Vikan


Vikan - 15.12.1988, Blaðsíða 17

Vikan - 15.12.1988, Blaðsíða 17
augum. Börnin sjá svo margt sem við sjá- um ekki. Það er til dæmis mjög fróðlegt að leggjast á eldhúsgólfið og skoða veröldina þaðan. Ég vona svo sannarlega að ég sé barnastjarna og takist að standa undir nafhi sem slíkur.“ — Ljóð til þín fjallar einmitt um vöggu- barn. Lífið eins og það sér það. Er þetta ný hlið á Bjartmari? ,Já, ég held ég væri óréttlátur við sjálfan mig ef ég viðurkenndi ekki að þarna er ég hvað líkastur sjálfum mér. Ég get alveg lof- að því að það verða náttúruhamfarir þegar ég leyfi mér að verða rómantískur. Ég er það náttúrlega, eða reyni allavega að vera það, en það er nú einu sinni svo með okk- ur sem höfúm alla tíð verið að brynja okk- ur að þegar loks kemur að því að brjóta ís- inn þá efast fólk um tilganginn. „Hvað hangir nú á spýtunni", hugsar það. Annars er rómantíkin svo afstæð, mér finnst til dæmis vera heilmikil rómantík í Bastian. Þau missa allt sitt, hún fer í með- ferð og hann út á sjó. Framtíðardraumur í Lögbirting dó. Þetta finnst mér vera bull- andi rómantík. Shakespeare hvað? (Bjartmar skellihlær við þessa athuga- semd). Ég vona bara að ég verði aldrei svo rómantískur að ég missi vitið. Þrátt fyrir það að ég hyggist opna dyrn- ar hjá mér og hleypa út fleiri rólegum lög- um á borð við Ljóð til þín, þá á ég samt sem áður eftir að brýna raustina enn frekar en ég hef þegar gert.“ Óþolandi kúltúrsnobb — í ljóðinu um Skáldin fjallarðu um alls- konar Thora. Hver eru þín uppáhaldsskáld og um hvaða Thor ertu að fjalla? „Þórbergur og Laxness eru mínir menn. Þeir stóðu upp úr og voru til áður en úr- kynjunin varð allsráðandi. Það er mikill munur á því sem þeir skrifuðu eða því sem borið er á borð fyrir okkur í dag. Nema þeir sem eru að skrifa í dag séu svo of- boðslega gáfaðir að við skiljum þá ekki fyrr en eftir 30 ár, þó hafa nokkrir snilling- ar skotist fram á sjónarsviðið síðastliðin ár. Hér eru allskonar Thorar sem eru að villa á sér heimildir. Ég er kannski ekki að tala um neinn ákveðinn Thor heldur er fullt af þeim í „kúltúrgeiranum". Ég hef nú reyndar aldrei skilið þennan kúltur. Ef það er kúltúr að búa til óskiljan- lega hluti þá hlýtur lausnin að vera fólgin í því að búa til eitthvað sem maður skilur ekki sjálfur! Ef það er forsenda þess að öðl- ast viðurkenningu hjá einhverjum kúltur- snobburum, þá getiði haff mig afsakaðan. Einn hluti þessa undarlega kúltúrs eru Hamrahlíðarheimspekingarnir, sem ég kalla svo. Þá hef ég aldrei getað skilið í ís- lenskri dægurlagagerð. Það er reyndar varla hægt að lýsa því í blaðaviðtali hvern- ig þessir menn eru. Og þó. Þeir stigu á stokk og sömdu ljóð um smokk." Misskilja fréttamenn tilgang sinn? — Nú hefur þú komið töluvert fram í fjölmiðlum að undanförnu. Hvert er þitt álit á þeim í heild? „Fjölmiðlarnir eru náttúrlega nauðsyn- legir. Við megum hvorki við því að missa ff jálsu stöðvarnar né heldur Ríkisútvarpið. Það sem mér finnst helst ámælisvert er fréttaflutningur sumra stöðva. Fréttamenn verða að vera minnugir þess að þeir hafa engan rétt til þess að tilkynna móður and- lát sonar hennar. Það er bara ekki í þeirra verkahring. Þetta hefúr gerst og það oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Ég man eftir tilfelli þar sem sagt var frá því að bát- ur hefði farist úti fyrir landinu. Ættingjar sjómannanna heyrðu það í útvarpinu að þeirra nánustu væru dánir! Frétta- og blaðamenn mega ekki gleyma ■ „Ef það er Kommi að vera friðarsinni, að vilja jafnrétti, að vilja að ekki sé níðst svona á ís- lenskri alþýðu, þá er ég Kommi.“ ■ „Ég held að Magnús hljóti að hafa verið niðri í kjallara þegar Guð skapaði siðgæðið.“ sér í kapphlaupinu um að verða fyrstir með fféttirnar og láta það svo bitna hrika- lega á saklausu fólki. Þetta á líka við um fféttaflutning af sakamálum. Jafnvel þó að einhver „bittlingakrimmi" hafi komið und- an 1440 flöskum af brennivíni þá má ekki gleyma því að maðuriunn á fjölskyldu. Má ekki reyna að gera refsingu hennar sem minnsta? Það fer líka í taugarnar á mér hvað Ólaf- ur Hauksson útvarpsstjóri Stjörnunnar hefúr endalaust komist upp með móður- sýkilegar árásir á Ríkisútvarpið. Árásir sem í flestum tilfellum eiga engan rétt á sér. Digurbarkalegar yfirlýsingar á borð við þær að Rikisútvarpið sé óþörf stofnun finnst mér út í hött. Ætlar hann að þjón- usta alla sjómennina út um allt svo dæmi sé tekið. Þetta verður að vera blanda af hvorutveggja eins og ég sagði áðan.“ Kúltúr að hafa mengun? — Nú sést það á textum þínum að þú lætur pólitík nokkuð til þín taka.... ,Já, mér finnst það oft á tíðum vera undarleg pólitík sem er rekin í þessu landi því það er ekki brosið á Þorsteini Pálssyni eða hárgreiðslan hans Ólafs Ragnar, eða al: þýðlegheit Steingríms, eða bullið í Jóni Baldvini sem kemur til með að bjarga okkur. Því miður. Afskiptaleysi stjórnmálamanna af meng- un og vörnum við henni, skelfir mig af- skaplega mikið. Ozonlagið í kringum jörð- ina er að eyðast og sjórinn er drullumeng- aður. Sjómenn draga vanskapaða fiska úr sjó víða um heiminn vegna mengunnar. Hvað vitum við um það hversu lengi um- búðir um geislavirkan úrgang, sem sökkt er í sjóinn, halda? Það hryggir mig hversu landið okkar er mengað. Subbulegt. Það eru átján ár síðan byrjað var að fjalla um umhverfismála- ráðuneyti. Hvað eftir annað hefúr meng- unin á Miklatorgi mælst yfir hættumörkum og við gerum ekki neitt. Öndum bara að okkur viðbjóðnum og ypptum öxlum. Þetta þykir kannski bara fínn kúltúr. Ein- hverskonar stórborgarmerki. Útlendingar spyrja okkur gjarnan hvort við búum í snjóhúsum. Við getum nú svarað því að, „við búum í blokkum, við eigum morð- ingja og nauðgara og nú erum við búin að fá mengun". Ég held satt best að segja að menn væru löngu búnir að grípa í taumana ef þeim þætti ekki hreint og beint vænt um ástandið." Peð í pólitískum leik — Því hefúr verið haldið fi’am að þú sért herstöðvarandstæðingur og jafnvel Kommi. Hverju svararðu því? ,Jú ég hef alltaf verið gegn herstöðinni sem slíkri. Ég er hinsvegar ekkert að agnúast út í þessi strákagrey sem þarna eru. Þeir eru bara peð í pólitískum leik og langar örugglega miklu frekar heim til mömmu. Hvort ég er Kommi"? (Hann þegir um stund og er þungt hugsi), ,Ja herna. Eins og ástandið er í dag í íslenskri pólitík þá er þetta hugtak liðið undir lok. Ef það á að merkja mig þá er ég náttúrlega vinstri maður, en hann er voðalega lítill krossinn sem ég merki við Alþýðubanda- lagið. Reyndar alls enginn nú í seinni tíð. En ef það er Kommi að vera friðarsinni, að vilja jafhrétti, að vilja að ekki sé níðst svona á íslenskri alþýðu, þá er ég Kommi. Ég hef reyndar að undanförnu verið að semja ljóð sem fjallar um gamla herstöðv- arandstæðinginn. Gamla hugsjónamann- inn. Gamla Kommann sem nennti þessu ekki lengur: Svo tók hann alla íriðarhyggjufrasana og troð þeim oní terelynbuxnavasana. Og skundaði á braut, eins og naut, nýfráskilinn heimsins harmi endalaust. Pað var sólríkt sumar ’68, en ávallt síðan haust. 27. TBL. 1988 VIKAN 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.