Vikan


Vikan - 15.12.1988, Side 48

Vikan - 15.12.1988, Side 48
JÓLASKREYTINGAR Jólasveinar úr leir og k>pa Grýlubörn Ragnhildar Gunnlaugsdóttur í Garðabœ TEXTI: FRÍÐA BJÖRNSDÓTTIR MYNDIR: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON Islensku jólasveinarnir, synir þeirra Grýlu og Leppalúða, njóta nú síauk- inna vinsælda og best gæti ég trúað að áður en langt líður megi hann Sankti Klaus, sá útlendi karl í rauðu fötun- um, fara að passa sig. Suður í Garðabæ er Ragnhildur Gunnlaugsdóttir önnum kaf- in ffá því síðla sumars og ífam undir jól að skapa jólasveina sem eru svo sannar- lega ekki með útlendum svip, heldur rammíslenskir á að líta í sauðskinnsskóm og Iopafötum, þótt skórnir séu reyndar ekki úr skinni heldur brenndum steinleir. Ragnhildur hefúr búið til jólasveina frá því árið 1982. Fyrst byrjaði hún reyndar á því að búa tii litlar jólafígúrur sem hafa yfirbragð danskra jólanissa sem svo eru nefndir. Þetta voru bæði karlar og kerling- ar í rauðum búningum sem héldu á hinu og þessu smálegu. - Verst gekk mér að finna á þau skóna, segir Ragnhildur um leið og hún sýnir okkur þessa lfumsmíð sína. En svo var það einn daginn nokkru fýrir jól, að hún var farin að baka jólasmá- kökurnar og var með möndlur í höndun- um. Þá datt henni í hug, að möndlurnar hentuðu ágætlega í skó á þetta smáfólk. Hún skar möndlur í tvennt, stakk pípu- hreinsarafótunum niður í þær og lakkaði þær svo vandlega. Möndlurnar minna okk- ur einna helst á hollenska tréskó. íslensku karlarnir verða til Svo kom að því að Ragnhildur fór að gera tilraunir með annars konar jóiasveina og íslensku jólasveinarnir fóru að taka á sig mynd. Hún hafði í huga kvæðið Jóla- sveinana effir Jóhannes úr Kötlum á með- an hún bjó karlana til og meira að segja andlitin minna nokkuð á teikningar Tryggva Magnússonar í bókinni Jólin íslensku jólasveinarnir þrettán. Allir halda þeir á einkennishlutum sínum, sem búnir eru til úr steinleir, óglerjuðum en brenndum. Takið eftir skónum sem minna mjög á skinnskó þótt úr leir séu. 48 VIKAN 27. TBL1988

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.