Vikan


Vikan - 15.12.1988, Blaðsíða 54

Vikan - 15.12.1988, Blaðsíða 54
í LOFTINU „Nokkrum vikum áður hugsaði ég aldrei um þetta starf“ TEXTI: ANNA BJÖRK BIRGISDÓTTIR LJÚSM.: PÁLL KJARTANSSON Nú í haust urðu breytingar á ís- lenska listanum. Pað vita þeir sem hlusta á Bylgjuna á laugardögum milli kl. 4 og 6. Pétur Steinn Guðmunds- son, sem verið hafði umsjónarmaður list- ans í eitt og hálft ár, fór þá að hugsa sér til hreyfings en áður en hann hætti fékk hann það vandasama verkefhi að finna eftir- mann sinn. f>að reyndist ekki auðvelt því rúmlega 80 manns sóttu um þegar auglýst var eftir áhugasömu fólki. Allir voru prófaðir og eftir margar prufúr og miklar bollaleggingar var aðeins einn umsækj- andi eftir. Það reyndist vera 19 ára gömul stúlka sem aldrei áður hafði komið nálægt fjöl- miðlum. Hún heitir Ólöf Marín Úlfarsdótt- ir og er Reykvíkingur í húð og hár. Hún var í Ölduselsskóla ffá 8 ára aldri en skellti sér síðan á málabraut í Menntaskólanum við Sund. Þar var hún í tvo vetur en tók sér hlé að þeim loknum. Ólöf býr reyndar enn þarna í Seljahverfinu og hefur hug á að setjast á skólabekk að nýju og þá í Fjöl- braut í Breiðholti, þar eru flestir vinirnir og ekki skemmir það nú fýrir. Hún sótti um í haust en þá var allt yfirfúllt en hún vonast til að komast að eftir áramótin. Snyrtifræði hefúr lengi verið ofarlega í huga Ólafar og því er það snyrtibrautin sem lokkar. — En af hverju freistar útvarpsmennska verðandi snyrtiífæðings? „Ég eiginlega veit ekki hvers vegna ég sótti um. Þannig var að ég heyrði auglýs- inguna og ákvað að sækja um, bara svona í gamni. Ég hugsaði með mér að þetta gæti verið ofealega gaman, en ég bjóst alls ekki við að eitthvað yrði úr þessu,“ segir Ólöf og leggur áherslu á orð sín. „Ég varð því steinhissa þegar það var hringt í mig og ég beðin um að koma í prufu. Mér fannst mér ganga ffekar illa í prufunni og var viss um að nú væri ég búin að klúðra þessu. En svo var hringt aftur og næst átti ég að koma með stutt handrit með mér. Svo kom að þriðju prufúnni, þá var ég aftur með hand- rit og í þetta skiptið vandaði ég mig meira en áður. Loks fór ég í fjórðu prufúna og þá vörum við aðeins sex eftir, tvær stelpur og fjórir strákar. Ég var farin að venjast þessu örlítið en þorði ekki að gera mér neinar vonir um starfið þar sem ég vissi að einn strákanna fjögurra var starfandi dagskrár- gerðarmaður á annarri stöð og var viss um að hann mundi hreppa hnossið. En svo var ég valin. Ég varð alveg ofealega undrandi Þegar Bylgjan auglýsti eftir nýjum umsjónarmanni með íslenska lista stöðvar- innar sóttu 80 um starfið. Fyrir valinu varð 19 óra stúlka, Ólöf Marín Úlfars- dóttir, sem aldrei óður hafði komið nólœgt fjölmiðlum. „Sótti meira um af rœlni - eða þró eftir einhverju nýju og spenn- andi..." og auðvitað mjög glöð líka. Þetta var allt ferlega skrýtið. Nokkrum vikum áður hugsaði ég aldrei um þetta starf. Ég bara gat ekki ímyndað mér sjálfa mig í útvarpi. Þetta var því engin ósk sem uppfýlltist. Ég sótti meira um af rælni — eða þrá eftir ein- hverju nýju og spennandi. Þegar ég byrj- aði að vinna kom síðan í ljós að þetta er al- veg meiriháttar vinna. Öðruvísi en allt annað sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Það er alltaf eitthvað nýtt að gerast og mikið líf og fjör í þessu. Reyndar fékk ég hálfgert sjokk þegar ég sá inn í stúdíóið í fyrsta sinn. Allir þessir takkar út um allt voru ekki beint uppörvandi, en ég læri smám saman á þetta allt saman. Fyrsta beina útsendingin var taugatrekkjandi. Ég skalf og titraði til að byrja með, en sem betur fer róaðist ég þegar á leið.“ Megum við búast við breytingum á ís- lenska listanum? ,Já, já, en þó engum róttækum, ekki í bráð. En nú í desember breytist útsend- ingartími listans. Við færum okkur fram um tæpan sólarhring og sendum hann út á föstudagskvöldum klukkan 8. Aðrar breyt- ingar verða svo að koma í Ijós síðar. Þessi þáttur er fyrst og fremst kynning og það er nú kannski ekki hægt að breyta miklu, en ætlun mín er að brydda upp á nýjungum þegar ég er komin almennilega inn í starfið." Ólöf Marín er ekki eingöngu útvarps- kona. Á morgnana vinnur hún á lækna- stofú og eftir hádegið sinnir hún verslun- arstörfúm. „Ég hef sko alveg nóg að gera þessa dagana. Vonandi kemst ég þó í skól- ann í janúar, en ef ekki þá held ég bara áfram að vinna. Hver veit nema útvarps- mennskan sé draumastarfið, ég veit það ekki enn, en maður gæti allt eins endað í fjölmiðlaffæði einn góðan veðurdag. Ég er þannig manneskja að ég get ekki setið á rassinum allan daginn og gert sömu hlut- ina endalaust. Ég vil hafa fjölbreytni í starf- inu og umfram allt líf og fjör í kringum mig. Dagskrárgerðarstarfið býður einmitt upp á svo margt.“ En hvað gerirðu utan vinnutímans? ,Ja, ég læt mér allavega ekki leiðast. Ég held miklu sambandi við vini mína, við hittumst oft og förum í bíó eða sitjum og kjöftum. Ég er laus og liðug þessa stundina og er alveg óð í að skemmta mér. Ég held ég sé að fá algera útrás á því sviði og finnst ffábært að skella mér á ball með góðum vinum. Svo er ég alveg hrikalega róman- tísk, mér finnst skemmtilegast að hlusta á rólega tónlist. Kvöldverður yfir kertaljósi er t.d. að mínu skapi. □ 54 VIKAN 27. TBL. 1988
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.