Vikan


Vikan - 15.12.1988, Blaðsíða 13

Vikan - 15.12.1988, Blaðsíða 13
— Hefur þér aldrei dottið í hug að halda námskeið fyrir hjón? „Það eru milljón hlutir sem mér hefur dottið í hug að gera. Sem stendur veit ég ekkert til hvers uppstokkunin á starfscmi minni kann að leiða. Almenningur hefur verið með svo gífurlegar væntingar til mín að ég hef ekki getað annað helmingnum af því. Fólk hefur ætlast til að ég væri með ókeypis símaráðgjöf, en þetta hefur vaxið mér yfir höfuð, svo ég get ekki meira í bili. Ég hef mjög gaman af að kenna og gæti til dæmis alveg hugsað mér að halda eitt „gamninámskeið" eða svo. Við gætum kall- að það „Hvernig geturðu aukið kyntöffa þína?“ Líkkistan í menntaskólanum .Annars get ég stundum orðið þreytt á vanþroskanum sem kemur í ljós hjá sumum. Ég var til dæmis fengin í einn menntaskólann á dögunum til að flytja fyrirlestur um öruggara kynlíf. Þegar ég kom upp á sviðið var þar fyrir líkkista sem einn nemandinn lá í. Krakkarnir voru fliss- andi og fannst þetta greinlega sniðugt. Ég harðneitaði að flytja fyrirlesturinn nema kistan yrði fjarlægð af sviðinu, því ég nennti ómögulega að taka þátt í þessum gálgahúmor. Kistan var auðvitað fjarlægð og ég flutti minn fyrirlestur. Ég held ég geti fullyrt að þetta sé fyrsta fíflalega við- bragðið sem ég varð vör við frá því ég kom heim, ef undan eru skildar teikni- myndir blaða og greinar undir dulnefh- um.“ — En verðurðu þá ekki fyrir dónalegri áreitni, svo sem símtölum? „Það hringdu einn eða tveir þegar ég var að byrja, en síðan ekki söguna meir. Annar þeirra spurði hvort ég væri með stutta verklega kennslu. Mér láðist alveg að segja honum að erlendis starfa við hlið „sex-therapista“ konur sem kenna listina að elska.“ Tvenns konar kynlíf. — Spilar kynlíf, að þínu mati, það stórt hlutverk í hjónabandi að námskeið hjá þér gæti leitt það af sér að hjón sem komin væru að því að skilja myndu hætta við? „Kynlíf er aðeins einn þáttur af ótal mörgum í hjónabandi. Það er að vísu stór þáttur. Gott kynlíf felst meðal annars í opnum tjáskiptum, að fólk hafi næði til samlífs, sé í afslöppuðu sambandi og um- ffam allt tali saman um þessa hluti, opin- skátt og hispurslaust. Gott kynlíf fer alls ekki eftir því hversu oft í viku fólk gerir það heldur byggir á innileika og hlýju. „Það er til tvenns konar kynlíf, full- nægjumiðað kynlíf og ánægjumiðað kynlíf. Hið fyrra er eins og tröppur A—K. Þar er alltaf sama atburðarásin, sem hefst á kossi og endar á fullnægingu karls og/eða ekki konu. Það má segja að þetta sé vélrænt. Ánægjumiðað kynlíf byggir á sömu þátt- um og hið fyrrnefhda. Þar eru allir þættirn- ir settir í köku og fólk getur látið sér nægja eina sneið í stað þess að taka hana alla í hvert skipti sem það snertist. Þá lendir fólk ekki í þeirri hefðbundnu rútínu sem því finnst oft fullnægjumiðaða kynlífið vera.“ — Hvað finnst þér um það sem sagt hef- ur verið, að það sé eins konar kynlífsbylt- ing að dynja yfir núna? „Ég held að svo sé ekki. Það vakti mikla athygli þegar ég kom til starfa og þá fór að heyrast ýmislegt sem ekki hafði áður verið sagt eða skrifað. Þetta kallar vafalaust á tal um kynlífsbyltingu. Ég hef skrifað greinar í Þjóðviljann að undanförnu og tekið þar fýrir ýmislegt sem ekki hefúr áður verið rætt opinber- lega. Aðrir hafa svo séð um að taka hluta úr þessum greinum og vekja þannig at- hygli á þeim, eins og ég sé samnefhari fyrir stór typpi og titrara. Þarna gleymist alveg markmiðið, það er fræðslan. Til mín hafa hringt konur sem hafa viljað ræða málin og ffæðast um eitt og annað, þar á meðal titr- ara. Þær sögðust alls ekki hafa þorað að fá sér titrara áður en þetta hefði komið til, þeim hefði þótt það hreint og beint klúrt." — En hvað um sjálfa þig, lifir þú fúll- komnu, teorísku kynlífi? „Ég þekki sjálfa mig auðvitað miklu bet- ur en ég gerði. En enginn þekkir sjálfan sig til hlítar og ég lifi ekki fullkomnu kynlífi, langt því ffá. Það er einfaldlega ekki til. Þegar ég fór í nám gerðist auðvitað heil- margt á skömmum tíma. Maður varð að staldra við og endurmeta sig sem kynveru. Og nú veit ég meira en ég vissi og kynlíf mitt er betra en áður af því að ég hef fræðst svo mikið. Nú, sem stendur hef ég mikinn áhuga á að kynna mér andlegt kyn- líf eins og það birtist í tantra-dulspeki. Ég flutti fyrirlestur um þetta efni á Snæfells- ásshátíðinni í sumar. Ég hef hug á að endurflytja hann í Odda á næstunni." - Og hver er svo ffamtíðardraumurinn? Að komast í starf hjá hinu opinbera og koma þar upp öflugri kynfræðslu? „Ég gæti séð mig fyrir mér í hlutastarfi hjá hinu opinbera, en ekki í fullu starfi, því þá gæti ég ekki sinnt sköpunarþörfinni, sem í mér býr, eins mikið. Ég vona hins vegar að hið opinbera komi einhvern tím- ann á fót bjargráðamiðstöð í kynfræðslu. Ekki veitir af.“ □ NYR VALKOSTUR A SUÐVESTURHORNINU *)))) HUÓDBVLGJAN FM 95,7 PÓSTHÓLF 908 - 602 AKUREYRI - S: 96 - 27714 27. TBL. 1988 VIKAN 1 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.