Vikan


Vikan - 15.12.1988, Blaðsíða 48

Vikan - 15.12.1988, Blaðsíða 48
JÓLASKREYTINGAR Jólasveinar úr leir og k>pa Grýlubörn Ragnhildar Gunnlaugsdóttur í Garðabœ TEXTI: FRÍÐA BJÖRNSDÓTTIR MYNDIR: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON Islensku jólasveinarnir, synir þeirra Grýlu og Leppalúða, njóta nú síauk- inna vinsælda og best gæti ég trúað að áður en langt líður megi hann Sankti Klaus, sá útlendi karl í rauðu fötun- um, fara að passa sig. Suður í Garðabæ er Ragnhildur Gunnlaugsdóttir önnum kaf- in ffá því síðla sumars og ífam undir jól að skapa jólasveina sem eru svo sannar- lega ekki með útlendum svip, heldur rammíslenskir á að líta í sauðskinnsskóm og Iopafötum, þótt skórnir séu reyndar ekki úr skinni heldur brenndum steinleir. Ragnhildur hefúr búið til jólasveina frá því árið 1982. Fyrst byrjaði hún reyndar á því að búa tii litlar jólafígúrur sem hafa yfirbragð danskra jólanissa sem svo eru nefndir. Þetta voru bæði karlar og kerling- ar í rauðum búningum sem héldu á hinu og þessu smálegu. - Verst gekk mér að finna á þau skóna, segir Ragnhildur um leið og hún sýnir okkur þessa lfumsmíð sína. En svo var það einn daginn nokkru fýrir jól, að hún var farin að baka jólasmá- kökurnar og var með möndlur í höndun- um. Þá datt henni í hug, að möndlurnar hentuðu ágætlega í skó á þetta smáfólk. Hún skar möndlur í tvennt, stakk pípu- hreinsarafótunum niður í þær og lakkaði þær svo vandlega. Möndlurnar minna okk- ur einna helst á hollenska tréskó. íslensku karlarnir verða til Svo kom að því að Ragnhildur fór að gera tilraunir með annars konar jóiasveina og íslensku jólasveinarnir fóru að taka á sig mynd. Hún hafði í huga kvæðið Jóla- sveinana effir Jóhannes úr Kötlum á með- an hún bjó karlana til og meira að segja andlitin minna nokkuð á teikningar Tryggva Magnússonar í bókinni Jólin íslensku jólasveinarnir þrettán. Allir halda þeir á einkennishlutum sínum, sem búnir eru til úr steinleir, óglerjuðum en brenndum. Takið eftir skónum sem minna mjög á skinnskó þótt úr leir séu. 48 VIKAN 27. TBL1988
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.