Vikan


Vikan - 15.12.1988, Blaðsíða 43

Vikan - 15.12.1988, Blaðsíða 43
m Lúk. 2.7. >. að var ekki rúm fyrir þau í gisti- húsinu. Pað á víst ekki að loka dyrum heimil- anna fyrir Jesú þessi jól. Svo vikum skiptir höfúm við ýmist hlustað á jófaaugiýsingar í útvarpinu, eða lesið þær í blöðunum. Hvert leikfang, hver bók, já meira að segja tóbakið, ilmvötnin, púðurdósirnar, alit hefir hrópað um að opna fyrir sér um jólin. Já, það hefir nú verið sitt af hverju, sem átti að opna fyrir. Einu sinni var ung stúlka á ferð. Löng leið um fjöll og daii hafði rænt hana veik- um kröftum. Hún var nærri lömuð á sál og líkama. Þá hafði tíminn áður en ferðin hófst verið ennþá hræðilegri. Þetta var ógæfusöm stúlka. Hin stærsta ógæfa sem talin var hafði einmitt hent hana. Hún var trúlofuð samkvæmt venju, án þess svo mikið sem þekkja mannsefni sitt má gera ráð fyrir. Nálægt fimmtán ára gömul, guð minn góður, trúlofúð í föðurgarði og svo með barni, sem algjörlega var vafi á. Slíkt athæfi var talið til dauðasektar. Það var val- mennið, sem átti að verða maðurinn hennar, sem bjargaði henni frá fangelsi, glötun, opinberri smán, grýtingu, hræði- legum dauða. En gat hún þá elskað hann? Og svo dómar fólksins um þetta veslings ógæfubarn. Við þekkjum þá enn við svip- uð tækifæri. Við þekkjum eitrið sem tekst að koma í sárin, svo þau svíða og brenna. Jafnvel tár hins fyrirlitna ógæfubarns eru svívirt. Já, það var merkiiegt með hana Maríu, sagði fóikið nú, þetta var falfeg stúlka af góðu fólki komin, alin upp í öllu því besta sem þjóðarvenjurnar höfðu að bjóða. En því verra, það var ægilegt hvern- ig spiiling unga fólksins hafði grafið um sig á síðustu tímum. Ekki síst eftir að róm- verska setuiiðið settist að í Nazaret. Og að fara svona með hann Jósef, þennan mann- kostamann, það tók engu tali. En um tárin hennar Maríu litlu, allt hug- arangrið, sálarangistina, ófrelsið, þjáning- arnar, vonlausu ástina hennar, um það spurði enginn. Aðeins sparkað, hrækt af vesalings blindum og skilningsvana bræðr- um og systrum. Hin fyrstu jól áttu sannar- lega sína skugga, dimma sorgarskugga nærri örvæntingarmyrkur ungu svívirtu móðurinnar, sem gaf okkur mestu gleði- hátíð mannheima. Það var sannarlega búið að úthýsa henni úr samfélagi mannanna, löngu fýrir kvöldið góða í Betlehem, þegar Jósef hjálpaði henni til að hreiðra um sig í heyinu í gripahellinum. Það var ekki rúm fyrir þau í gistihúsinu. Örfá orð svo fúll af beiskju, svo logandi af sársauka. Skuggar hinna fyrstu jóla. En María átti bjartar vonir, stjörnur, sem allar voru bundnar hinu ófædda lífi, sem nú þegar bærðist undir hjarta hennar. Vonir um dýrðleg dreymin augu, sem mundu brosa við heiminum og gefa honum unað og frið, fegurri framtíð en jafinvel spámennina hafði dreymt um. Já, og engin hugsjón er svo há, engin ósk svo djörf, að hún geti ekki fæðst í ungu móðurhjarta gagnvart ófæddu barni sínu. Og höfðu ekki spá- mennirnir spáð um hinn verðandi konung, friðarhöfðingjann, sem átti að koma og leysa fjötrana af öllum hinum fýrirlitnu og smáðu og gefa þeim nýtt frelsi, nýtt líf, nýj- an heim, guðsríki? Gat ekki verið, að nú ætti hann að koma? Einmitt af því engin stúlka hafði fengið harðari dóma, engin verið hraktari en hún. Svo átti hann að vera af voldugu kon- ungsættinni. Var hún ekki einmitt af ætt Davíðs, skáldkonungsins milda, góða en synduga? Nú var synd hans og sorg þessari stúlku, sem engdist af kvölum í jötunni alveg sér- stök ffó og blessun. Hann, þessi mikli for- faðir, hetjan, hann var líka bágstaddur maður. Þetta varð eins og geisli um óræð myrkur hinnar fyrstu jólanætur. Og stúlk- an í jötunni, hún átti trú á, að hinn heilagi í ísrael mundi blessa hana. Hún hafði átt svo dýrlegar vitranir. Einmitt eftir að kunningjar hennar og vinir höfðu snúið við henni bakinu, með kuldaglotti vand- lætingarinnar, þá hafði hún fúndið svo glöggt nálægð dýrðlegra heima, yndislegra brosandi vera. Stundum hafði henni virst sem hún skynjaði himininn gegnum tár sín og óumræðilega fagran söng gegnum ekkann. Og svo kom hann. Litli hjartans vinur- inn. Grátur barnsins blandaðist engla- söngnum í vitund móðurinnar. Og allt í einu birti. Ljómi augna hans hrakti myrkrið á flótta. Móðirin unga sá dýrðlega sýn. Hún sá himnana opnast. Hún heyrði englana syngja. Hún sá fegursta skraut, sem prýtt getur mannleg listaverk. Hallir, kirkjur, málverk, sýningar, hljómlist, sálma, ljóð, bænir. Allt þetta honum til dýrðar sem var að fæðast þarna í jötunni. Fegursta orða mælt, mannanna, hljómaði fýrir eyrum hennar. Hún sá eymdinni breytt í auðlegð, hreysinu í höll, sorginni í sælu, styrjöld í frið, hún sá hvarvetna gleðibros í gegnum tárin. Hún sá ríki guðs á jörðunni. Þar sem allt var gert æðst, sem áður hafði verið úthýst. Og þarna í dýrðlegasta musterinu var hún sjálf, fyrirlitna, fátæka bóndastúlk- an úr Nazaret, orðin að æðstu drottningu, hinni sígildu hugsjón hins æðsta í heimi, móðurástarinnar. Þannig eru vegir Guðs. Þetta er eða virðist fjarstæðast allrar fjar- stæðu, en er þó orðið dásamlegur veru- leiki, jólin. Og þó hefir kannski enginn séð alla þessa dýrð í réttu ljósi nema útlagamóðir- in í jötunni. Ennþá er heimurinn jólalaus, af því að hann úthýsir henni og barninu hennar. Enn er til hugsunarhátturinn harði og miskunnarlausi, sem dæmir og grýtir og hrekur brott hlýjuna, ljósið og fegurðina úr sálum og umhverfi mannanna. Ennþá er hinn smáði og valdalausi og fátæki hrakinn og píndur, enn er hinu góða, viðkvæma og blíða úthýst með háðglósum og grimmd skilningslausra steinhjartna. Ef til vill hafa skuggarnir sem skyggja á jólaljós barnanna aldrei verið dekkri á Norðurlöndum en einmitt núna. Jafnvel hér á landi allsnægtanna finnst mér allt vera boðið velkomið um jólin, nema hjartafriðurinn, einlægnin, sakleysið. Þar er þetta barnslega yndi að verða úti í nákulda verslunarsamkeppninnar, okurs- ins og tískunnar. í öllum ofúrgnægtunum finnst mér svo óumræðilega fátæklegt um jólin af þessum dásamlega yndisleik, sem jólin áttu í fátæk- legri sveitabaðstofu. Ég skal segja það hreinskilnislega, að mér flnnst ómögulegt að gefa mínum börnum slík jól, sem mér voru gefln. Og þó virðist allt benda til að svo ætti að geta verið. En skuggar hégómans og nautnanna, vellystarinnar, tildurmennskunnar eru svo ásæknir, að jólin mín heima sem ég þrái að gefa ástvinum flestu öðru fremur, eru eins og stjörnur bak við ský. Og mig vantar loft til að þoka skýjunum frá. Ég veit svo vel, að tildurmennska tutt- ugustu aldarinnar á íslandi er að loka fyrir jólabarni hjartnanna, um leið og opnað er fyrir öllum hávaðanum, gjöfúnum, glysinu og glaumnum. Þar er ekkert rúm fyrir hann. Ekki heldur fyrir hinn smáða eða hina hrjáðu, sem almenningsálitið hefur dæmt til grýtingar. Þess vegna skora ég á ykkur öll, sem eig- ið börn, — reynið að gefa þeim friðsælu jötunnar fremur en glaum hallarinnar. Það verður framtíð þjóðarinnar heillavæn- legra. Opnið þeim innsýn í eilífðarheima himneskrar dýrðar, þar sem engilbörn ást- ríkis, drenglyndis og trúar fá að vernda hjartahreinleikann og sakleysið. Látum jól- in kenna okkur öllum að leggja niður dómsýkina, óheillaspárnar og samúðar- leysið. Engin hátíð, ekkert sýnir betur, að Guðs vegir er himinhátt yflr vegum skammsýnna manna, heldur en atburður- inn í jötunni fyrir 1944 árum. En umfram allt látum jólasöguna kenna okkur að út- hýsa ekki fegurðinni, kærleikanum og sannleikanum, kenna okkur að úthýsa ekki guði. Hann kemur stundum og englar hans í allt öðrum klæðum og á öðrum vegum en unnt er að hugsa sér fyrir eigingjarna og óvitra sál. Krjúpum á kné við jötuna og játum í auðmýkt hrokann og mikillætið og finnum ljóma jólanna vefja okkur himneskri gleði, sem unnt verður að gefa viðkomandi kyn- slóðum, til þess að ekki komi þær í þau ystu myrkur, sem nú byrgja flestum hið sanna jólaljós, annað hvort með hatri eða hégóma. Látum skuggana hverfa. Bráðum hafa menn átt jól í 2 þúsund ár. Þó er enn þá braut og synd. Þó svo margra augu blind. Ó, Jesú, enn þig enginn fann, sem ekki þekkti kærleikann. Þín kærleikstrú er lífsins ljós von líkn og frelsi viska og hrós, þeim sannleik kveð ég sigurljóð og seldi fús mitt hjartablóð. 27. TBL. 1988 VIKAN 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.