Vikan


Vikan - 15.12.1988, Blaðsíða 29

Vikan - 15.12.1988, Blaðsíða 29
Ekki uppi á teningnum að við ynnum saman - til að byrja með Rœtt við Ragnhildi Gísladóttur og Jakob Magnússon um lífið, tilveruna, tónlist og tengda hluti Jakob, Ragnhildur og Bryndís litía í miklum makindum á hlýlegu heimilinu í Granaskjóli. TEXTI: ÁSGEIR TÓMASSON _______MYNDIR: PÁLL KJARTANSSON Þau eru músíkalskt par en alls ekki | sannkailaðir djassgeggjarar, sam- * býlisfólkið Ragnhildur Gísladótt- ir og Jakob Magnússon. Þau eiga sér afar ólíkan bakgrunn í tónlistinni og höfðu ólík sjónarmið til tónlistarinnar þegar þau byrjuðu að draga sig saman fýrir nokkrum árum. En nú segjast þau vera orðin fúrðu sammála um flest, hávaxni bræðingsleikarinn og nýbylgjudrottningin sem saman mynda Strax dúettinn. Þau voru að senda frá sér hljómplötu á dögun- um sem þau tóku upp í eigin hljóðveri — í kjallaranum heima í Granaskjólinu. — Við hófúm spjallið á nýju plötunni. „Lifandi" plata — Platan ykkar, Eftir pólskiptin, er ekki beinlínis auðmelt ef svo má segja. Eruð þið sammála því? ,Já, ég er alveg sammála því,“ svarar Jakob. „Þetta er engin kjörbúðar- eða lyftutónlist. Við vorum einfaldlega ekki í þeim ham að gera eitthvað þess háttar núna. Við ráðumst kannski í eitthvað slíkt á næsta ári. Það langaði engan sem tók þátt í gerð plötunnar til að fara troðnar slóðir. Við vorum öll á því að búa til eitthvað sem við vissum ekki nákvæmlega fyrirffam hvernig myndi hljóma. Okkur þótti það spennandi vinnumáti að koma sjálfúm okkur á óvart og helst hlustandanum líka. Þetta kallar náttúrlega á misjöfn viðbrögð. Flestir vilja hafa okkur syngjandi Út í kvöld og Djass- geggjara aftur og aftur í misjöfhum dúrum og mollum. En það er ósköp takmarkandi til lengdar." — Ragnhildur? Hún brosir stríðnislega. „Seintekin? Það getur vel verið. Ég er samt ágætlega ánægð með Eftir pólskiptin. Sem betur fer heyrir maður alltaf eitt og annað eftir á sem hefði mátt gera öðruvísi. En í heildina tekið er ég nokkuð ánægð.“ - Stefnan var sem sagt sú að gera eitthvað allt annað en Djassgeggjarana og slík lög? „Nei, nei, alls ekki,“ svarar Ragnhildur. „Miklu frekar að gera eitthvað dálrtið öðruvísi en á síðustu plötunni, Face The Facts, sem kom út í fyrra. Við vildum að þessu sinni spila „live“ eins og það er kallað. Það er að segja að vera með hljóm- sveit í stúdíóinu. Þannig hafa Stuðmenn oft unnið til að mynda og það er mjög gaman að vinna svona í hóp. Við höfðum líka voðalega gaman af að vinna við Pólskiptin. Við æfðum saman í nokkurn tíma áður en upptökur hófust og þar urðu sum lögin til. Við spiluðum bara af fingrum fram. Svoleiðis spilamennska er það skemmtielgasta sem maður gerir og þar af leiðandi er platan manni kannski enn kærari en ella. — Já, vinnsla platnanna tveggja heyrist mér gjörólík. Sú fyrri er að mestu leyti unnin á tölvur. Hin er handspiluð eins og það er kallað. Eruð þið orðin afhuga tölvum? Enn verður Ragnhildur fyrir svörum: „Nei, það held ég ekki. Það er virkilega gaman að glíma við tölvur og að mörgu leyti erfiðara að taka upp slíka plötu en með hljómsveit. Margir halda að það sé ekkert mál; bara að stimpla það inn í tölv- una og svo sér hún um afganginn. Það er til dæmis mjög erfitt að forrita trommur í lag svo að vel sé, þ.e. með öllum áherslum, seinkunum og þess háttar. Það er einfald- lega gaman að glíma við svona í bland við hitt.“ „Ég held að framtíðin sé sú að gott verði að grípa til tölvanna við vinnslu vissrar tegundar tónlistar," bætir Jakob við. í tölvulandi Jakob varð einmitt fyrstur til að kynna möguleika tölvuhljóðfæra hér á landi árið 1980. Þá kom hann hingað ásamt Banda- ríkjamanninum Alan Howarth. Þeir köll- uðu sig Magnetics og héldu nokkra tón- leika í Reykjavík og víðar. Um líkt leyti kom út plata Magnetics, A Historic Glimpse Of The Future. „í sjálfu sér er ekkert skrítið að ég skyldi fá hugljómun og kúvenda svona yfir í tölvutæknina," segir Jakob. „Ég var fyrir til- viljun í innsta hring í Los Angeles þar sem þessi bylting var að gerast. Roger Linn, sem bjó til fyrsta trommuheilann, er kunn- ingi minn. Og Alan Howarth sem kom með mér heim var í því að hanna ýmis þau tæki sem þykja bráðnauðsynleg í dag og er raunar enn að. Vinnur fyrir marga helstu risana, svo sem Oberheim, Emulator, Fair- light og fleiri. Ég sá það árið 1980 að þannig yrði tón- listin gerð í næstu framtíð og ákvað að nota tækifærið við gerð tónlistarinnar í minni fyrstu mynd, Brasilíuförunum. Út- koma þess sem við Alan unnum í stofunni hjá mér varð kveikjan að A Historical Glimpse Of The Future sem ég held að hafi verið að mörgu leyti réttnefni." — Má þá segja að platan Face The Facts sé endapunkturinn á því tölvuflippi setn þú snerir þér að 1980? „Ég vil ekki kalla það flipp,“ svarar Jakob kíminn en þó með vandlætingu í röddinni. „Ég held að segja megi að Face The Facts sé mjög snyrtilega, vandvirknislega og 27. TBL 1988 VIKAN 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.