Vikan


Vikan - 15.12.1988, Blaðsíða 25

Vikan - 15.12.1988, Blaðsíða 25
ANANAS CHARLOTTE FYRIR 10-12 Rúlluterta: 10 eggjarauður 125 gr sykur ögn af salti 5 eggjahvítur 95 gr hveiti 30 gr maizenamjöl örfáir vanilludropar 125 gr rifsberjasulta Krem: 1 1 mjólk 8 eggjarauður 200 gr sykur 100 gr maizenamjöl 5 bl matarlím V2 dós ananas x/i 1 rjómi, þeyttur. Rúlluterta: Eggjarauður og sykur þeytt vel saman. Eggjahvítur eru stífþeyttar með ögn af salti. Blöndunum tveim er blandað varlega saman með sieif.. Hveiti og maizenamjöl sigtað og blandað varlega saman við eggja- blönduna. Vanilludropum bætt út í deigið. Smurt á bökunarplötu með bökunarpappír á. Haft um 1 cm á þykkt. Bakað við 200°C í 6 mín. Skál sem tekur um 2 lítra er hvolft á kökuna. Botn sniðinn eftir skálinn. Rifs- berjasultu smurt á afganginn og því rúllað upp í rúllutertu sem er látin kólna. Krem: Mjólkin er soðin, matarlímið lagt í bleyti, eggjarauðum, sykri og maizena- mjöli er hrært saman og sett út í mjólkina, hrært vel í, látið þykkna vel, matariími bætt út í og síðan er þetta látið kólna. Rúllutertan er skorin í sneiðar og þeim raðað í formið (skálina), þegar kremið er kalt er ananasinn saxaður og síðan bætt í kremið og dálítið af safa með, þar næst þeytta rjómanum. Kreminu hellt í formið og kökubotninn síðan settur yflr. Látið standa í kæli yfir nótt. Hvolft á disk áður en borið er ffam. NÚGGATÍS FYRIR 6-8 NÚGGAT: 1,5 dl sykur I 1 dl heslihnetur '/2 dl vatn I 1 msk olía Sykur og vatn er soðið saman í ljósa karamellu á meðan eru hneturnar brúnað- ar í ofni „ljósbrúnar". Marmaraplata eða önnur plata er smurð með olíunni. Þegar karamellan er orðin ljósbrún er hnetunum hellt út í og hrært í með sleif. Sett strax á olíusmurða plötuna. Látið storkna í ca 15 mín, eða lengur ef nauðsynlegt. Blandan verður að vera fullkomlega köld, en þá er hún brotin í litla bita. Ágætt er að nota marmarakefli eða flösku og rúlla yfir kara- melluna. ÍS: 1 msk volgt hunang 2,5 dl eggjahvíta (5 egg) 2.5 dl rjómi, hálf þeyttur 1.5 dl mulið núggat 1,5 dl saxað Toblerone súkkulaði 0,5 dl söxuð kirsuber, sykurlegin. SÍRÓP: 50 gr sykur 1,5 msk síróp, úr dós 4 msk vatn Það sem til þarf í sírópið er soðið vel sam- an við mikinn hita í 8—10 mínútur eða uns sírópið storknar er það fer í kalt vatn og hrekkur í sundur. Eggjahvíturnar eru stífþeyttar í hrærivél þegar sírópið á eftir ca 2—3 mín. í suðu. Þegar sírópið er soðið er það kælt aðeins með því að dýfa pottinum aðeins ofan í kalt vatn og strax uppúr aftur. Kantarnir þerraðir. Hraðinn á hrærivélinni er minnkaður og sírópinu hellt varlega út í stífþeyttar eggjahvíturnar. Vélin látin vinna rólega uns skálin er orðin köld þá er slökkt á henni og núggati, súkkulaði, hunangi og kirsuberjunum blandað varlega saman við með sleif og að síðustu rjómanum. Fryst í aflöngu formi sem hefur verið geymt í frosti í 2 tíma. Fryst yfir nótt. Geymist í frosti í ca 10—14 daga. Mjög gott er að framreiða jarðarberja- eða hind- berjasósu með núggat ís. Hl CrtKKJMt 0G i BM fÍom ER FYRIRTAK — 7 FLÓRU KAKÓ VIÐ ÖLL TÆKIFÆRI hrv 200 g AKUREYRI SÍMI 96-21400 27. TBL.1988 VIKAN 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.