Vikan


Vikan - 15.12.1988, Blaðsíða 56

Vikan - 15.12.1988, Blaðsíða 56
Hann var að reyna að koma kettinum út úr vörugeymslunni er hóvaði barst út úr bankanum. Hann tók kústinn og fór út ó gangstéttina. Hann heyrði alla söguna og lét í Ijós ólit sitt, er hann var beðinn um. Frh. af bls. 53 skápnum. Er klukkuna vantaði tíu mínútur í níu teygði Hogan sig upp í hillu. Hann ýtti kassa með „spaghetti“ til hliðar og tók niður annan með kornmat og tæmdi hann í salernisskálina. Síðan skar hann út Mikki Mús grímuna aítan á honum, reif pappann í tætlur og skolaði honum niður. Hann fór inn í búðina og fékk sér snærisspotta og batt endan í götin báðum megin á grím- unni og þá leit hann á úrið sitt — það var af Hamilton gerð með svörtum vísum. Klukkuna vantaði tvær mínútur í níu. Hann var dálítið taugaóstyrkur næstu fjórar mínúturnar, en það leið hjá. Þegar klukkuna vantaði eina mínútu í níu tók hann kústinn og fór út til þess að sópa gangstéttina. Hann flýtti sér við verk sitt — en var reyndar ennþá að sópa er Warner opnaði dyrnar að bankanum. Hann bauð Warner góðan daginn og nokkrum sek- úndum síðar kom starfelið bankans, þau voru fjögur, út úr kaffistofunni. Hogan sá þau hinum megin við götuna og veifaði til þeirra og þau veifuðu aftur. Hann lauk við gangstéttina og fór inn í búðina. Hann lagði úrið sitt á peningakassann. Hann and- varpaði þunglega þó var eins og hann væri ffemur að draga andann djúpt. Hann vissi, að Warner væri nú búinn að opna pen- ingaskápinn og væri að bera kassana með seðlunum í skúffuna hjá gjaldkeranum. Hogan leit á úrið í peningakassanum. Kentworthy nam staðar fyrir framan dyrnar á búðinni, hristi höfúðið ofúrlítið og hélt áfram. Hogan andaði hægt ffá sér. Hann fór með vinstri höndina affur fyrir bak og leysti slaufúna á svuntunni sinni og þá fór stóri vísirinn á úrinu hans að nálgast strikið við fjórar mínútur og loks var kom- ið að því. Hogan opnaði skúffúna með viðskipta- bókunum og tók upp marghleypuna sem búðin átti. Það var silfurlit Iver Johnson byssa. Hann gekk hratt í gegnum búðina, tók af sér svuntuna, fór í jakkann og lét marghleypuna í annan vasann. Mikka Mús grímuna setti hann inn á sig svo að hún sást ekki. Hann opnaði dyrnar út að stígnum, leit vandlega í kringum sig og gekk hratt út. Hann skildi dyrnar eftir hálf- opnar. Tuttugu metrar eru á milli dyranna og aðalgötunnar, þar nam hann staðar og leit í kringum sig og þá sneri hann höfð- inu að götunni, meðan hann gekk ffam hjá glugga bankans. Við bankadyrnar tók hann fram grímuna og setti hana upp. Warner var einmitt að fara inn í skrifstofu sína og sneri baki að dyrunum. Það sást aðeins í höfúðið á Cup í gegnum rimlana á gjald- keraborðinu. Hogan gekk hratt og hljóðlega í kring- um afgreiðsluborðið og inn í klefa gjald- 56 VIKAN 27. TBL. 1988 I kerans. Hann hélt á marghleypunni í hægri hendinni. Will Cup sneri sér við og sá hana. Hann stirðnaði upp. Hogan setti fót- inn undir tippið á öryggisbjöllunni og benti Will Cup að leggjast á góffið. Will gerði það strax. Þá opnaði Hogan peninga- skúfifuna og með tveimur snöggum handa- hreyfingum tók hann alla stóru seðlana. Með bendingu skipaði hann Will, sem lá á gólfinu, að snúa sér að veggnum og gerði Will það. Síðan gekk Hogan aftur á bak kringum borðið. Við dyrnar á bankanum tók hann niður grímuna og er hann gekk fram hjá glugganum, sneri hann höfðinu að götunni til þess að ekki sæi í andlit honum. Hann fór stíginn gekk hratt að dyrunum og gekk inn. Kötturinn hafði komist inn, og góndi á hann, þar sem hann sat á hrúgu af niðursuðudósum. Hogan fór nú fram á salernið, reif grímuna og skolaði henni niður. Hann fór úr jakkanum og setti upp svuntuna. Hann gæðist inn í búð- ina, en gekk síðan að peningakassanum. Marghleypan fór affur á sinn stað. Hann stimplaði engin sala, dró ffam efstu skúfif- una, lyfiti upp ýmsum skjölum, sem þar voru raðaði hinu stolna fé þar undir, setti skjölin ofan á og lokaði síðan skúffunni og kassanum. Þá leit hann loksins á úrið sitt og sá að klukkan var sjö og hálfa mínútu yflr níu. Hann var að reyna að koma kettinum út úr vörugeymslunni er hávaði barst út úr bankanum. Hann tók kústinn og fór út á gangstéttina. Hann heyrði alla söguna og lét í ljós álit sitt er hann var beðinn um. Hann sagðist halda að þjófúrinn slyppi varla — hvert ætti hann svo sem að fara? Og þó — ffídagar færu í hönd Það gekk mikið á þennan dag. Fettucci var hreykinn eins og þetta hefði verið hans eigin banki. Lögreglubifreiðar þutu fram og aftur um bæinn. Hundruð ferða- langa urðu að stansa við umferðartálman- ir, sem settar höfðu verið upp allt í kring- um bæinn og leitað var í biffeiðum hjá nokkrum skuggalegum náungum. Frú Hogan hafði heyrt um atburðinn í símanum. Hún fór í betri fötin fyrr en venjulega og kom við í búðinni á leið sinni á kvenfélagsfundinn. Hún vonaði að Hog- an hefði heyrt eitthvað nýtt, en ekki reyndist það svo. „Ég skil ekki, hvernig náunginn ætti að geta sloppið,“ sagði hann. Frú Hogan var svo æst, að hún gleymdi þeim fréttum, sem hún sjálf hafði að færa. Hún mundi eftir þeim er hún var komin til frú Drake, en þá bað hún um leyfi að hringja til búðarinnar og var það fúslega veitt. „Ég gleymdi að segja þér, að John fékk viðurkenningu." „Hvað segirðu?" „í samkeppninni „Landið mitt“.“ „Hvað vann hann?“ „Hann fékk viðurkenningu." ,Agætt. Prýðilegt. Nokkuð fleira?" ,Jú, nafnið hans með mynd verður birt um land allt; Líka í útvarpinu. Jafhvel í sjónvarpinu. Það hefur verið beðið um mynd af honum." ,Agaett,“ sagði Hogan. „Ég vona að þetta spilli honum ekki.“ Hann lagði tólið niður og sagði við Fettucci: „Ég býst við að nú sé frægur maður í fjölskyldunni." Búðin var opin til klukkan níu á laugar- dögum. Hogan fékk sér lítilsháttar matar- bita, en ekki mikið, af því að frú Hogan hélt kvöldverð hans alltaf heitum. Klukkan var orðin fimm, sex eða sjö mínútur yflr níu, þegar hann kom heim í húsið sitt við East Maplegötu. Hann fór inn um forstofudyrnar og fram í eldhúsið þar sem fjölskyldan beið hans. „Ég verð áð þvo mér,“ sagði hann og gekk inn í baðherbergið. Hann sneri lykl- inum í baðherbergishurðinni, síðan skol- aði hann niður í salernisskálinni og skrúf- aði frá vatninu bæði í þvottaskálinni og baðkerinu meðan hann taldi peningana. Það voru 8320 dollarar. Hann tók stóran leðurkassa ofan úr efstu hillunni í skápnum. í kassanum var einkennisbún- ingur musterisriddaranna, sem hann átti. Fjaðrahatturinn lá þar í öskju sinni. Hvíta strútsfjöðrin var orðin gulnuð og eigin- lega ónýt. Hogan tók hattinn og síðan öskj- una, en varð þá hugsi um stund, tók tvo seðla og stakk þeim í buxnavasa sinn. Lét hann hattinn ofan á peningana, setti lokið yfir kassann og lét hann á sinn stað. Að lok- um þvoði hann sér um hendurnar og skrúfaði fýrir vatnið, sem rann í þvotta- skálina og baðkerið. Er hann kom inn í eldhúsið voru þar frú Hogan og börnin fýrir ljómandi af ánægju. „Hvað heldurðu að hann sonur þinni eigi að gera?„ „Hvað er það?“ „Hann á að koma fram í útvarpi," sagði John. „Á mánudaginn klukkan átta.“ „Ég býst við, að nú sé frægur maður í fjölskyldunni," sagði Hogan. Hogan settist við borðið og rétt úr fót- unum. „Mamma, þetta er alveg dásamleg fjölskylda,“ sagði hann. Hann fór ofan í vasa sinn og tók upp tvo fimm dollara seðla. Hann rétti John annan. „Þetta færðu fyrir að sigra," sagði hann. Hinum stakk hann í lófa Joan. „Þetta færðu fyrir að vera dugleg stúlka. Einn sigurvegari og ein dug- leg stúlka. Hvílík fjölskylda!" Hann neri saman höndunum og lyfti lokinu af matar- fatinu. „Nýru,“ sagði hann. „Dásamlegt." Svona fór Hogan að þessu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.