Vikan


Vikan - 15.12.1988, Blaðsíða 16

Vikan - 15.12.1988, Blaðsíða 16
honum, blásaklausum Framsóknarmannin- um líka að detta þau ósköp í hug sem nú hafa komið í ljós. Nei, ég held að Magnús hljóti að hafa verið niðri í kjallara þegai Guð skapaði siðgæðið." „Óholt að kynnast „ástinni“ í formi kynferðislegrar misnotkunnar" — Hann kveður fast að, jafht í spjalli yflr kaffibolla sem í textum sínum. Nú spilaði hann til styrktar Kvennaathvarfinu fyrir skömmu. Er það eitt af hans hjartans málum? „Það er vissulega mjög athugavert að við skulum þurfa stofnun á borð við Kvennaathvarfið og jafhvel þó að margar konur hafi nýtt sér þjónustu þess tel ég að við höfúm aðeins séð toppinn á ísjakanum. Að það séu miklu fleiri konur en okkur grunar sem eru beittar ofbeldi inná heim- ilunum. Ég held að ef hinn þögli hluti kvenna, þ.e, konur um og yfir fimmtugt, myndu opna sig þá kæmi ýmislegt í ljós. Kynferðisleg misnotkun eiginkvenna er eitt en þó finnst mér fokið í flest skjól þeg- ar menn eru farnir að ráðast á eigin af- kvæmi. Það getur gert mig brjálaðan að hugsa til þess og ég held að ég væri í raun mjög illa innréttaður ef ég væri ekki bitur út í barnanauðgarana. Ég minnist þess að eitt sinn þegar ég var á gangi niðri í miðbæ, ásamt vini mínum, komu tvær u.þ.b. fjórtán ára stelpur há- grátandi á móti okkur. Ég spurði þær hvað væri að og þá sögðu þær að karl á rauðum Skoda hefði boðið þeim far en síðan ætlað sér að misnota þær. Ég fann karlinn, vatt mér inn í bílinn við hlið hans og spurði hann hvern djöfúfinn hann væri að gera. Hann var ekkert nema jakkafötin greyið og fór að hágrenja þegar ég spurði hann hvort hann hefði nauðgað sínum eigin börnum. Þarna var á ferðinni mjög veikur maður. Mig hryliir við því hvað það hlýtur að vera hverjum einstaklingi óhollt að kynn- ast „ástinni" á þennan hátt. Varðandi kyn- ferðisafbrotamennina þá verður dómskerf- ið að vinna hraðar gagnvart svona mönnum. Það má heldur ekki gleyma þeim sem fyrir árásunum verða. Að þeim verður að hlúa en ekki bara senda þau norður í sveitina til Bínu frænku eins og mér finnst tilhneigingin oft vera.“ Mikið að í borg Daviðs — Þú fjallar á plötunni þinni um fátækt- ina í Reykjavík. Finnst þér mikið að í borg Davíðs? „Stórborgarbragurinn á Reykjavík er í raun orðinn uggvænlegur og það er hreint og beint hættulegt að vera einn á ferð t.d. niðri í miðbæ um helgar. í þessari íslensku stórborg, borg Davíðs, er líka víða hrikaleg fátækt og mikið að. Ljóðið Bastian á nýju plötunni minni er eiginlega ljóð um ljóð. Ljóð um ljóðið „Við Reykjavíkurtjörn" effir Davíð Oddsson. Bastian fjallar einmitt um fátæktina í Reykjavíkurborg. Ég er klár á því að það er mjög rómantískt að eiga nóg af peningum hér, en við verðum bara að skoða allan 1 Ó VIKAN 27. TBL. 1988 pakkann til að fá raunhæfa niðurstöðu í málinu. Davíð skoðaði þetta ffá sínum sjónarhóli og ég ffá mínum.“ — En er slæm staða einstakra fjölskyldna ekki bara þeim sjálfum að kenna? „íslenska þjóðin hefur verið alin upp í því að kenna sjálffi sér um allt sem aflaga fer svo það má vafalaust segja það í þessu tilfelli eins og öðrum. Það er undarlegt að það skuli enginn fulltrúi alþýðunnar vera á þingi núna. Eng- inn verkalýðsleiðtogi. Megnið af þeim sem eru á þingi koma úr menntakerfinu og þeir ■ irAnnars er ég náttúr- lega fréttaritari. Það má eiginlega segja að ég sjái um Kastljós.“ ■ „Einn hluti þessa undarlega kúltúrs eru Hamrahlíðarheimspek- ingarnir, sem ég kalla svo. Þá hef ég aldrei get- að skilið í íslenskri dæg- urlagagerð." sem koma af götunni fara strax að snobba fyrir hinum. Stjórnmálamenn dagsins í dag eru orðnir að einhverjum fjölmiðlafígúr- um. Þeir læra að tala, læra að brosa, læra að nýta tímann, læra að skipuleggja sig og ég veit ekki hvað þetta heitir allt saman. Ef svo óheppilega vill til að einhver mótrök koma ffá alþýðunni fer tölvan í baklás og garparnir þurfa að láta tala inn á sig að nýju.“ Verjandi og sækjandi í eigin dómsmáli — Textarnir þínir skírskota off til þess sem við þekkjum. Hvað býr að baki í lag- inu „Vottorð í lcikfimi"? „Ég er að fjalla um, hvað það sem við gerum á unglingsárunum fýlgir okkur lengi. Maður gerir einhverja ákveðna að- gerð og þarf að dröslast með hana um ald- ur og ævi. Þetta er unglingabólan á nefn- inu. Það er líka svolítið skrýtið að einn skólastjóri, í þessu tilfelli heitir hann Eyjólfúr skuli geta rekið krakka úr skóla. Hvað á það eftir að flækjast lengi fyrir við- komandi persónu. Rekinn úr skóla. Örugg- lega í mörg ár.“ — En Ljúft en sárt? „Æ þetta er nú bara stelpuskott sem fer að skemmta sér með samstarfsmönnum, drekkur sig fulla og gleymir. Fer með ein- hverjum heim sem skilur effir í henni neista. Hún veit ekki hver hann er og þarf að vera verjandi og sækjandi í dómsmáli hjá sjálffi sér. Þetta er bara dæmisaga úr daglega lífinu. Þetta hefúr komið fýrir okk- ur öll, líka mig. Munurinn er bara sá að ég get ekki orðið óléttur. — Hingað til hefur fylgt þér eins og skuggi þinn náungi sem heitir Sumarliði. Er hann dáinn? „Nei, nei, bara í fríi eins og er. Hinsvegar er stórvinur okkar beggja á nýju plötunni. Þar á eg við Fúlan á móti. Það er einmitt hann sem syngur Sólarlanda. Fúll á móti er ekki sú manngerð sem margir halda að hann sé. Hann er tilgerðarlegur, væminn og algjörlega húmorslaus. Ég elska húmorslausa menn og get alls ekki Iátið þá afskiptalausa. Mér finnst þeir svo ofboðs- lega skemmtilegir. Fólk hefur off spurt mig hverjir þessir náungar eru en yfir því hvílir meiri leynd en öllum Frímúrararegl- um í heimi. Það eru aðeins tveir menn á jarðríki sem vita hverjir þeir eru. Hinn er Þorgeir Ástvaldsson. — Hverju svararðu þeirri fúllyrðingu að þið Þorgeir séuð „Skáldin" á nýju plöt- unni? ,Ja, jú ætli það ekki. Við sátum gjarnan hér undir súðinni og ræddum heimsmál- in. Þorgeir fór svo alfarið í fjölmiðlana og þá var komið að mér að spjara mig á eigin fótum. Það var nú aðallega röddin mín blessuð sem þvældist fýrir mér enda byrj- aði ég minn söngferil á því að syngja inn á sólóplötu. Á síðustu plötu fann ég hinsveg- ar eitthvert hólf sem ég hafði ekki notað áður og ég held ég hafi ekki notað áður og ég held ég hafi fúndið annað núna. Hitt er annað mál að söngurinn skiptir alls ekki öllu máli. Það er fúllt af fólki í poppheim- inum sem syngur eins og englar en hefúr aldrei sungið neitt annað en eitthvað hef- vítis bull. Mér finnst mikið skemmtilegra að heyra Ijóta rödd syngja skemmtilega lýríku en fallega rödd syngja tóma dellu.“ Ég sé um kastljós - En til hvers ertu að þessu? Er það markaðshyggjan sem ræður ferðinni? „Nei, ég er ekki markaðsbolti. Mér þykir það aftur á móti mjög gaman að fólk skuli fjárfesta í plötunum mínum. Plata sem slík er heldur ekki dýr fýrir þá sem kæra sig um ljóðlist í þessu formi. Ef ég væri ekki í þessu starfi þá held ég að ég myndi helst vilja vera fréttamaður. Annars er ég náttúr- lega fféttaritari. Það má eiginlega segja að ég sjái um Kastljós. Ég er svo eigingjarn að ég verð að fá að benda á þá hluti sem mér finnst miður fara í þjóðfélaginu. Tónlistin gefúr mér tækifæri til þess.“ — Nú sérðu hlutina gjarnan með augum barnsins. Ertu barnastjarna? ,Jú það er rétt að ég lít oft á veröldina á þennan hátt enda held ég að það sé þröng- sýni að horfa alltaf á hlutina með eigin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.