Vikan


Vikan - 15.12.1988, Qupperneq 41

Vikan - 15.12.1988, Qupperneq 41
Þegar hér var komið sögu gerðu fæstir íslendingar sér vonir um stærri sig- ur en annað eða þriðja sætið Lindu til handa — þó auðvitað hafi öllum landsmönnum þótt hún hiklaust elga erlndi í fyrsta sæti. Á myndinni eru t.v. ungfrú Spánn, Linda, ungfrú Venesúela, sem veðbankar höfðu spáð sigri í keppninnl en komst þó ekki í neitt þriggja efstu sætanna, þá kemur ungfrú BreUand, sem komst i þriðja sæU og loks ungfrú Kórea, sem náði öðru sæU. Þessi mynd var tekin á því augnabliki er tilkynnt var að Linda Pétursdóttir væri Miss World. Islendingamir fagna ákaft - en á sviðinu stóð Linda Pét- ursdóttir enn hreyfingarlaus og ekki búln að átta sig á þvi að hún hafðl sigráð í keppnlnni. Núna þegar þetta tölublað Vikunnar kemur á markaðinn, er Linda nýkomin heim eftir að hafa gegnt embættisskyldum sínum sem Miss World í mánuð. í Lundún- um hafa verið teknar af henni tugir þús- unda ljósmynda og myndir af henni hafa prýtt ótal blöð út um allan heim. Ballið er samt rétt aðeins að byrja, allt næsta ár verðu hún á þönum út um allan heim og ótrúlegt að hún eigi eftir að ferðast annan eins kílómetraíjölda um heiminn eftir að hún hefúr skilað kórónunni til Miss World 1989. Linda Pétursdóttir er fjórða íslenska stúlkan á flmm árum, sem kemst í lokaúrslit Miss World keppninnar. Á sama tíma hafa íslenskar stúlkur einnig komist í fyrsta, annað og þriðja sæti keppninnar um titil- inn Ungfrú Skandinavía. Þennan góða árangur síðustu ár má hiklaust þakka vönduðum vinnubrögðum aðstandenda Fegurðarsamkeppni íslands, góðri sam- vinnu þeirra Baldvins Jónssonar og Ólafs Laufdal, sem ekkert hafa til sparað við keppnishaldið hér heima, þjálfun kepp- endanna fyrir keppnina um titilinn Feg- urðardrottning íslands og síðan áfram- haldandi þjálfun þeirra stúlkna sem hér komast í úrslit og halda utan til þátttöku í keppni um alþjóðlega titla. Lengi var framkvæmdastjórn keppninn- ar í höndum Kristjönu Geirsdóttur, þá tók Sif Sigfúsdóttir við og starfaði í eitt ár, en núna síðast tók Gróa Ásgeirsdóttir mót- tökustjóri á Hótel Borg við ffamkvæmda- stjórninni. í viðtali við Vikuna skömmu fýrir útkomu þessa tölublaðs kvaðst Gróa þegar vera farin að líta í kringum sig eftir þátttakendum í næstu keppni. Og allar ábendingar væru vel þegnar. { lok febrúar verður keppt um titilinn Ungfrú Reykjavík og um svipað leyti fer keppnishaldið af stað úti á landi, en því mun ljúka síðari hluta marsmánaðar. Úr- slitakeppnin á Hótel íslandi fer svo að venju fram á annan dag hvítasunnu. Það samstarf sem tókst á milli Vikunnar og Fegurðarsamkeppni íslands á þessu ári varðandi kynningu á keppendum verður ekki minna í sniðum á næsta ári. Kynning- in fer fyrr af stað og verður ítarlegri. í lok- in gefet lesendum Vikunnar svo kostur á að greiða atkvæði, sem munu hafa visst vægi þegar dómnefndin tekur til starfa og fegurðardrottning íslands 1989 verður valin. Þeir sem vilja koma ábendinum á ffarn- færi ættu ekki að draga það deginum lengur. Ábendingum er annað hvort hægt að koma símleiðis til Gróu á Hótel Borg eða skriflega og þá helst með myndum ef þess er kostur. Er ekki að efa það, að fjölmargar íslensk- ar stúlkur fýsi að taka þátt í Fegurðarsam- keppni íslands eftir að hafa fýlgst með ævintýrum Hólmfríðar á meðan hún bar titilinn Miss World og hafa síðan fylgst að nýju með íslenskri stúlku taka við sprotan- um og kórónunni á þessu ári. □ 27. TBL. 1988 VIKAN 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.