Vikan


Vikan - 15.12.1988, Blaðsíða 38

Vikan - 15.12.1988, Blaðsíða 38
Sigurður verður hugsi og svarar að lokum: „Ég hef bara ekkert hugsað út í það. Þó má kannski segja að ég hafi leyft mér að leggja áherslu á dýra og vandaða hluti, fremur en að selja sem mest magn. Hér hönnum við og smíðum okkar eigin gripi. Mér finnst mikils um vert að halda uppi merki íslenska fag- mannsins því þeir eru fyrsta flokks — því hef ég kynnst af eigin raun. Okkar menntun er svo góð, því við lærum allt frá grunni og get- um allt í sambandi við fagið. íslenskir gull- smiðir gætu gengið inn á 300 ára gamalt verk- stæði og farið að vinna, sem festir fagmenn í Evrópu og Ameríku gætu leikið eftir. Þar læra flestir aðeins hluta af faginu." Smíðað fyrir Wathne-systur það sem enginn gat í New York Fæstir gera sér án efa grein fyrir því hversu góða fagmenn við eigum — í öllum greinum - en það hafa þó gert þær frægu Wathne-systur sem búa í Bandaríkjunum. Þær áttu að mæta í boð hjá Bush, verðandi forseta Bandaríkjanna, þann 1. desember og ætluðu að vera í ákveðn- um fatnaði sem þær áttu — allar eins. Á fatnað- inum voru tölur skreyttar sérstökum stjörnum, sem því miður höfðu flestar dottið af og týnst í hreinsun. Systurnar leituðu til allra helstu gullsmiða í New Yorkborg — sem þekkt er fyrir dýrar og fínar skartgripaverslan- ir. Enginn þar í borg treysti sér til að smíða stjörnurnar fýrir þær og síst af öllu á jafn skömmum tíma og þær vildu. Þær höfðu sam- band við Sigurð, sem sagðist til í að reyna. Sagan fór þannig, að 24 tímum eftir að þeir fengu verkefhið höfðu þeir Sigurður og félag- ar smíðað 20 silfurstjörnur, húðað þær með 24 karata gulli og komið þeim á flug til New York borgar! — Manstu eftir einhverjum uppáhaldshlut sem þú hefúr smíðað? „Ég var einmitt að vakna upp við það að ég hef eiginlega ekki safhað neinum upplýsing- um um það sem ég hef verið að smíða í gegn- um árin. Ég hef alltaf ætlað að taka myndir af þeim gripum sem ég hef verið ánægður með, en hef auðvitað ekki gert og ekki einu sinni geymt af þeim teikningarnar. Ég á því erfltt með að rifja þetta upp. Þó er það alltaf rósa- menið og rósahringurinn. Þegar ffumburður minn og konunnar minnar, Kristjönu Ólafs- dóttur, fæddist þá gaf ég henni hring með einni útsprunginni rós. Ég hef alltaf smíðað eitthvað sérstakt og gefið henni þegar börnin hafa feðst, en við eigum þrjár dætur. Rósamenið er með rósum eins og þessari á hringnum, demanta og perluívafi. Það er óskapleg vinna sem liggur á bak við það og ég held ég myndi aldrei nenna að smíða þannig grip aftur. Esjan, fjörugrjót og fjalladalir í skartgripum Hönnun á skartgripum er nokkuð sem ís- lenskir gullsmiðir gera og er hönnunarkostn- aðurinn ekki reiknaður með í verði gripanna. Erlendis er sá kostnaður mjög mikill. Ég legg oft mikla vinnu í hönnun og finnst gaman að því. Ég hef smíðað bókahníf og mótað Esjuna, og fjallgarðana í kring, í skaftið. Einu sinni smíðaði ég sett fyrir mann hér í bæ, sem hann gaf konu sinni — já, eitt vil ég gjarnan að komi fram, en það er að gullsmiðir eru bundnir þagnareyði. Þetta er ekki regla en hefð. Þann- ig að við segjum ekki ffá hver keypti viðkom- andi hlut, né fyrir hvern hann er eða hvað hann kostaði. Þetta sett mátti kosta það sem þurfti. Ég fór niður í fjöru og teiknaði fjöru- grjótið. Eftir teikningunni smíðaði ég síðan hálsmen, hring og armband úr hvíta- og rauðagulli og skreytti með demöntum. Gullflugur og demantshringur ffyrir Ungfrú Island Sigurður hefur einnig oft smíðað gripi sem hann gefúr verðlaunahafa við ýmis tækifæri. Hann hefúr t.d. smíðað laxveiðiflugur úr gulli fyrir árshátíð Stangveiðifélagsins. Fluguna fær Sigurður á verkstæðinu, en þar heldur hann meira og minna til allan desember- mánuð. Ljósm.: Páll Kjartansson Þennan grip smíðaði Sigurður fyrir starfsmannafélag Morgunblaðsins í til- efni af 75 ára afmælis blaðsins. sá sem veiðir stærsta flugulaxinn á veiðisvæði Stangveiðifélagsins. Flugurnar eru líklega orðnar 8 eða 9 og þykja hinir mestu kjörgrip- ir, sem margir fleiri vildu gjarnan eignast. Einna þekktasta gjöfin frá Sigurði er líklega demantshringur sem hann gefur Ungfrú ís- land þegar hún er kosin. Þetta eru dýrir hring- ar sem gaman er fyrir þessar ungu stúlkur að geta borið við hin ýmsu tækifæri sem þær þurfa að koma fram á árinu sem þær bera titil- inn — og svo auðvitað þaðan í frá, því eins og allir vita þá eru demantar eilífir. Hrafna-Flóki fyrsti íslenski gullsmiðurinn Þrátt fyrir annríkið, þá hefur Sigurður alltaf gefið sér tima fyrir félagsstörf og meðal þeirra sem hann hefúr unnið er að vera formaður Félags íslenskra gullsmiða í 9 ár. En hvers konar félagsskapur er það og hvenær hófst gullsmíði á fslandi? „Hrafha-Flóki er talinn fyrsti gullsmiðurinn á íslandi og í raun er hægt að lesa söguna í gegnum skartgripi. Á þeim má t.d. sjá áhrif kirkjunnar, hvenær þau eru mikil og hvenær þau fara þverrandi. En hvað Félagið varðar þá var það stofhað 1924 og fyrsti formaðurinn var Jónatan Jónsson. Það vill svo skemmtilega til að það var einmitt hann sem bjó í og byggði þetta hús hérna sem við erum með verslunina í. Annars er þetta félag um margt sérkennilegt, eins og gullsmiðir yfirleitt. Hér eru t.d. saman meistarar og sveinar sem er mjög óalgengt. Félagið gefúr út Gullsmíða- blaðið og kemur það út einu sinni á ári, þar sem í er að finna mikinn fróleik um fagið. Þeg- ar ég tók við þá byrjaði ég á því að finna okk- ur stað fyrir fúndaraðstöðu, en hana hafði al- gjörlega vantað og eins þurfti að koma skipu- lagi á gögn og halda þeim saman. Við höfúm verið með námskeið í hinum ýmsu hlutum varðandi fagið og einnig námskeið fyrir af- greiðslufólk í skartgripaverslunum þar sem það hefur verið frætt um undirstöðuatriði varðandi gripina." Skoða allt f búðínni og kaupa svo trúlofunarhringa „Það er eitt enn atriði í sambandi við gull- smíðina sem ég hef ekki minnst á, en það er að það er ekki bara skapandi og skemmtilegt starf, heldur er það líka mannlegt. Því hér er 'yfirleitt verið að gefa skart í mjög jákvæðum tilgangi; til að gleðja einhvern við ákveðið tækifæri, skírn, brúðkaup, afrnæli eða trúlof- un. Og trúlofunarhringarnir eru í raun alveg sérstakur kapítuli út af fyrir sig. Við höfum alltaf lagt mikla rækt við trú- lofúnarhringana, bæði smíðum við eftir hug- myndum fólks og eins eigum við til hringa sem við höfúm látið gera litmyndalista yfir sem við sendum hvet sem er þannig að við getum í raun þjónustað allt landið og miðin. Við höfúm séð margt þegar trúlofúnarhringar eiga í hlut. Það er mikilvæg ákvörðun og oft erfið að ákveða að slá til og kaupa þá. Hér hef- ur fólk ýmist sett upp hringana eða nærri skil- ið vegna þess að ekki var hægt að koma sér saman um hringa. Oft gerist það líka að inn kemur par og skoðar allt sem til er í búð- inni... og svo svona eins og í restina er sagt: „Kannski við fáum að líta á trúlofunarhringa." Erindið hafði þá verið þetta allan tímann." Viðtalið við Sigurð átti sér stað 1. desem- ber, væntanlega á sama tíma og þær Wathne systur sátu í stjörnuskrýddum klæðnaði í veislu hjá Bush, og þó enn hafi verið langt til jóla þá var mjög margt fólk að versla í „gamla“ bænum, enda hefur hann sjaldan verið falleg- ar skreyttur en í ár. Margir komu í búðina til Sigurðar og vildu helst tala við hann sjálfan, þannig að við gátum ekki verið að tefja hann lengur — þó auðheyrt væri að hann átti margt ósagt um fagið sitt og ágæti íslenskra gull- smiða. □ 38 VIKAN 27. TBL. 1988
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.