Vikan


Vikan - 15.12.1988, Blaðsíða 59

Vikan - 15.12.1988, Blaðsíða 59
Skuggi jólanna Frh. af bls. 42 Minnti þennan göfuga vin minn á orð mín á vígsludegi, að ég mætti láta skynsemi og sam- visku mína drottna yfir bókstaf og erfikenningum eða auðsæjum mannasetningum í boðskap mínum. Að síðustu sagði ég þau orð um þetta, sem honum virtist líka mjög vel: „Þið megið algjörlega ráða því, hvort ég verð þarna í starfi leng- ur eða skemur. Samt vildi ég heldur að leitað væri álits ann- arra safhaða á ræðunni. Hún var nú einnig flutt á Stokkseyri. En ég vil fyrst um sinn hvorki lesa „ljóta bréfið" né sjá nöfh þessara sóknarbarna minna. Ég mun heldur aldrei láta þau gjalda þess né njóta, þótt ég fai vit- neskju um þau, verði ég lengur í starfi. Svo mun ég reyna að lifa svo enginn trúi þeim og án allra ásakana og andúðar í þeirra garð.“ Þetta svar mitt virtist biskupi líka ágætlega. Margt fleira bar á góma. En aldrei minntist hann á þctta málefni meira. Sama mátti segja um söfnuðinn, þótt oft kenndi ég kala og misskilnings. Ein ágæt fjölskylda bauð mér að kaffiborði veislubúnu um þetta leyti. Hún átti heima á miðjum Eyrarbakka og sýndi mér alltaf sanna vináttu. Þar var ég spurður um ræðuna. Og þá einkum, hvort Jósef hefði ekki verið faðir Jesús, því auðvit- að hefði samferðafólk Maríu og ffæðimenn þjóðar og laga ekki trúað umsvifalaust að hann hefði orðið til öðruvísi en önnur börn, svona líkamlega séð. Ég las þarna fyrstu blaðsíðu Nýja-Testamentisins og benti á, að þar sé einmitt sagt, að af því að Jósef var vænn maður, vildi hann ekki gera henni opinbera smán (eins og fólk orðar þessi mál). Ætlaði því að skilja við hana í kyrrþey. í því felst mikið mál og hræði- leg hætta, sem hún hlaut að taka ein. Allt ffam á okkar daga eru slík ástarmál hræðileg hneyksli og glæpsamleg í Arabalöndum. Mætti þar minna á dauðadóm nú á dögum yfir konungborinni stúlku sem trúlofaðist Banda- ríkjamanni án leyfis afa síns. Um það var gerð kvikmynd sem var svo viðbjóðsleg, að henni var hafnað til sýningar hér á íslandi. Það bregður upp augnabliks- mynd af þeirri hættu, sem María litla í Nazaret komst í kast við. Auðvitað sagði ég ekkert um þann atburð, sem orðinn er fyrir fáum árum. En ég útskýrði fyrir veislugestunum aðstöðuna og hinar ströngu refsingar og siða- reglur gyðinga, sem gerðu meira að segja tilraun til að hrinda drengnum, sem þarna fæddist ffam af björgum heima í Nazaret, eftir að hann hafði flutt þar sína ffægustu ræðu, sem ailir dáðust að, nema þessir refsiglöðu sið- ferðispostular. Þá varð hann að flýja að heiman og niður til Kap- ernaum í Galíleu. Þar var trú- ffelsi samkvæmt rómverskum lögum. Og einmitt þess vegna gat hann flutt kenningar sínar þessi þrjú síðustu æviár, sem hann bjó hjá Símoni Pétri, vini sínum, og öðrum frægum fi- skimönnum í Kapernaum. Mér fannst mikið til um hjarta- hreinleika og skilning þessara gestrisnu vina. Gleymi því ekki þessu veisluboði. Mér fannst þá og off síðar, að fólkið fyrir vestan tæki öliu í trú- málum á allt annan og frjálslegri hátt en á ströndinni. En sem bet- ur fór breyttist það mikið þenn- an áratug, sem við unnum saman, þótt aldrei væri deilt um trúmál opinberlega, enda mátti hver hafa sína skoðun með fúllri virð- ingu minni. Ég dæmi hvorki né fordæmi neinn í trúmálum fremur en stjórnmálum. Þar varð hver að njóta frelsis til að vaxa að visku og í sannleika. Samt kom einn maður til að sjá og lesa ræðuna þennan sama vetur. Það var vinur og náms- bróðir í guðfræðideildinni nokkrar vikur síðasta námsvetur hans. Það var Sigurbjörn Einarsson, síðar biskup í aldarfjórðung starfsævi minnar „í stól“. Ekki lauk hann beint lofsorði á ræðuna, en taldi hana mótaða af einhverju atviki hversdagsins í ástarmálum mér vitandi eða óaf- vitandi. Auðvitað skildi hann að- stöðu þarna og þá hættu, sem ógnaði Maríu, efjósef hefði ekki bjargað henni. Sigurbjörn var að mér fannst bæði vitur maður, lærður og góður. En hann var að mínu litla viti alltof háður helgisiðum og erfikenningum kirkjunnar, játn- ingum og mannasetningum, þótt hann hlyti að vita og greina betur. Hann var í sannleika sagt „hlýðinn kirkjunnar þjónn“. Aldrei iðraðist ég þeirrar ákvörðunar, sem ég lýsti yfir hjá biskupi um bréfið og höfúnda þess. Þar varð fljótlega svo sem ekkert hefði skeð, að öðru leyti en því að meðhjálparinn, Guð- mundur Þorláksson, skólastjóri sagði lausu starfi sínu við altarið, og kom vart í kirkjuna ffamar, flutti suður næsta ár. En hann minntist aldrei á jóla- ræðuna, hvorki þá né síðar. Samt kom fýrir að samstarfs- fólk í sóknarnefnd og kirkju hreytti að mér í hálfkæringi, að „ég þyrfti að læra betur". En ávallt tókst að láta það sem vind um eyru þjóta. Að loknum starfstíma í kirkju Bakkans var ég í sannleika sagt kvaddur með kærleikum og virktum, gjöfum og mikilli virð- ingu og þökkum, ekki þó síður fyrir afstöðu mína til leikfélagsins og barnanna, bæði í skóla og stúku. Þar virtust allar villu- kenningar alveg úr sögunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.