Vikan


Vikan - 15.12.1988, Blaðsíða 30

Vikan - 15.12.1988, Blaðsíða 30
í eldhússkróknum. „Mínir nánustu héldu sumir hverjir að ég væri að sigla í strand í undirheimum íslenskrar pönkmenningar þegar spurðist um samband okkar Ragnhildar," segir Jakob. þokkalega unnin plata með þessu formi...“ Ragnhildur flissar: „Snyrtileg!" ,Já, það má segja svo. Þarna var allt pent og fínt. Enginn subbugangur. En,“ og nú leggur Jakob áherslu á orð sín, „þú vinnur við þetta form upp að einhverju vissu marki og þá ferðu að sakna, eins og maður segir stundum, táfýlunnar og svitalyktar- innar í tónlistinni. Mér hefur oft verið legið það á hálsi að kúvenda í tónlistinni, gera einhverja hluti sem eru alveg á skjön við það sem ég gerði áður. Þetta heldur manni þó dálítið gang- andi. Ég tek mér hiklaust það leyfl að gera allt það sem fólki dettur ekki í hug að ég geri og snúa stefnunni alveg í 180 gráður. Auðvitað er hægt að gagnrýna það og segja að ég sé ekki samkvæmur sjálfúnt mér að þessu leyti. En ég kýs að hafa þetta þannig og við bæði. Að gera það sem okkur sýnist hverju sinni án þess að þurfa að fylgja ein- hverju mynstri." - Valgeir samstarfsmaður ykkar Guð- jónsson sagði í blaðviðtali á dögunum að sér fyndist hreint ekkert að því að vera gamaldags í tónlistinni. Pið eruð þá ekki sammála? „Nei, okkur þykir það ekkert sniðugt að gera okkur far um að vera gamaldags, nema um stílbragð sé að ræða," svarar Jakob, „og síst af öllu á meðan allt mögu- legt er að gerast í kringum mann. Nú mús- ík er sífellt að koma út og maður uppgötv- ar gamla músík upp á nýtt. Meðan maður er opinn og móttækilegur á maður að taka slíku með opnum huga. Ekki hætta að verða fýrir áhrifum. Til þess að plata verði áheyrileg fyrir minn smekk þarf að vera á henni... ja, virkilegur spilaeldmóður og gleði. Það þykir mér vanta á þorrann af þeim plötum sem verið er að gera. Sko, þó svo að maður hafi tekið þátt í þessu ...“ „Gieðistandi," skýtur Ragnhildur inn í. ,Já, gleði- og nostalklígjustandi," heldur Jakob áfram, „þá dreymir mig ekki um að festast í slíku fari. Það eru allir að horfa um öxl, ýmist reiðir eða glaðir, hamingjusamir eða beiskir. Jú, jú, ég skil vel þetta fólk. Margir selja fullt af plötum út á nostalklígj- 30 VIKAN 27. TBL. 1988 una. Slíka tilflnningu hef ég upplifað og hana frekar innantóma. Hún gefúr lítið nema kannski í aðra hönd.“ Góð samvinna - Hvernig gengur ykkur tveimur að vinna saman að tónlistinni ykkar? „í tónlist ættu menn aldrei að fara bil beggja heldur standa með sinni sannfær- ingu og koma henni í gegn,“ svarar Ragn- hildur. „f einstaka tilfellum þurfum við að fara milliveginn. Annars erum við fúrðan- lega sammála. Okkur kemur mjög vel sam- an og virkum hvetjandi hvort á annað." „Við erum raunar einkennilega samhent miðað við ólíkan uppruna og áhrif,“ bætir Jakob við. — Samdráttur ykkar vakti beld ég enn meiri athygli en ella vegna þess hversu ólíka hluti þið voruð að fást við í tónlist. „Enda erum við í góðum hópi kölluð fúsion og pönka,“ segir Jakob og brosir. „Við vorum að fást við gjörólíka hluti þeg- ar við kynntumst og það var ekkert uppi á teningnum að við ynnum saman, að minnsta kosti til að byrja með.“ Hann hik- ar og hugsar málið. „Kannski var það óum- flýjanlegt en það var hreint ekki músíklegt samband sem við stofnuðum til upphaf- lega.“ - Við sáutn í sjónvarpi kvikmyndina Með allt á hreinu nú á dögunum. Unnuð þið þar satnan í fyrsta skiþti? ,Já, en við kynntumst reyndar ekki fyrr en ári eftir að kvikmyndin var gerð,“ svar- ar Ragnhildur. „Ég fór þá með Grýlunum til að spila í New York. Þaðan héldum við til Los Angeles því að Sigurjón Sighvatsson ætlaði að gera mústkmyndband með hljómsveitinni." „Þá var Scandinavia Today sýningin í gangi og það vantaði tónlist við heljar mikla ullarvörusýningu sem þá var í gangi," heldur Jakob áfram. „Og Grýlurnar voru fengnar til að leika undir ullinni. Sem nokkurs konar tröll íslands. Upp úr þess- um ævintýrum hófúst kynni okkar Ragn- hildar." „Það eru allir að kenna Jakobi um að Grýlurnar hafi hætt og hann hafi lokkað mig yfir í Stuðmenn. Að ég sé komin inn í skel og hann stjórni öllu sem ég geri,“ seg- ir Ragnhildur hlæjandi. „Málilð er ekki al- veg svo einfalt. Herdís bassaleikari hætti, Linda trommuleikari varð að fara i upp- skurð á hné svo að hljómsveitin leystist einfaldlega upp.“ í millitíðinni, írá því að Grýlurnar hættu þar til Ragnhildur gekk til liðs við Stuðmenn, léku hún og Jakob um skeið með hljómsveitinni Bone Symphony. „Ragnhildur spilaði þar á slagverk og söng með,“ segir Jakob. „Síðan gerðist það að Stuðmannaapparatið fór í gang og eins og ævinlega nær það yfirhöndinni eða undirtökunum þannig að önnur verkefni núllerast meðan það er í gangi. Málin þró- uðust þannig smám saman að Ragga var komin þar inn á gafl." - Hvemig er það fyrir ykkur að búa satnan, vera í hljómsvéit satnan og hafa rneira að segja vinnustaðinn, hljóðverið, í kjallara íbúðarhússins? Eruð þið ekki allt of mikið saman? Þau hugsa sig um. Loks svarar Ragnhild- ur: ,Ja, við eigum okkar stundir hvort í sínu lagi. Við stundum sitt hvort sportið til dæmis. Jakob syndir og ég hleyp. — Hlunk- ast hér um nágrennið þvert og endilangt. - Ég fer oft upp í sveit til föðurhúsanna að hlaða batteríin og á meðan sinnir Jakob sínum störfum og áhugamálum í bænum. Jú, auðvitað erum við mikið saman og kannski erum við með stúdíóið hér inni á heimilinu vegna þess að við viljum vera mikið saman. Auðvitað getur það verið pirrandi á stundum að hafa einhvern óm úr stúdíóinu í eyrunum. En það gengur yfir og svo er gott hlé á milli. Maður tekur því þess vegna með jafnaðargeði. Þetta væri náttúrlega ekki hægt ef annað okkar væri ekki í músík. Hún er bæði vinna og áhugamál okkar beggja og því gengur þetta allt saman ágætlega upp.“ „Við eyðum stórum hluta vinnutíma okkar í stúdíói svo að það hlýtur að vera hagkvæmt að vera bara með sinn eigin vinnustað en að hendast út og suður á ólíkurn tímum sólarhringsins til að taka upp,“ bætir Jakob við. „Þó svo að allar for-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.