Ennfremur vissu allir, að fjall- göngur verkfræðingsins enduðu venju- lega í hinum glæsilega sumarbústað ekkju timburkaupmannsins, en hann var nýlega dáinn úr elli. Á skírdag, eftir hádegið, var dansað svolítið í kjallaranum, en þar var lítill og skemmtilegur bar. Gestgjafinn, sem var Bremann forstjóri, þekkti sitt fólk, og hafði innréttað staðinn eins og best var á kosið, en allt kom fyrir ekki. Aðal- áhugamál hans var útvarps- og sjón- varpstækni, en þessa dagana var veðrið honum ekki hliðhollt, sjónvarpsskerm- urinn var dökkur og truflanir tíðar í út- varpinu. — Ég ætla að skreppa upp á loft og sækja sígarettumunnstykkið mitt, sagði Krinner forstjóri við konu sína, stóð á fætur og gekk út eftir dansgólfinu. Allir horfðu á hann. Nokkrir vissu og enn fleiri grunaði hvaða erindi hann ætti upp. Leikkonan Rosa Lind var nýlega far- in upp á herbergi sitt og var vön að koma aðeins of seint í mat, — eftir að Krinner var búinn að heimsækja hana, sagði Bremann. Hann fór nú upp og sótti munnstykk- ið, en þegar hann var að fara aftur út úr íbúð þeirra hjóna, sá hann umslag, sem hafði verið troðið milli hurðarinnar og gólfsins. Nafii hans var á umslaginu. Hann opnaði það og las þessar fáu línur, sem voru skrifaðar á miða með blokkskrift. Síðan stakk hann bæði um- slaginu og miðanum í vasann, og gekk rólegur í áttina til herbergis Rosu Lind. Þar var ekki nokkur maður sjáanlegur. Og þegar hann lokaði á eftir sér dyrun- um á herbergi hennar, sá hann hvar leikkonan sat í hægindastól og brosti til hans. — Þú ert of seinn, sagði hún á þennan dillandi hátt sinn. — Vildi sú gamla ekki sleppa þér fýrr? Nei, það var ekki aldeilis um neina hátíðastemmningu að ræða þetta kvöld, en upp úr ellefu tóku einhverjir sig sam- an um að spila póker. Krinner fékk leyfi hjá konu sinni til þess að fá að vera með. Hann varð alltaf að biðja hana um leyfi. Hann var tæplega þrítugur, en hún var komin eitthvað yfir fertugt. En hann var forstjóri fyrir verslun, sem hún átti. Hún átti allt í kring um hann. Og það var hún sem hafði ákveðið, að hann skyldi skipta um nafh. Áður hét hann Kristianssen, nú hét hann Krinner. Henni hafði ekki fúnd- ist Kristianssen nógu gott. í raun og veru var ekkert nógu gott við hann, — ekki einu sinni siðferðiskenndin. Frú Krinner sat og horfði reiðilega á eftir manni sínum. Krinner virtist vera eitthvað öðru vísi en hann átti að sér, þar sem hann sat inni í spilaherberginu. Hann virtist vera að hugsa um allt annað en spilin. Bredesen tryggingaforstjóri hirti hvern vinninginn eftir annan, en Krinner andvarpaði eins og hann væri að gefa í skyn, að Bredesen hefði rangt við. — Nafnlaust bréf, tautaði hann og starði á spilin sín, þau sýndu þrjár sam- stæður. — Er þetta misheyrn hjá mér, sagði Bredesen, — eða varst þú ekki að tala um nafhlaust bréf? —Já reyndar, sagði Krinner. — Nafnlaust bréf eru einhver leiðinleg- ustu fyrirbæri, sem hægt er að hugsa sér, að ég nú ekki tali um á helgidögum, lagði Bredesen til málanna. — Hefur þú fengið nafhlaust bréf? spurði hann ennfremur og horfði á Krinner yfir gleraugun. — Það sagði ég ekki, sagði Krinner. — Ég sagði aðeins að slík bréf sýndu óeðli og skepnuskap þess, sem sendir þau. — Það er þó satt, sagði einhver annar við borðið. — Sérstaklega ef þetta eru kúganir af einhverskonar tagi. — Sem skaðabætur fyrir eitt eða annað, bætti Bredesen við, þurrlega. — Einmitt, sagði Krinner lágt. - Láttu mig hafa tvö spil. Hann fékk þau og hann hafði dregið fjórðu drottninguna. — Tíu þúsund krónur, sagði hann ör- uggur. Bredesen var til í að halda áfram, en hinir lögðu spilin niður. Bredesen hafði hálft hús, þrjár áttur og tvær fimmur. Krinner dró peningana til sín. Það voru 30.000 krónur. — Nóg fyrir skaðabótunum? spurði Bredesen þurrlega. — Skaðabætur? Nei ég hef ekki not fyr- ir slíkt. Þeir héldu áfram að spila nokkra stund. Þegar þeir voru búnir einhvern tíman um nóttina, hafði enginn tapað eða grætt neitt umtalsvert. Gestirnir voru þá fyrir löngu farnir úr danssalnum. Einn af þeim átti koníaksflösku á sínu borði, og þeir luku við hana, áður en hver fór til síns herbergis. Krinner leið hálf illa, þegar hann gekk eftir rökkvuðum ganginum. Hann hryllti við að fara inn til konu sinnar. Hún var örugglega vakandi og beið hans til þess að skammast og ónotast. Hann hélt fast um bréfið í vasanum. Hann sá einhvern standa við glerskápinn þarna á gangin- um. Eða var það bara skuggi? Taugar hans voru að gefa sig. Og hvar ætti hann að fá peningana. í raun og veru gat hann ekki útskýrt þetta fýrir konu sinni. Nú sá hann hvað hann hafði verið heimskur að haga sér svona. Það höfðu allir svo góð sambönd á þessu hóteli. Næturvörðurinn gekk snemma í gegn um hótelið þennan föstudagsmorgun, eins og hann reyndar var vanur. Nátt- myrkrið á ganginum var nærri óhugnan- legt, en forstjórinn hafði skipað svo fyrir, að það yrði slökkt á ljósunum um nætur. Næturvörðurinn vissi, að þetta gerði hann af varúðarástæðum, til þess að gestir hans gætu ferðast á milli her- bergja, án þess að láta ljósið trufla sig. Og í myrkri sem þessu var hægt að leyna ýmsu. Næturvörðurinn gekk hægt og rólega og stansaði svona hér og þar. í enda gangsins náði dagsbirtan að yfirtaka rökkrið í gegn um lítinn glugga. Þegar hann gekk fram hjá þeim stað, sem slökkvitækin áttu að vera, sá hann að ekki var allt með felldu. Þetta var eins og stór poki eða taska, sem var þarna. Kannski hafði einhver gestanna orðið að setja þetta þarna vegna plássleysis á her- bergjunum. Hann horfði á hlutinn, en svo stífhaði hann upp. Þetta var maður, mannslíkami. Ef til vill dauðadrukkinn? Hann tók í öxl verunnar. Hún valt á gólfið. Og þá sá næturvörðurinn hvað hafði átt sér stað. Maðurinn hafði verið sleginn í hnakkann. Brunaöxin var nefhi- lega ekki lengur á sínum stað í gler- skápnum. Sýslumaður umdæmisins var mættur, og Eriksen, lögreglumaður frá Lille- hammer, einnig. Hann hafði komið rétt á undan þyrlunni, sem flutti Alstedt yfir- lögregluþjón og sérfræðingana tvo frá glæpadeild lögreglunnar. — Þetta er ekki sem verst páskaferð, sagði Alstedt, þegar hann klifraði niður úr þyrlunni. Bremann gestgjafi og for- stjóri hitti þá niður við vatnið, sem þyrl- an lenti á, og þaðan héldu þeir upp að hinni gömlu byggingu. — Einn af gestunum er læknir, sagði forstjórinn, — en það var nú ekki mikið sem hann gat gert, því miður. Aðeins fullyrt, að hann hafði verið sleginn í hnakkann með öxi. Við höfum ekki hreyft brunaöxina, sem hlýtur að hafa verið morðvopnið. Og við höfum heldur ekki hreyft líkið. Ekki einu sinni lögregl- an. — Það er gott, sagði Alstedt. — Og hver hefur svo haft ástæðu til þess að drepa Krinner? Því það getur varla hafa verið sjálfsmorð, eða hvað? Forstjórinn hikaði eitthvað áður en hann svaraði, og Alstadt skildi strax að það var engan veginn auðvelt að þurfa að segja frá því, þótt honum hefði þótt einhver gesta sinna grunsamlegur. — Ég hef verið að velta þessu fyrir mér, en ég get ekki bent á neinn sérstakan, sagði forstjórinn loks. Nokkrir gestir sátu í afgreiðslusalnum og blöðuðu óþreyjufullir í gömlum blöðum. Lögregluþjónn, sem greinilega Frh. á bls. 51. VIKAN 49

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.