Vikan - 24.03.1988, Page 64
Þannig sparar þú:
KLEINUR
FYRIR KR. 1» SIK.
Þessa uppskrift hef ég bakað í
meira en 10 ár við góðar undir-
tektir. Reyndar tvöfalda ég hana
oft og geymi kleinurnar í frysti í
litlum plastpokum. Þær eru þá
eins og nýjar þegar þær þiðna.
Ég nota alltaf olíu við steiking-
una (og þá helst olíu sem heitir
Gourmeut og er í 4 1 gulum
brúsum.) Þetta er grænmetis-
olía og talið frekar hollt.
Lítrinn af olíunni kostar um
74 kr. Ég nota 1 — 1.5 1 í pottinn,
en það er hægt að nota hluta af
olíunni aftur, þannig að ég
reikna með að nota ca 0.75 1. Úr
deiginu (1 kg af hveiti) fáe ég
107 sæmilega stórar kleinur.
0.75 1. olía 55.50
1 kg hveiti 47.00
1 tsk hjartasalt 1.00
8 tsk lyftiduft 6.00
2 tsk sítrónudr. og
kardimommur (dufit) 2.00
100 gr smjörlíki 4.70
250 gr sykur 4.75
3 egg 40.00
'/2 1 mjólk 23.50
(ég nota stundum
dálítið af súrmjólk.
Samtals. kr. 184.45
Rafmagn ca. 10.00
Alls kr. 194.45
Stykkið kr. 1.81
Hræra saman smjörlíki og
sykur, bæta eggjunum útí og
hræra vel. Setja hveiti, lyftiduft,
hjartasalt, dropa og mjólk sam-
an við og hnoða annaðhvort í
vél eða höndum.
Skiptið deiginu í 4 hluta og
fletjið með kökukefli. Búa til
kleinur og snúa þeim. Steikja
gulbrúnar í heitri feiti (gott að
hafa plötuna á 2.5)
Vigdís Stefdnsdóttir bakaði
64 VIKAN