Vikan


Vikan - 15.12.1988, Blaðsíða 49

Vikan - 15.12.1988, Blaðsíða 49
koma. Það sem gerir þessa jólasveina ólíka flestum öðrum, sem við höfum séð, er fótabúnaðurinn og ekki síður hausarnir sem hvort tveggja er úr brenndum stein- leir. Skómir eru að sjá eins og skinnskór og sést meira að segja marka fyrir brydd- ingunum. Andlitin em mikilúðleg og ekki smáfríð, en Ragnhildur segist hafa hvern svein með sínum ákveðna svip. Það er mikið verk að búa til bæði höfuð og skó svo ekki sé nú talað um einkennishluti sveinanna. Gluggagægir heldur á glugga úr ieir og Hurðaskeilir er með hurðina á hæl- unum. í pottinum hans Pottasleikis er greinilega grautur, en það kemur upp úr kafinu að hann samanstendur reyndar af morgunkorni og lími. Leir og lopi Allir smáhlutir jólasveinanna auk skónna og hausanna formar Ragnhildur úr leir og brennir síðan við mikinn hita í venjulegum leirbrennsluofni. Uppistaðan í jólasveinunum sjálfum er koparvír og utan um hann vefur Ragnhildur lopa í mismun- andi litum eftir því hvort um er að ræða sokka, buxur eða peysur. Hún segist yfir- leitt aðeins nota venjulegan plötulopa, þótt fyrir komi að hún noti hespulopa sem er með ofurlitlum snúð. Það er mikið vandaverk og ekki síður seinlegt að vefja fot jólasveinanna því lopinn þolir ekki mikii átök, en samt verður að vefja þétt tii þess að sveinarnir verði lögulegir utan um sig. Sumir þeirra eru svolítið belgmiklir og hefur þá þurft að vefja oftar en ella utan um miðjuna á þeim. Ekki segist Ragnhild- ur troða neinu innan á þá til þess að gera þá fyrirferðarmeiri, það borgi sig ekki, og verði aldrei eins fallegt og þegar vafhing- arnir eru bara hafðir fleiri. Jólasveinahúfurnar eru allar úr rauðu ís- lensku bandi ffá Gefjuni en nú er því mið- ur hætt að ffamleiða þetta band svo vel getur verið að í ffamtíðinni verði jólsvein- ar Ragnhildar að sætta sig við að bera húf- ur úr erlendu bandi, þótt skapari þeirra hafi reynt að koma í veg fyrir það með því að kaupa allt það rauða Gefjunarband sem hún hefur fundið í verslunum. Það er ekki aðeins andlitssvipur jóla- sveinanna sem Ragnhildur leitast við að hafa sem fastmótaðastan eftir því um hvaða svein er að ræða hverju sinni heldur reynir hún líka að hafa stellingar hvers og eins sem líkastar frá ári til árs. Það þarf töluverða þolinmæði við að sveigja fætur og hendur sveinanna í réttar stellingar og sjá til þess um leið að þeir standi tryggi- lega í fæturna svo þeim hætti ekki til að detta, ekki síst þegar þeir eru komnir með potta, kerti, bjúgu, glugga eða eitthvað annað í hendurnar. Ragnhildur hefur valið að nefha jóla- sveinana sína eftir sveinunum í kvæði Jó- hannesar úr Kötlum. Þannig heitir Potta- sleikir hjá henni Pottaskefill og Skyrgámur heitir Skyrjarmur. Hún hefur einnig haft þann sið að skrifa fyrstu línuna úr vísu hvers jólasveins neðan á skóinn hans til þess að auðvelda þeim sem sveina fer að vita hvað þeir heita, enda þótt það ætti ekki að leyna sér. Með tímanum hefur rauða smáfólkið hjá Ragnhildi tekið verulegum breyting- um. Það minnir nokkuð á jólasveinana íslensku, en heldur þó á allt annars konar hlutum, eins og sjá má. Á annarri myndinni er blátt par. Ragnhildur býr til mikið af bláklæddu fólki og það er allt með glerjaða leirhluti með ámál- uðu munstri. 27. TBL 1988 VIKAN 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.