Vikan


Vikan - 15.12.1988, Blaðsíða 37

Vikan - 15.12.1988, Blaðsíða 37
smiður, heldurðu þá að þú hefðir samt sem áður farið í gullsmíði? „Ég hafði alltaf verið mikið í teiknun og málun, þannig að þegar ég sá að hægt væri að lifa af því sem maður skapaði þá fannst mér, gullsmíði mjög góður kostur. Ég sé ekki eftir að hafa valið hana, en ef ég hefði farið út í eitt- hvert langskólanám þá hefði það verið eitt- hvað sem tengdist sköpun og þá kannski arki- tektúr. Mér finnst það mjög góð tilfinning að vera að starfa við það sem ég hef gaman af og mér verður oft hugsað til þeirra sem eru að vinna við eitthvað sem þeim hundleiðist. Það hlýtur að vera hræöiiegt." Olíukreppa getur haft áhrif á útlit skartgrips Það voru ekki bara þeir feðgar tveir sem höfðu áhuga á gullsmíði í fjölskyldunni, því yngri bróðir Sigurðar, Magnús, var farinn að læra hjá pabba þeirra um það leyti sem Sig- urður tók sveinsprófið og í mörg ár störfúðu þeir saman aliir þrir. Sigurður fór í framhalds- nám tU Svíþjóðar þar sem hann ætlaði að leggja stund á myndlist í smabandi við fagið, en fór þess í stað að vinna hjá stærsta skart- gripafyrirtæki Svíþjóðar þar sem hann lærði greiningu á demöntum og hvernig þeir eru grópaðir á mismunandi hátt á hringa. Og þeg- ar hann kom heim um ári síðar var hann einn af þeim fyrstu hér á landi sem hafði sérmennt- að sig í þessum demantafræðum. „Ég opnaði verkstæði á annarri hæð í húsi við Kiapparstíginn sem enginn sá frá götunni, en samt hafði ég strax brjáiað að gera. Ári seinna, eða Í971, stofnuðum við Magnús, pabbi og mamma, Gull og silftir, sem frá upp- hafi hefúr verið hér í þessu húsi við Laugaveg 35.“ Og ef hugsað er út í það, þá eru gulismið- averslanir líklega með þeim fáu sem aUtaf eru á sínum stað við Laugaveginn. Finnst Sigurði hafa orðið mikil breyting á skartgripum frá því hann byrjaði? „Það er skemmtileg þróun sem er að eiga sér stað. Karlmenn eru farnir að nota skart- gripi mun meira. Hér áður fyrr voru skartgrip- ir keyptir í 98% tilfella af konum eða fyrir konur, þessi 2% voru þá skyrtuhnappar eða eitthvað annað. Nú er algengt að sjá karl- menn með hring á litla putta eða demants- prjón í bindinu. Ég held þetta séu áhrif frá öll- um ferðalögunum sem landinn er farinn að fara í, úr bíómyndum og af bókafestri." — Hafa utanaðkomandi áhrif þá mikU áhrif á skartgripi og skartgripakaup? ,Alveg örugglega. Gull hækkaði til dæmis rosalega á tímabili, t.d. á tímum olíukrepp- unnar. Þetta kom fagmönnum samt til góða því þá var farið að smíða netta og fíngerða skartgripi, þannig að þeir gátu farið að nota létt og leikandi form. Trúlofúnarhringar voru mjög breiðir og þungir fyrir svona 10-15 árum, en grannir og fínlegir hringar eru vinsælastir nú - þó er ég ekki frá því að þeir séu að breikka aftur. Trúlofunarhringur eins og Diönu prinsessu Kvikmyndastjömur og frægt fólk getur einn- ig haft áhrif á skartgripatískuna. Trúlofunar- hringur Díönu prinsessu var með stómm safír í miðju og demöntum í kring. Þannig hringar urðu mjög vinsælir á eftir og em enn.“ — Em eitthvað ákveðið sem einkennir þína skartgripi frekar en annað? Frh. á næstu síðu Eina útsprungna gullrós með demanti í fékk eiginkona Sigurðar, Kristjana Ólafsdótt- ir, þegar fyrsta dóttirin faeddist, en hálsmenið þegar sú næsta var komin til sögunnar. Þessir gripir eru meðal þeirra sem Sigurður hefur lagt einna mest í smíðina á, enda tilefni til. Á forsíðunni má einnig sjá skartgripi frá Sigurði og háls menið smiðaði hann í tilefni af 10 ára brúðkaupsafmæli þeirra hjóna. Tíu demantar mynda hjartað - árin 10- utan um stóra demantinn sem táknar fjölskylduna. Sigurður segir að hann hafi leyft sér að leggja áherslu á að smíða fremur dýra skartgripi. Hér sjást nokkrir þeirra. Perlufestar eru sígildar, en nú er vinsælt að hafa á þeim skraut úr gulli og dýrum steinum. Hringurinn á vísifingri er karl- mannshringur , en við smíði hans hafði Sigurður stuðlaberg í huga sem myndar umgjörð um demantinn sem hann hugs- ar sér sem tákn fyrir okkar tæru fossa. Trúlofunarhringur Díönu prinsessu var með safír umkringdum demöntum -og síðan hafa slíkir hringar verið vinsælir. Sett, þar sem saman eiga hálsmen, hring- ur og jafnvel armband, þykja alltaf mjög eiguleg. 27. TBL 1988 VIKAN 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.