Vikan


Vikan - 15.12.1988, Blaðsíða 52

Vikan - 15.12.1988, Blaðsíða 52
Þegar Hogan rændi banka Sakamálasaga eftir John Steinbeck Klukkan fjórar og hálfa mínútu yfir níu laugardaginn fyrir verkalýðsdaginn árið 1955 rændi Hogan banka. Hann var fjörutíu og tveggja ára, kvæntur og tveggja barna faðir. Börnin hétu John og Joan og voru tólf og þrettán ára að aldri. Skírnarnafn frú Hogan var Joan og Hogans var Johan, en þar sem þau kölluðu sig ætíð mamma og pabbi varð enginn ruglingur á nafhgiftum þeirra og barnanna, sem álitin voru gáfuð og dugleg eftir aldri og höfðu bæði hlaupið yfir bekk í skólan- um. Hoganfjölskyldan bjó í húsinu númer 215 við East Maplegötu, sem var brúnleitt timburhús með hvítri rönd — húsin eru reyndar tvö af sömu gerð. Númer 215 er húsið beint á móti götuljósinu og það er húsið með stóra trénu í garðinum, sem er annaðhvort úr eik eða álmi — en sem sagt stærsta tréð í götunni og jafhvel í öllum bænum. Það hlýtur að vera stórt tré. John og Joan voru ennþá í rúminu, þeg- ar ránið fór fram, af því að það var laugar- dagur. Klukkan tíu mínútur yfir níu fékk frú Hogan sér tebolla eins og hún var vön. Hogan fór snemma í vinnuna. Frú Hogan drakk teið sitt hægt, það var mjög heitt, og las framtíð sína í telaufúnum. Það var ský og stór stjarna með tveimur litlum blett- um í botninum á bollanum, en þá var klukkan orðin tólf mínútur yfir níu og rán- ið löngu afstaðið. Það er einkar fróðlegt að athuga hvern- ig Hogan fór að því að ræna banka. Hann hugsaði mikið um það og gaf sér nægan tíma, en ekki ræddi hann um það við neinn. Hann las aðeins dagblaðið sitt og ráðgaðist við sjálfan sig. Eftir miklar bolla- leggingar komst hann að þeirri niður- stöðu að fólk hefði alltof mikið fyrir því að ræna banka og þess vegna kæmist það í klandur. Því einfaldara, þeim mun betra, hugsaði hann alltaf. Fólk væri of slóttugt og hefði of mikinn viðbúnað, svo maður tali nú ekki um allan gauraganginn, sem þessu var samfara. Ef maður tæki þessu rólega, sleppti öllu brambolti, myndi bankarán vera tiltölulega heilbrigð áhætta - nema náttúrlega ófyrirsjáanleg óheppni eða slys kæmi til, en slíkt gat nú jafnvel komið fýrir mann gangandi á götu eða hvar sem var. Úr því að aðferð Hogans reyndist svona ágætlega sannaði hún að hann hafði reiknað rétt. Hann var stundum að hugsa um að rita dálítinn pésa um að- ferð sína, þegar „hvernig á að...“ vitleysa var í tísku. Hann bjó til fýrstu setninguna, sem hljóðaði svo: „Til þess að ræna banka með góðum árangri, ber að sleppa öllum gauragangi." Hogan var ekki bara afgreiðslumaður í nýlenduvöruverslun Fettuccis. Hann var eiginlega fremur verslunarstjóri. Hogan var yfirmaður og jafnvel réð eða rak send- isveininn, sem fór með nýlenduvörurnar eftir skólatíma. Hann pantaði jafnvel hjá Hogan gclck hratt og hljóðlega í lcringum afgreiðsluborðið og inn til gjaldkerans. Hann hélt á marghleypunni í hægri hendinni. Will Cup sneri sér við og sá hana. Hann stirnaði upp. Hogan setti fótinn undir tippið á öryggisbjöllunni og benti Will Cup að leggjast á gólfið. Will gerði það strax. Þá opnaði Hogan peninga- skúffuna og með tveimur snöggum handahreyfingum tók hann alla stóru seðlana. sölumönnunum jafnvel þótt Fettucci væri líka í búðinni, t.d. að tala við einhvern við- skiptavinanna. „Þú skalt gera það, John,“ myndi hann segja og kinka kolli til þess er hann var að tala við, ,John þekkir þetta allt. Hann hefur verið hjá mér — hversu lengi hefirðu verið hjá mér, John.“ „Sextán ár.“ „Sextán ár. Hann þekkir starfið alveg eins vel og ég. Hann John setur jafnvel peningana í bankann fyrir mig.“ Vissulega gerði hann það. Hvenær sem hann hafði tíma til, fór Hogan inn í vöru- geymsluna fyrir innan, leysti af sér svunt- una, setti upp hálsbindi, fór í jakka og gekk aftur í gegnum búðina að peningakassan- um. Þar lágu ávísanirnar og peningarnir tilbúnir fyrir hann inni í bankabók með teygju utan um. Síðan fór hann í næsta hús, að gatinu hjá gjaldkeranum, rétti Cup ávís- anirnar og bankabókina og spjallaði einnig ofurlítið við hann. Svo fékk hann banka- bókina aftur, athugaði innistæðudálkinn, setti teygjuna utan um hana og hélt aftur inn í búðina og setti bankabókina í pen- ingakassann, hélt áffam inn í geymsluna, tók af sér hálsbindið og jakkann, setti upp svuntuna og sneri svo aftur inn í búðina tilbúinn að afgreiða. Væri engin biðröð við gatið hjá gjaldkeranum tók þetta allt ekki nema fimm mínútur, jafhvel þótt hann tefði dálítið og spjallaði við Cup. Hogan var maður eftirtektarsamur og það kom honum vel er hann þurfti að fremja bankarán. Til dæmis hafði hann tek- ið eftir því að stóru seðlarnir voru alltaf geymdir hægra megin í skúffunni hjá gjald- keranum og einnig hvaða daga mest kæmi inn af peningum. Fimmtudagar voru út- borgunardagar hjá niðursuðuverksmiðj- unni og þessvegna var meiri peninga að vænta þá en venjulega. Stundum tók fólk út nokkurt fé á föstudögum til þess að nota yfir helgina. En það var sem sagt ekki svo ýkja mikill munur á fimmtudags-, föstudags- og laugardagsmorgnum. Þó voru laugardagar eiginlega sístir af því að fólk fór ekki að ná sér í fé svo snemma að morgni dags, og bankanum yrði lokað á hádegi. En hann hugsaði sig vandlega um og komst að þeirri niðurstöðu, að laugar- dagur fyrir langa helgi að sumri til myndi heppilegasti dagurinn. Fólk íæri í ferðalög og frí, ættingjar kæmu í heimsóknir og þar fram eftir götunum og bankinn yrði lokað- ur á mánudegi. Já, hann hugsaði og hugs- aði og komst að raun um að laugardagur- inn fyrir verkalýðsdaginn væri heppilegur að því leyti að þá væri allt að helmingi meira í kassanum en venjulega — það sá hann, er Cop dró skúffúna út. Hogan hugsaði um þetta allt árið, nátt- úrlega ekki alltaf, en þegar hann hafði tíma tiL Árið var líka mjög annasamt. Það var árið sem John og Joan fengu hettusóttina og ffú Hogan lét draga úr sér allar tenn- urnar og fékk sér falskar. Það var árið þeg- ar Hogan var formaður skógarhússnefnd- ar. Það var mikið og erfitt starf. Larry Shi- eld dó þetta sama ár — hann var bróðir frú Hogan og var jarðarför hans gerð frá húsi Hoganhjónanna við East Maplegötu. Larry var piparsveinn og bjó í herbergi í Pine Three húsinu og hann lék billiard næstum á hverju kvöldi. Hann vann í Silver- veitingahúsinu, en þar var lokað klukkan níu og þá fór Larry að leika billiard og lék venjulega í klukkutíma. Það var þess vegna, sem allir urðu hissa, að hann lét eft- ir sig tólf hundruð dollara, og jarðafarar- kostnaðurinn hafði verið greiddur. Og það þótti jafnvel enn fúrðulegra, að hann arf- leiddi frú Hogan að þessum peningum og öðrum eignum, nema tvíhleypuna sína ánafnaði hann John Hogan yngra. Hogan þótti vænt um það, enda þótt hann væri enginn veiðimaður sjálfur. Hann setti byssuna innst í skápinn í baðherberginu, þar sem hann geymdi ýmsa muni sína til þess að láta unga John ekki ná í hana. Hann vildi ekki láta krakkana vera að fikta við byssuna og hann keypti aldrei nein skot. Nokkurn hluta af þessum tólf hundruð dollurum notaði Frú Hogan til að borga með fölsku tennurnar. Einnig keypti hún reiðhjól handa John og brúðuvagn og brúðu, sem bæði talaði og gekk, handa Joan. Með brúðunni fylgdu þrír kjólar, dá- lítil ferðataska og snyrtiáhöld. Hogan hélt, að þetta myndi spilla krökkunum, en svo reyndist ekki. Þau fengu alveg jafii góðar einkunnir í skólanum og John fékk sér vinnu við blaðaútburð. Já þetta var merki- legt ár. Bæði John og Joan langaði til að taka þátt í samkeppni W.R. Hearst, „Landið mitt“, en Hogan fannst það vera heldur mikið fyrir þau. Að lokum féllst hann þó á það, af því að þau lofúðu að draga það til sumarsins. Enginn varð var við neina breytingu í fari Hogans þetta ár. Reyndar var hann að hugsa um að ræna bankann, en aðeins á 52 VIKAN 27. TBL 1988
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.