Vikan


Vikan - 24.03.1988, Síða 58

Vikan - 24.03.1988, Síða 58
BRIDGE Meiri skipting í tölvugefnu? ■ Þær fréttir voru að berast frá Bridgesambandi íslands að þeir eru farnir af stað með sérstaka dagskrá í húsnæði sínu, Sigtúni 9 á föstudagskvöldum. Þar verð- ur boðið upp á fyrirlestra þekktra bridgespilara, sem munu ræða ýmsar stöður í bridge. Landsliðsþjálfarinn í bridge, Hjalti Elíasson og Jón Baldursson verða með fyrir- lestra og líklega fleiri þekktir meistarar. Einnig gefst fólki kostur á að reyna sig á sagna- keppnum og eru gefln stig fyrir árangurinn. Þetta er mjög þarft ffamtak hjá Bridgesambandinu, og ástæða fyrir fólk að nýta sér það á Stór-Reykjavíkursvæðinu og gaman væri ef hægt væri að sinna landsbyggðinni eitthvað í þessum málum. Nú nálgast undanrásir ís- ísak Ö. Sigurdsson landsmótsins í sveitakeppni og framundan er úrslitakeppni 8 sveita á Hótel Loftleiðum um páskana. Spilarar um allt land, sem taka þátt í keppnisbridge, komast í toppæfmgu þegar vor- ið nálgast, og þá eru stærstu keppnirnar haldnar. íslandsmót í tvímenningi er síðan loka- keppni keppnistímabilsins, en þessar tvær keppnir eru stærstu mótin sem haldin eru hér á landi, og gott sæti þar eftirsókn- arverðast meðal allra spilara. Sveitakeppni Bridgefélags Reykjavíkur, er mönnuð nteð flestum sterkustu spilurum landsins, ef bestu spilararnir utan af landi eru frátaldir. Á þessu keppnisári var tekin upp sú nýbreytni hjá félaginu, að hafa spilin tölvugefin í keppn- inni og vilja margir meina að spilin verði villtari fyrir vikið. Þessa hendi fékk norður að líta í A-riðli í keppninni, og eru allir á hættunni. D9872 7 G108765 10 Austur vakti á einu eðlilegu laufl og félagi þinn segir óvænt 1 tígul og vestur 2 hjörtu sem er vakning á móti. Þú sérð strax möguleika á góðri fórn, en lík- lega er best að segja tvo spaða í millitíðinni, ef þið skylduð eiga spaðasamlegu. Austur stekkur í íjögur hjörtu sem eru pössuð til þín, og að sjálfsögðu segir þú fimm tígla, sem eru doblaðir, en þeir eru óhnekkjandi eins og spilin liggja, þó andstæðingarnir eigi megnið af punktunum. Það íúrðulega er, að tiltölulega fáir náðu fimm tíglum á þessi spil, en fjögur hjörtu standa á spil austurs vestur. Allt spilið var svona: Spil 10 A/Allir D9872 7 GT8765 T 543 n AKDT5 D V A DG43 S AG 9843 AK432 97 KT6 G62 9 AKB652 Fermingargjafirnar í ár Hárblásari Áður 1.980 l\lú 1.140 System 1-2-3 Vasarakvélin Áður 8.980 Áður 2.200 Nú 4.980 HNú 1.280 LOKSINS! Lægraverðen áöðrum Norðurlöndum og Hollandi, svo dæmi sé tekið Kringlunni og Borgartúni 20 Skeggsnyrtir Áður 1.240 Nú 720 58 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.