Vikan


Vikan - 15.12.1988, Blaðsíða 46

Vikan - 15.12.1988, Blaðsíða 46
þar með fyrir lægra kaup en gerðist á hinum almenna vinnumarkaði." Það var í raun nokkuð lang- ur aðdragandi að hinu alvar- lega þunglyndi Minnu, en eng- inn gerði sér grein fyrir hvað var að gerast því hún vann á móti því með næstum man- ískri atorkusemi. En 43 ára fór hún á Kleppsspítala þá einstæð móðir með þrjár dætur, Helgu, Kristínu og Gyðu. Þær systur dvöldu næstu árin hjá ættingj- um hér heima og erlendis. Minna var full af samviskubiti, fannst hún hafa brugðist dætr- um sínum og sjálfsvíg var oft ofarlega í huga hennar. JÓLAGJÖFIN Úr kafla Minnu _ um Dvalarheimilið Ás Það voru að koma enn ein jólin. Til okkar í húsið var vætuanleg ný kona frá K/epps- spítalánum. Hún kom í fylgd eiginmanns sím en var á för- um með honum heim til að dvelja með fjölskyldunni yfir jólin. Þau bjuggu austur í sveitum. Hún kom rétt við til að sjá hvar hún œtti að vera. Þessi kona faðmaði mig að sér pegar hún kotn. Ég sagði hertni að við œttwn að vera saman í herbergi. Hún lagði stóran pakka á rúmið mitt og sagði: „Þetta er gjöf til pín. Við sjáumst pegar ég kem til baka. “ Ég dvaldi pví ein í húsinu yfir jólin. Á aðfangadagskvöld, þegar búið er að borða í matsalnum og ég komin heim í húsið, sœki ég gjöfitia og opna pakkann. í honum er lítið jólatré með kertum og skrauti. Ég skreyti tréð og kveiki á litlu kertun- um. Síðan sit ég lengi ein og hotfi á Ijósin. Þá verður mér hugsað til dœtra tninna sem allar þtjár eru einhvers staðar í burtu og erlendis. Mér finmt þá að ég muni aldrei sjá þœr aftur, aldrei halda með þeim jól framar. Af hverju var Guð svona vondur? Ég hafði vilja og var að reyna að hjálpa sjálfri mér út úr þessum víta- hring kvíða, einmanakenndar og öryggisleysis. Það eina setn mér finnst ég geta gert er að biðja þennan Guð fyrir þeim og fyrir sjálfri mér. Ég sþenni ósjálfrátt greiþ- ar og bið uþþhátt en hrekk hálfpartinn við er ég heyri röddina í sjálfri tnér. En eftir þessa bam mína létti tnér. Ég 46 VIKAN 27. TBL 1988 gat saml ekki grátið. Ég átti svo bágt með að gráta. Ég þarfn- aðist þess svo mikið en gat það ekki. Mér er síðan litið á litla jólatréð á borðinu, kertin voru að verða útbrunnin. Ég stend upp og blœs á síðustu logana. Sem ung kona giftist Minna Magnúsi Thorberg og nokkru síðar fluttu þau til Vestmanna- eyja þar sem Magnús gerðist póstmeistari. Þar bjuggu þau um nokkurra ára skeið og eignuðust dæturnar þrjár. „Þessi ár voru blómaskeið Minnu, hún varð aðalleikkon- an á staðnum, falleg, vinsæl og góð móðir. Heimili póstmeist- arahjónanna var „sendiráð“ Reykvíkinga í Eyjum og inn- fæddir voru þar daglegir gestir. Mamma naut sín fúll- komlega í leiklistarstarfinu, þar átti hún heima. Póstmeist- arinn var ónískur á fé svo hún gat ráðið heimilishjálp og barnapíur og var því ekki háð greiðasemi annarra. Alltaf var biðröð af barnapíum sem voru tilbúnar að passa okkur, því auk vasaauranna þótti forvitni- legt að koma inn á póstmeist- araheimilið og ekki síður að fá að máta kjólana hennar Minnu. Hún þótti alltaf smart og hug- myndarík í klæðaburði og flík- urnar hennar virkuðu sem dýr- ustu módelflíkur frá útlönd- um, þó oft væru þetta ódýrir heimasaumaðir poplínkjólar. Hún kunni nefnilega að setja punktinn yfir i-ið með ein- hverju smáatriði; litríkur borði um mittið eða slör bundið um hattinn." Þau Minna og Magnús skildu og Minna settist að í Reykjavík með dæturnar og fór að starfa við hárgreiðslu, en þá iðn hafði hún lært. Það liðu tæp tíu ár áður en þunglyndið gerði vart við sig. Eftir árin tólf á Kleppsspítala og Ási í Hvera- gerði flutti hún til Helgu sem þá var fráskilin og bjó ein með son sinn, Haildór. „Ég fæ aldrei nógsamlega þakkað að hafa verið til staðar þegar hún þurfti mest á'mér að halda. Aðstæðurnar voru þann- ig að henni fannst þörf fyrir hana og það var henni mikils virði að vera treyst fyrir litla dóttursyninum meðan ég var í Leiklistarskólanum. Það var yndislegt að eiga þess kost að kynnast móður sinni upp á nýtt eftir öll þessi ár, og nú vorum við tvær fúllorðnar manneskjur. Ári áður en hún dó áttum við svo saman heilan mánuð úti í París og það átti nú við hana. Meðan Haukur litli, yngri sonur minn, svaf sát- um við hvor á móti annarri við borðið og skrifúðum — ég skipulagði hópferðir og hún skrifaði minningar sínar. Hún stríddi mér stundum með því að segja að ég hefði bara tekið hana með til að fjarlægja köngulærnar sem mér var svo óumræðilega illa við! Mamma var óskaplega ánægð með að geta verið aftur samvistum við okkur systurnar og var stolt af okkur og fannst við mjög vel heppnaðar þrátt fyrir allt. Hún var skemmtileg, óút- reiknanleg, lifandi, sterk bar- áttukona og góð manneskja," segir Helga þegar hún er beðin að lýsa móður sinni. „Hún hugsaði fyrst og fremst um aðra, síðast um sjálfa sig. Hún hafði yndi af að gefa, hvort sem það var nýr rykfrakki sem hún hafði fengið í jólagjöf, gömul ryksuga eða síðasti hundraðkallinn. Við systurnar máttum stundum hafa okkur allar við til að fylgja henni eftir og oft fór hún iangt fram úr okkur hvað varðaði kjark og hugmyndaflug. Hún ffam- kvæmdi það sem henni datt í hug og var alltaf kát og hress. En auðvitða gat hún stundum Mynd úr bókinni af dætrunum þrem, Gyðu, Kristínu og Helgu, ásamt bamabömum. verið erfið. Það að hún kom til baka og gat lifað ffjáls í þessi tíu ár er eins og hvert annað kraftaverk, enda hefði enginn sem annaðist hana á Klepps- spítala trúað að hún ætti effir að ná þeirri heilsu sem hún náði. En líklega er þó bjartsýn- in og ást hennar á lífinu nær- tækasta skýringin." Þjóðfélagið hafði breyst og Minna elst á þeim árum sem hún var veik. Það var ekki auð- velt fyrir rúmlega fimmtuga konu sem þar að auki hafði verið á Kleppsspítala að fá vinnu. En með því að segjast vera vön fékk hún vinnu í fiski og ekki leið á löngu uns hún hafði prófað aliar tegundir fisk- vinnslu. „Það var ekki til í henni snobb þó ýmsir væru að spyrja hana hvort ekki væri eitthvað „betra að hafa“. Henni fannst þetta bara skemmtilegt, öll mistökin sem hún gerði og minnst sá hún af bónusnum. Hún gat alltaf séð spaugilegu hliðarnar og þó hún hótaði að mæta aldrei aftur í vinnuna var hún samt mætt með bros á vör tveimur dögum seinna." Úr kaflanum: KLEPPUR II Dagutinn byrjaði á satna tíma klukkan 07:55. Það var voða fjör og mikill hamagang- ur í mannskapnum. Fantxst tnér gaman þama. Klukkan var að verða tólf einn daginn og allir að flýta sér eins og þeir gátu til að klára það setn á borðunum var fyrir matarhléið. Ég var seinust að Ijúka við að raða í kassann svo að allirvoru fam- ir út í mat þegar ég var búin. Þá flýti ég tnér á eftir fólkinu. Þegar ég œtla að taka í hurð- ina þá er hún læst, setn kemur tnér nú heldur betur á óvart. Geng ég þá í gegnum fiskhúsið og œtla út utn bakdytnar þar sem gengið var inn í mötu- neytið. Þá eru þœr dyr líka lokaðar. Ég er lœst ein inni í þessu stóra ftystihúsi! Verð ég fyrst ofsalega hrædd. Síðan snýst ótti tninn uþþ í hugrekki. Ég sný við aftur að borðinu sem ég hafði verið að vinna við, sest upþ á háa stólinn, tek kassa og bytja að raða í hatm og hugsa: „Það er víst best að nota matartímann til þess að œfa sig í þessum andskotans bónus. Mér veitir víst ekki af fyrst ég hef lokast hér innifyrir að hafa ekki verið nógu fljót. “ Fólkið fór síðan að tínast inn aftur eftir matarhléið. Þeg- ar ég hitti verkstjórann sagði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.